Jesaja 7:1–25
7 Á dögum Akasar,+ konungs í Júda, sonar Jótams, sonar Ússía, héldu Resín Sýrlandskonungur og Peka+ Remaljason Ísraelskonungur í herferð upp til Jerúsalem en þeir gátu* ekki unnið hana.+
2 Konungsætt Davíðs barst þessi tilkynning: „Sýrland hefur gert bandalag við Efraím.“
Og hjarta Akasar og hjörtu fólksins skulfu af hræðslu eins og skógartré í vindi.
3 Jehóva sagði þá við Jesaja: „Taktu með þér Sear Jasúb* son þinn+ og farðu til móts við Akas við enda vatnsleiðslunnar úr efri tjörninni,+ við veginn að þvottavellinum.
4 Segðu við hann: ‚Gættu þess að halda ró þinni. Misstu ekki kjarkinn og vertu ekki hræddur við þessa tvo hálfbrunnu viðarbúta, við brennandi reiði Resíns og Sýrlands og sonar Remalja.+
5 Sýrland hefur ásamt Efraím og syni Remalja illt í hyggju gegn þér og segir:
6 „Höldum gegn Júda, rífum landið í tætlur* og leggjum það undir okkur,* og gerum síðan son Tabeels að konungi yfir því.“+
7 Þetta segir alvaldur Drottinn Jehóva:
„Þetta heppnast ekkiog það mun aldrei gerast.
8 Damaskus er höfuð Sýrlandsog Resín höfuð Damaskus.
Innan 65 áraverður Efraím gersigrað og hættir að vera þjóð.+
9 Samaría+ er höfuð Efraímsog sonur Remalja+ höfuð Samaríu.
Ef þið hafið ekki sterka trúmunuð þið ekki standast.“‘“
10 Jehóva hélt áfram og sagði við Akas:
11 „Biddu Jehóva Guð þinn um tákn.+ Það má vera djúpt niðri í gröfinni* eða hátt uppi á himni.“
12 En Akas svaraði: „Ég ætla ekki að biðja um neitt né reyna Jehóva.“
13 Þá sagði Jesaja: „Hlustið, afkomendur Davíðs. Er ekki nóg að þið reynið á þolinmæði manna? Þurfið þið líka að reyna á þolinmæði Guðs?+
14 Þess vegna ætlar Jehóva sjálfur að gefa ykkur tákn: Unga konan verður barnshafandi og fæðir son+ og hún mun nefna hann Immanúel.*+
15 Þegar hann hefur vit á að hafna hinu illa og velja hið góða mun hann nærast á smjöri og hunangi.
16 Áður en drengurinn hefur lært að hafna hinu illa og velja hið góða verður land konunganna tveggja sem þú óttast yfirgefið með öllu.+
17 Jehóva lætur slíka daga koma yfir þig, þjóð þína og ætt föður þíns að annað eins hefur ekki gerst síðan Efraím sleit sig frá Júda.+ Hann sendir Assýríukonung gegn þér.+
18 Á þeim degi blístrar Jehóva á flugurnar við fjarlægar kvíslir Nílar í Egyptalandi og á býflugurnar í Assýríu.
19 Þær koma og setjast að í bröttum dalshlíðunum, klettaskorunum, á öllum þyrnirunnum og við öll vatnsból.
20 Á þeim degi mun Jehóva raka bæði höfuð og fótleggi með rakhníf leigðum af svæðinu við Fljótið* – með Assýríukonungi+ – og hann mun einnig raka skeggið af.
21 Þann dag á maður aðeins eina kvígu og tvær kindur.
22 Þar sem nóg verður af mjólk borðar hann smjör, já, allir sem eftir eru í landinu borða smjör og hunang.
23 Þann dag vaxa aðeins þyrnirunnar og illgresi þar sem áður uxu 1.000 vínviðir, 1.000 silfursikla virði.
24 Menn fara þangað með boga og örvar því að allt landið er þakið þyrnirunnum og illgresi.
25 Þú forðast fjöllin sem áður voru hreinsuð með hlújárni því að þú hræðist þyrnirunnana og illgresið. Þau verða beitiland fyrir naut og tröðkuð niður af sauðfé.“
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „hann gat“.
^ Sem þýðir ‚aðeins leifar snúa aftur‘.
^ Eða hugsanl. „ógnum landinu“.
^ Eða „brjótumst gegnum múrana“. Orðrétt „kljúfum það“.
^ Á hebr. Sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
^ Sem þýðir ‚Guð er með okkur‘.
^ Það er, Efrat.