BOÐUNARÁTAK FYRIR MINNINGARHÁTÍÐINA
Jesús mun binda enda á fátækt
Meðan Jesús var á jörðinni sýndi hann að hann elskaði fólk heitt, og honum var sérstaklega annt um fátæka og þjáða. (Matteus 9:36) Hann fórnaði meira að segja lífi sínu í þágu annarra. (Matteus 20:28; Jóhannes 15:13) Innan skamms sýnir hann aftur kærleika sinn í garð fólks þegar hann notar vald sitt sem konungur Guðsríkis til að binda enda á fátækt um allan heim.
Biblían lýsir á ljóðrænan hátt því sem Jesús á eftir að gera:
„Megi hann verja hina bágstöddu meðal þjóðarinnar, bjarga börnum fátækra og kremja kúgarann.“ – Sálmur 72:4.
Hvernig getum við sýnt að við séum þakklát fyrir allt sem Jesús hefur gert og ætlar að gera fyrir okkur? Í Lúkasi 22:19 segir Jesús fylgjendum sínum að minnast dauða síns. Þess vegna safnast vottar Jehóva saman á dánardegi hans á hverju ári. Við bjóðum þér að minnast dauða Jesú með okkur sunnudaginn 24. mars 2024.