Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Tökum framförum í að boða trúna – búðu til þína eigin blaðakynningu

Tökum framförum í að boða trúna – búðu til þína eigin blaðakynningu

AF HVERJU ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Enda þótt kynningartillögurnar í vinnubókinni fyrir samkomur innihaldi góðar hugmyndir, þá eru þetta bara tillögur. Þú ættir að nota þín eigin orð. Þér finnst kannski betra að nota aðra aðferð eða annað efni sem höfðar betur til fólks á svæðinu. Ef sú er raunin skaltu nota eftirfarandi tillögur til að búa til þína eigin kynningu eftir að hafa lesið blöðin, skoðað kynningartillögurnar og horft á myndskeiðin.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

Ætlarðu að nota eina af kynningartillögunum?

  • Semdu inngangsorð. Eftir að hafa heilsað á hefðbundinn hátt skaltu útskýra stuttlega tilgang heimsóknarinnar. (Dæmi: „Ég er að banka upp á hjá fólki til að ...“)

  • Veltu fyrir þér hvernig þú ætlar að tengja saman spurninguna, biblíuversið og tilboðið. (Dæmi: Til að kynna biblíuvers gætirðu sagt: „Skýrt svar við þessari spurningu er að finna hér.“)

NEI

  • Veldu efni í blaðinu sem vekur áhuga þinn og þú heldur að höfði til fólks á starfsvæðinu.

  • Veldu viðhorfsspurningu sem örvar hugsun og samræður en gerir húsráðandann ekki vandræðalegan. (Dæmi: Spurningarnar á bls. 2 í blöðunum.)

  • Veldu biblíuvers til að lesa. (Ef þú ert að bjóða Vaknið! ræðurðu hvort þú lest biblíuvers eða ekki, þar sem blaðið er hannað fyrir þá sem hafa litla biblíuþekkingu og vantreysta jafnvel trúarbrögðum.)

  • Settu saman eina eða tvær setningar sem útskýra hvers vegna það gæti verið gagnlegt fyrir húsráðandann að lesa greinina.

HVORT SEM ÞÚ VELUR

  • Undirbúðu spurningu til að svara í næstu heimsókn.

  • Skrifaðu hjá þér minnispunkta til að hjálpa þér að muna hvað þú ætlar að segja í næstu heimsókn.