LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hjálpaðu fjölskyldu þinni að muna eftir Jehóva
Jeremía fékk það verkefni að vara Gyðingana við yfirvofandi eyðingu, vegna þess að þeir höfðu gleymt Jehóva Guði. (Jer 13:25) Hvers vegna var samband þjóðarinnar við Jehóva orðið svona slæmt? Ísraelskar fjölskyldur höfðu í raun glatað sambandi sínu við Jehóva. Það var augljóst að höfuð fjölskyldnanna fóru ekki eftir leiðbeiningum Jehóva í 5. Mósebók 6:5-7.
Andlega sterkar fjölskyldur stuðla að stöðugleika í söfnuðum okkar. Höfuð fjölskyldunnar getur hjálpað fjölskyldu sinni að muna eftir Jehóva með því að hafa reglubundnar tilbeiðslustundir með innihaldsríkri dagskrá. (Slm 22:28) Eftir að hafa horft á myndskeiðið „These Words ... Must Be on Your Heart“ – viðtöl við fjölskyldur, skaltu svara eftirfarandi spurningum:
-
Hvernig hafa sumar fjölskyldur tekist á við algengar hindranir í tengslum við tilbeiðslustund fjölskyldunnar?
-
Hvaða umbun hefur það í för með sér að hafa reglubundnar tilbeiðslustundir með innihaldsríkri dagskrá?
-
Hvaða hindrunum mæti ég í sambandi við tilbeiðslustund fjölskyldunnar og hvernig ætla ég að bregðast við þeim?