Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI

Hjálpum biblíunemendum að sækja samkomur

Hjálpum biblíunemendum að sækja samkomur

Safnaðarsamkomur eru nauðsynlegur þáttur í sannri tilbeiðslu. (Sl 22:23) Allir sem safnast saman til að tilbiðja Jehóva njóta gleði og blessunar. (Sl 65:5) Biblíunemendur taka yfirleitt hraðar framförum þegar þeir sækja samkomur að staðaldri.

Hvernig getur þú hjálpað biblíunemendum þínum að sækja samkomur? Vertu duglegur að bjóða þeim. Sýndu þeim myndskeiðið Hvernig fara samkomur okkar fram? Útskýrðu hvers vegna það er ánægjulegt og gagnlegt að sækja samkomur. (lff kafli 10) Þú gætir nefnt dæmi um eitthvað sem þú hefur lært á samkomu eða bent á hvaða efni verður tekið fyrir næst. Láttu nemendur þína fá ritin sem verða notuð. Bjóddu þeim aðstoð. Kannski þurfa þeir far. Allt sem þú leggur á þig verður fyrirhafnarinnar virði þegar nemandi sækir samkomu í fyrsta skipti. – 1Kor 14:24, 25.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HJÁLPAÐU BIBLÍUNEMENDUM ÞÍNUM AÐ … SÆKJA SAMKOMUR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Hvaða tækifæri greip Nína til að bjóða Jónínu á safnaðarsamkomu?

  • Hvers vegna gleðjumst við þegar biblíunemandi sækir samkomur?

  • „Guð er sannarlega hjá ykkur.“

    Hvernig leið Jónínu þegar hún sótti samkomu í fyrsta skipti?