HALTU VÖKU ÞINNI
Háttsettur læknir varar við áhrifum samfélagsmiðla á ungt fólk – hvað segir Biblían?
Hinn 23. maí 2023 varaði landlæknir Bandaríkjanna við því að samfélagsmiðlar hafi skaðleg áhrif á mörg ungmenni.
„Samfélagsmiðlar geta reynst sumum börnum og unglingum gagnlegir en sterkar vísbendingar eru um að þeir geti líka haft skaðleg áhrif á geðheilsu og vellíðan barna og unglinga.“ – Social Media and Youth Mental Health: The U.S. Surgeon General’s Advisory, 2023.
Í skýrslunni er vitnað í rannsóknir sem gefa tilefni til að hafa áhyggjur.
Unglingar á aldrinum 12 til 15 ára „sem nota samfélagsmiðla meira en 3 klukkutíma á dag eru tvöfalt líklegri til að eiga við geðræn vandamál að stríða eins og þunglyndi og kvíða“.
Meðal 14 ára unglinga var „mikil notkun samfélagsmiðla ávísun á svefnörðugleika, einelti á netinu, slæma líkamsímynd, lélegt sjálfsmat og þunglyndi. Meira bar á þessum einkennum hjá stúlkum en drengjum.“
Hvernig geta foreldrar verndað börn sín fyrir þessum hættum? Biblían veitir góð ráð.
Hvað geta foreldrar gert?
Veitið aðhald. Vegið og metið áhættuna og ákveðið hvort þið leyfið barninu að nota samfélagsmiðla.
Ráð Biblíunnar: „Fræddu barnið um veginn sem það á að ganga.“ – Orðskviðirnir 22:6.
Nánari upplýsingar er að finna í greininni „Should My Child Use Social Media?“
Ef þú leyfir barninu að nota samfélagsmiðla skaltu vera vakandi fyrir hugsanlegum hættum og fylgjast með netnotkun barnsins. Hvernig?
Verndaðu barnið fyrir skaðlegu efni. Kenndu barninu að bera kennsl á skaðlegt efni og forðast það.
Ráð Biblíunnar: „Kynferðislegt siðleysi og hvers kyns óhreinleiki eða ágirnd á ekki einu sinni að koma til tals meðal ykkar … Forðist líka skammarlega hegðun, heimskulegt tal og grófa brandara.“ – Efesusbréfið 5:3, 4.
Góð ráð er að finna í greininni „Teaching Your Teenager Social Media Safety“.
Settu takmörk. Settu til dæmis reglur um það hvenær og hve lengi barnið má nota samfélagsmiðla.
Ráð Biblíunnar: ‚Gætið þess vandlega að þið hegðið ykkur eins og skynsamar manneskjur og notið tímann sem best.‘ – Efesusbréfið 5:15, 16.
Horfðu á töfluteikninguna Skynsemi á samskiptasíðum til að sýna barninu fram á hvers vegna er nauðsynlegt að setja sér takmörk.