Jesaja 21:1–17

  • Yfirlýsing gegn óbyggðum hafsins (1–10)

    • Stendur vörð í varðturninum (8)

    • „Babýlon er fallin!“ (9)

  • Yfirlýsing gegn Dúma og eyðisléttunni (11–17)

    • „Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?“ (11)

21  Yfirlýsing gegn óbyggðum hafsins:*+ Ógæfan kemur eins og stormur úr suðri,frá óbyggðunum, frá ógnvekjandi landi.+   Mér hefur verið birt grimmileg sýn: Svikarinn beitir svikumog eyðandinn veldur eyðingu. Áfram, Elam! Gerðu umsátur, Medía!+ Ég læt öllum andvörpum sem hún* olli linna.+   Angist hellist yfir mig vegna sýnarinnar.*+ Heiftarlegir verkir gagntaka migeins og hríðir hjá konu í fæðingu. Ég er í of miklu uppnámi til að heyra,ég er of kvíðinn til að sjá.   Hjarta mitt ólgar, ég skelf af ótta. Rökkrið sem ég þráði hræðir mig.   Leggið á borð og raðið sætunum. Borðið og drekkið!+ Standið upp, höfðingjar, og smyrjið* skjöldinn!   Jehóva sagði við mig: „Farðu og kallaðu til varðmann og láttu hann segja frá því sem hann sér.“   Hann sá stríðsvagn með tveim hestum fyrir,stríðsvagn með ösnum fyrir,stríðsvagn með úlföldum fyrir. Hann fylgdist vandlega með, af mikilli athygli.   Hann kallaði eins og öskrandi ljón: „Á varðturninum stend ég allan daginn, Jehóva,og á varðstöð minni er ég allar nætur.+   Hérna koma þeir,menn í stríðsvagni dregnum af tveim hestum.“+ Síðan hrópaði hann: „Hún er fallin! Babýlon er fallin!+ Öll líkneski guða hennar liggja mölbrotin á jörðinni!“+ 10  Þjóð mín, þú sem hefur verið þreskt,þú sem kemur af þreskivelli mínum,+ég hef sagt þér það sem ég heyrði frá Jehóva hersveitanna, Guði Ísraels. 11  Yfirlýsing gegn Dúma:* Kallað er til mín frá Seír:+ „Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina? Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?“ 12  Varðmaðurinn svaraði: „Morgunninn nálgast en líka nóttin. Ef þið viljið spyrja, spyrjið þá. Komið aftur!“ 13  Yfirlýsing gegn eyðisléttunni: Í trjálundum á eyðisléttunni verjið þið nóttinni,þið kaupmannalestir frá Dedan.+ 14  Komið á móti hinum þyrstu með vatn,þið íbúar Temalands,+og færið flóttamönnunum brauð. 15  Þeir hafa flúið undan sverðum, undan brugðnu sverði,undan spenntum boga og undan grimmd stríðsins. 16  Jehóva hefur sagt við mig: „Áður en ár er liðið, talið eins og ár launamanns,* verður öll dýrð Kedars+ liðin undir lok. 17  Aðeins fáeinar bogaskyttur meðal hermanna Kedars verða eftir því að Jehóva Guð Ísraels hefur talað.“

Neðanmáls

Greinilega er átt við svæði í Babýloníu til forna.
Greinilega er átt við Babýlon.
Orðrétt „Þess vegna eru mjaðmir mínar fullar sársauka“.
Eða „olíuberið“.
Sem þýðir ‚þögn‘.
Eða „reiknað jafn vandlega og launamaður gerir“, það er, eftir nákvæmlega ár.