Jesaja 39:1–8
-
Sendiboðar frá Babýlon (1–8)
39 Um þetta leyti sendi Meródak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía+ því að hann hafði frétt að hann hefði verið veikur og að honum væri batnað.+
2 Hiskía tók fagnandi á móti sendiboðunum og sýndi þeim fjárhirslu sína+ – silfrið, gullið, balsamolíuna og aðrar dýrindisolíur, allt vopnabúr sitt og allt sem var í fjárhirslunum. Það var ekkert í höll Hiskía eða nokkurs staðar í ríki hans sem hann sýndi þeim ekki.
3 Eftir það kom Jesaja spámaður til Hiskía konungs og spurði: „Hvað sögðu þessir menn og hvaðan komu þeir?“ „Þeir komu frá fjarlægu landi,“ svaraði Hiskía, „frá Babýlon.“+
4 Þá spurði Jesaja: „Hvað sáu þeir í höllinni?“ „Þeir sáu allt í höllinni,“ svaraði Hiskía. „Það er ekkert í fjárhirslum mínum sem ég sýndi þeim ekki.“
5 Þá sagði Jesaja við Hiskía: „Hlustaðu á það sem Jehóva hersveitanna segir:
6 ‚Þeir dagar koma þegar allt í höll þinni og allt sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir,‘+ segir Jehóva.+
7 ‚Og nokkrir af afkomendum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að hirðmönnum í höll konungsins í Babýlon.‘“+
8 Hiskía sagði þá við Jesaja: „Það sem Jehóva hefur falið þér að segja er gott.“ Og hann bætti við: „Það verður þá friður og stöðugleiki* meðan ég lifi.“+
Neðanmáls
^ Eða „sannleikur“.