Jesaja 27:1–13

  • Jehóva drepur Levjatan (1)

  • Ljóð um víngarðinn Ísrael (2–13)

27  Á þeim degi tekur Jehóva sitt beitta, stóra og sterka sverð+og snýr sér að Levjatan,* hinum hraðskreiða höggormi,að Levjatan, sem hlykkjast áfram,og hann drepur skrímslið í sjónum.   Syngið fyrir hana* þann dag: „Víngarður með freyðandi víni!+   Ég, Jehóva, vernda hana.+ Ég vökva hana öllum stundum.+ Ég vernda hana dag og nóttsvo að enginn vinni henni mein.+   Mér er runnin reiðin.+ Hver ögrar mér í bardaga með þyrnirunnum og illgresi? Ég treð það niður og kveiki í því öllu.   Hann leiti frekar skjóls í virki mínu. Hann semji frið við mig,já, semji frið við mig.“   Á komandi dögum festir Jakob rætur,Ísrael blómstrar og skýtur öngum+og fyllir landið ávöxtum.+   Þarf að slá hann svona fast? Þarf að drepa hann á þennan hátt?   Með ógnvekjandi ópi ferðu í mál við þjóðina og sendir hana burt. Þú hrekur hana burt með stormhviðu á degi austanvindsins.+   Þannig verður friðþægt fyrir synd Jakobs+og þegar synd hans er fjarlægð verður afleiðingin þessi: Hann mylur alla steina altarisinseins og þeir væru kalksteinn,og engir helgistólpar* né reykelsisstandar verða eftir.+ 10  Víggirt borgin leggst í eyði,beitilöndin verða auð og yfirgefin eins og óbyggðirnar.+ Þar verða kálfar á beit og leggjast til hvíldarog þeir bíta trjágreinarnar.+ 11  Þegar kvistir hennar þornakoma konur og brjóta þá afog nota í eldiviðþví að þessi þjóð skilur ekki neitt.+ Þess vegna sýnir skapari hennar enga miskunn,sá sem myndaði hana sýnir enga meðaumkun.+ 12  Þann dag mun Jehóva slá ávöxtinn af trjánum, allt frá streymandi Fljótinu* að Egyptalandsá,*+ og ykkur, Ísraelsmönnum, verður safnað saman, einum á fætur öðrum.+ 13  Á þeim degi verður blásið í mikið horn+ og þeir sem eru að veslast upp í Assýríu+ og þeir sem eru dreifðir um Egyptaland+ koma og falla fram fyrir Jehóva á hinu heilaga fjalli í Jerúsalem.+

Neðanmáls

Greinilega er átt við Ísraelsþjóðina sem hér er persónugerð sem kona og henni líkt við víngarð.
Það er, Efrat.
Eða „Egyptalandsflóðdal“. Sjá orðaskýringar, „flóðdalur“.