Jesaja 38:1–22

38  Um þetta leyti veiktist Hiskía og lá fyrir dauðanum.+ Jesaja+ Amotsson spámaður kom til hans og sagði: „Jehóva segir: ‚Tjáðu heimilisfólki þínu síðustu ósk þína því að þú munt deyja. Þú nærð þér ekki.‘“+  Þá sneri Hiskía sér upp að vegg og bað til Jehóva:  „Ég bið þig, Jehóva, mundu+ að ég hef þjónað þér af trúfesti og af öllu hjarta+ og gert það sem er gott í þínum augum.“ Síðan grét Hiskía sárlega.  Þá kom orð Jehóva til Jesaja:  „Snúðu við og segðu við Hiskía:+ ‚Jehóva, Guð Davíðs forföður þíns, segir: „Ég hef heyrt bæn þína.+ Ég hef séð tár þín.+ Ég mun lengja ævi* þína um 15 ár+  og ég ætla að bjarga þér og þessari borg úr höndum Assýríukonungs og verja hana.+  Þetta er táknið sem Jehóva mun gefa til að þú sjáir að Jehóva ætlar að gera það sem hann hefur sagt:+  Ég læt skuggann sem fellur á stiga* Akasar færast aftur um tíu þrep.“‘“+ Sólin færðist þá aftur um þau tíu þrep á stiganum sem hún hafði þegar farið niður.  Ljóð sem Hiskía Júdakonungur orti meðan hann var veikur og eftir að hann náði sér. 10  Ég sagði: „Á miðjum aldriþarf ég að ganga inn um hlið grafarinnar.* Ég er sviptur þeim árum sem ég átti ólifuð.“ 11  Ég sagði: „Ég fæ ekki að sjá Jah,* Jah í landi hinna lifandi.+ Ég fæ ekki að sjá mennina framarþegar ég er kominn til þeirra sem búa í landi dauðans.* 12  Bústaður minn er rifinn niður og tekinn frá mér+eins og tjald fjárhirðis. Ég hef vafið upp lífi mínu eins og vefari dúknum,ég er skorinn frá eins og uppistöðuþræðirnir. Frá morgni til kvölds læturðu mig þjást.+ 13  Ég reyni að róa mig um nætur. Eins og ljón brýtur hann öll mín bein,frá morgni til kvölds læturðu mig þjást.+ 14  Ég tísti eins og svölungur eða þröstur,*+ég kurra eins og dúfa.+ Ég horfi úrvinda til himins:+ ‚Jehóva, ég er aðþrengdur. Viltu styðja mig!‘*+ 15  Hvað get ég sagt? Hann hefur talað til mín og tekið á málum. Ég ætla að ganga í auðmýkt* öll æviár mínvegna örvæntingar minnar. 16  ‚Jehóva, af þessu* lifa allir mennog í því er lífskraftur minn fólginn. Þú lætur mér batna og leyfir mér að lifa.+ 17  Í stað friðar sótti á mig sár kvöl. En þér þótti vænt um migog þú bjargaðir mér frá gröf eyðingarinnar.+ Þú hefur kastað öllum syndum mínum aftur fyrir þig.*+ 18  Gröfin* getur ekki heiðrað þig,+dauðinn ekki lofað þig.+ Þeir sem lagðir eru í gröfina geta ekki vonað á trúfesti þína.+ 19  Sá einn sem lifir getur lofað þig,rétt eins og ég geri í dag. Faðir getur frætt syni sína um trúfesti þína.+ 20  Jehóva, bjargaðu mér! Þá skulum við spila lög mín á strengjahljóðfæri+alla ævidaga okkar í húsi Jehóva.‘“+ 21  Þá sagði Jesaja: „Komið með köku úr þurrkuðum fíkjum og leggið á kýlið svo að honum batni.“+ 22  Hiskía hafði spurt: „Hvert verður tákn þess að ég geti farið upp til húss Jehóva?“+

Neðanmáls

Orðrétt „daga“.
Ef til vill voru þrepin í stiganum notuð til að sýna tíma dags og svipaði þannig til sólskífu.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
„Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „búa þar sem öll starfsemi hættir“.
Eða hugsanl. „trana“.
Orðrétt „Vertu trygging mín“.
Eða „alvörugefinn“.
Það er, orðum Guðs og verkum.
Eða „fjarlægt allar syndir mínar frá augliti þínu“.
Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.