Jesaja 47:1–15

  • Fall Babýlonar (1–15)

    • Stjörnuspekingar afhjúpaðir (13–15)

47  Stígðu niður og sestu í duftið,þú meyjan Babýlon.+ Sestu á jörðina þar sem ekkert hásæti er,+þú Kaldeadóttir,því að aldrei framar verður þú kölluð fínleg og ofdekruð.   Taktu handkvörn og malaðu mjöl. Fjarlægðu slæðuna. Klæddu þig úr pilsinu og beraðu fótleggina. Farðu yfir árnar.   Allir munu sjá að þú ert nakin. Skömm þín verður afhjúpuð. Ég ætla að ná fram hefndum+ og enginn getur staðið í vegi fyrir mér.*   „Sá sem endurleysir okkur– Jehóva hersveitanna er nafn hans –hann er Hinn heilagi Ísraels.“+   Sittu hljóð, umvafin myrkri,þú Kaldeadóttir.+ Þú verður ekki lengur kölluð drottning konungsríkja.+   Ég reiddist þjóð minni.+ Ég vanhelgaði fólk mitt+og gaf það þér á vald.+ En þú sýndir enga miskunn+og lagðir jafnvel þungt ok á hina öldruðu.+   Þú sagðir: „Ég verð alltaf drottning, að eilífu.“+ Þú veittir þessu ekki athygli,þú veltir ekki fyrir þér hver endirinn yrði.   Hlustaðu nú, þú sem elskar munað,+þú sem situr óttalaus og hugsar með þér: „Það jafnast enginn á við mig.+ Ég verð aldrei ekkja,ég mun aldrei missa börnin mín.“+   En hvort tveggja kemur óvænt yfir þig, á einum degi:+ Þú missir börnin og verður ekkja. Ógæfan kemur yfir þig af fullum krafti+vegna allra galdra þinna og öflugra særinga.*+ 10  Þér fannst þú vera örugg í illsku þinni. Þú sagðir: „Enginn sér til mín.“ Viska þín og þekking leiddi þig afvegaog þú hugsar með þér: „Það jafnast enginn á við mig.“ 11  En ógæfa kemur yfir þigog engir galdrar þínir geta afstýrt því. Þú lendir í raunum og kemst ekki undan þeim. Eyðing sem þú hefur aldrei kynnst kemur skyndilega yfir þig.+ 12  Haltu bara áfram öllum göldrum þínum og særingum+sem þú hefur stundað frá æsku. Kannski getur það gagnast þér,kannski geturðu hrætt einhvern með þeim. 13  Allir ráðgjafar þínir hafa þreytt þig. Nú ættu þeir að ganga fram og bjarga þér,þeir sem dýrka himininn og* horfa á stjörnurnar,+þeir sem boða á nýju tungliþað sem kemur yfir þig. 14  Þeir eru eins og hálmurog eldur mun brenna þá upp til agna. Þeir geta ekki bjargað sjálfum sér úr logunum. Þetta eru engar glóðir til að ylja sér viðeða eldur til að sitja við. 15  Þannig fer fyrir galdramönnum þínum,þeim sem þú hefur stritað með frá æsku. Þeir hverfa hver í sína áttina.* Enginn kemur þér til bjargar.+

Neðanmáls

Eða hugsanl. „og ég tek ekki vinsamlega á móti nokkrum manni“.
Eða hugsanl. „þrátt fyrir alla galdra þína og öflugar særingar“.
Eða hugsanl. „þeir sem skipta himninum og; stjörnuspekingarnir sem“.
Orðrétt „til sinna heimaslóða“.