LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Guð og Kristur veita okkur frelsi í framtíðinni
Hvað þarft þú að glíma við dagsdaglega? Ertu fjölskyldufaðir með margs konar ábyrgð? Ertu einstætt foreldri sem átt erfitt með að ná endum saman? Ertu barn eða unglingur í skóla sem verður fyrir áreiti skólafélaganna? Þarftu að glíma við slæma heilsu eða áhrif öldrunar? Allir glíma við eitthvað. Margir í söfnuðinum þurfa að takast á við fleiri en eina prófraun samtímis. Það er stutt þar til Jehóva veitir okkur frelsi og þá munum við losna við þessa erfiðleika. – 2Kor 4:16–18.
Þangað til er hughreystandi að vita að Jehóva skilur hvað við erum að takast á við. Hann kann að meta trúfesti okkar og þolgæði og veitir okkur stórkostlega blessun í framtíðinni. (Jer 29:11, 12) Jesú er líka annt um okkur. Ef við rækjum kristnar skyldur okkar getum við treyst loforði hans: „Ég er með ykkur.“ (Mt 28:20) Þegar við stöldrum við og íhugum frelsið sem bíður okkar undir stjórn Guðsríkis verður von okkar enn sterkari og við verðum staðráðin í að halda út frá degi til dags. – Róm 8:19–21.
SPILAÐU MYNDSKEIÐIÐ HORFÐU EINBEITTUR TIL JESÚ ÞEGAR STORMURINN NÁLGAST OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
-
Hvernig fjarlægðist mannkynið Guð og með hvaða afleiðingum?
-
Hvaða framtíð bíður þeirra sem eru Jehóva trúir?
-
Hvernig getur þessi dásamlega framtíð orðið að veruleika?
-
Hvaða blessunar í nýja heiminum hlakkar þú sérstaklega til?