LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Jehóva, þér treysti ég
Það er mikilvægt fyrir okkur að treysta á Jehóva, bæði þegar vel gengur og þegar eitthvað bjátar á. (Slm 25:1, 2) Á áttundu öld f.Kr. stóðu Gyðingar í Júda frammi fyrir erfiðleikum og þá reyndi á hvort þeir treystu Guði. Við getum lært margt af því sem gerðist þá. (Róm 15:4) Horfðu á kvikmyndina Jehóva, þér treysti ég og svaraðu síðan eftirfarandi spurningum.
-
Hvaða erfiðleikum stóð Hiskía frammi fyrir?
-
Hvernig heimfærði Hiskía meginregluna í Orðskviðunum 22:3 þegar hann sá fram á umsátur?
-
Hvers vegna fannst Hiskía það ekki koma til mála að gefast upp fyrir Assýríu eða gera bandalag við Egyptaland?
-
Að hvaða leyti er Hiskía gott fordæmi fyrir þjóna Jehóva?
-
Hvaða aðstæður reyna á traust okkar til Jehóva?