Jesaja 21:1–17
21 Yfirlýsing gegn óbyggðum hafsins:*+
Ógæfan kemur eins og stormur úr suðri,frá óbyggðunum, frá ógnvekjandi landi.+
2 Mér hefur verið birt grimmileg sýn:
Svikarinn beitir svikumog eyðandinn veldur eyðingu.
Áfram, Elam! Gerðu umsátur, Medía!+
Ég læt öllum andvörpum sem hún* olli linna.+
3 Angist hellist yfir mig vegna sýnarinnar.*+
Heiftarlegir verkir gagntaka migeins og hríðir hjá konu í fæðingu.
Ég er í of miklu uppnámi til að heyra,ég er of kvíðinn til að sjá.
4 Hjarta mitt ólgar, ég skelf af ótta.
Rökkrið sem ég þráði hræðir mig.
5 Leggið á borð og raðið sætunum.
Borðið og drekkið!+
Standið upp, höfðingjar, og smyrjið* skjöldinn!
6 Jehóva sagði við mig:
„Farðu og kallaðu til varðmann og láttu hann segja frá því sem hann sér.“
7 Hann sá stríðsvagn með tveim hestum fyrir,stríðsvagn með ösnum fyrir,stríðsvagn með úlföldum fyrir.
Hann fylgdist vandlega með, af mikilli athygli.
8 Hann kallaði eins og öskrandi ljón:
„Á varðturninum stend ég allan daginn, Jehóva,og á varðstöð minni er ég allar nætur.+
9 Hérna koma þeir,menn í stríðsvagni dregnum af tveim hestum.“+
Síðan hrópaði hann:
„Hún er fallin! Babýlon er fallin!+
Öll líkneski guða hennar liggja mölbrotin á jörðinni!“+
10 Þjóð mín, þú sem hefur verið þreskt,þú sem kemur af þreskivelli mínum,+ég hef sagt þér það sem ég heyrði frá Jehóva hersveitanna, Guði Ísraels.
11 Yfirlýsing gegn Dúma:*
Kallað er til mín frá Seír:+
„Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?
Varðmaður, hve langt er liðið á nóttina?“
12 Varðmaðurinn svaraði:
„Morgunninn nálgast en líka nóttin.
Ef þið viljið spyrja, spyrjið þá.
Komið aftur!“
13 Yfirlýsing gegn eyðisléttunni:
Í trjálundum á eyðisléttunni verjið þið nóttinni,þið kaupmannalestir frá Dedan.+
14 Komið á móti hinum þyrstu með vatn,þið íbúar Temalands,+og færið flóttamönnunum brauð.
15 Þeir hafa flúið undan sverðum, undan brugðnu sverði,undan spenntum boga og undan grimmd stríðsins.
16 Jehóva hefur sagt við mig: „Áður en ár er liðið, talið eins og ár launamanns,* verður öll dýrð Kedars+ liðin undir lok.
17 Aðeins fáeinar bogaskyttur meðal hermanna Kedars verða eftir því að Jehóva Guð Ísraels hefur talað.“
Neðanmáls
^ Greinilega er átt við svæði í Babýloníu til forna.
^ Greinilega er átt við Babýlon.
^ Orðrétt „Þess vegna eru mjaðmir mínar fullar sársauka“.
^ Eða „olíuberið“.
^ Sem þýðir ‚þögn‘.
^ Eða „reiknað jafn vandlega og launamaður gerir“, það er, eftir nákvæmlega ár.