Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

kovop58/stock.adobe.com

HALTU VÖKU ÞINNI

Geta Ólympíuleikarnir í raun og veru sameinað fólk? – Hvað segir Biblían?

Geta Ólympíuleikarnir í raun og veru sameinað fólk? – Hvað segir Biblían?

 Áætlað er að um 5. milljarðar manna muni horfa á íþróttamenn frá þeim 206 löndum sem keppa á Sumarólympíuleikunum 2024 á meðan á þeim stendur. „Við erum hluti af viðburði sem sameinar heiminn í friði,“ sagði Thomas Bach forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Fögnum þessum ólympíuanda, að lifa í friði sem mannkyn, sameinuð í fjölbreytileikanum.“

 Geta Ólympíuleikarnir náð svona göfugu markmiði? Er von um raunverulegan frið og einingu?

Veita þeir frið og einingu?

 Ólympíuleikarnir í ár hafa snúist um meira en bara íþróttir. Leikarnir hafa vakið athygli á félagslegum og stjórnmálalegum málum sem sundra fólki. Þessi mál eru meðal annars um mannréttindi, kynþáttafordóma, mismunum vegna trúar og ójöfnuð.

 Alþjóðlegir íþróttaviðburðir eins og Ólympíuleikarnir veita afþreyingu. En þessir viðburðir vekja líka athygli á og ýta undir hegðun og hugsanagang sem sundrar frekar en að stuðla að friði og einingu.

 Biblían sagði fyrir um eiginleika fólks sem gerir heiminum erfitt fyrir að vera sameinaður. (2. Tímóteusarbréf 3:1–5) Lestu greinina „Sagði Biblían fyrir um hugsunarhátt og hegðun fólks á okkar tímum?“ til að læra meira um þennan spádóm Biblíunnar.

Raunveruleg von um heimsfrið og einingu

 Biblían gefur trausta von um heimsfrið og einingu. Hún lofar að allt fólk verði sameinað undir himneskri stjórn sem kallast „ríki Guðs“. – Lúkas 4:43; Matteus 6:10.

 Konungur þess ríkis, Jesús Kristur, mun koma á heimsfriði. Biblían segir:

  •   „Á hans dögum mun hinn réttláti blómstra og friðurinn verður allsráðandi.“ – Sálmur 72:7.

  •   „Hann bjargar hinum fátæka sem hrópar á hjálp … Hann frelsar þá undan kúgun og ofbeldi.“ – Sálmur 72:12, 14.

 Kenningar Jesú hafa sameinað milljónir manna í 239 löndum. Sem kristnir einstaklingar hafa vottar Jehóva um allan heim lært að vera friðsamir. Lestu tölublað Varðturnsins sem ber heitið „Vítahringur haturs rofinn“ til að komast að því hvernig þeir gera það.