26. mars–1. apríl
MATTEUS 25
Söngur 143 og bæn
Inngangsorð (3 mín. eða skemur)
FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS
„Vakið“: (10 mín.)
Matt 25:1-6 – Fimm hyggnar meyjar og fimm fávísar fóru til móts við brúðgumann.
Matt 25:7-10 – Fávísu meyjararnar voru fjarverandi þegar brúðguminn kom.
Matt 25:11, 12 – Aðeins hyggnu meyjunum var hleypt inn í brúðkaupið.
Gröfum eftir andlegum gimsteinum: (8 mín.)
Matt 25:31-33 – Útskýrðu dæmisöguna um sauðina og hafrana. (w15 15.3. 27 gr. 7)
Matt 25:40 – Hvernig getum við sýnt bræðrum Krists vináttu? (w09 15.10. 16 gr. 16-18)
Hvað hefurðu lært um Jehóva af biblíulestri vikunnar?
Nefndu aðra andlega gimsteina sem þú hefur fundið við biblíulestur vikunnar.
Biblíulestur: (4 mín. eða skemur) Matt 25:1-23
LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA
Önnur endurheimsókn: (3 mín. eða skemur) Byrjaðu á að nota tillöguna að umræðum. Bjóddu viðmælandanum á minningarhátíðina.
Þriðja endurheimsókn: (3 mín. eða skemur) Veldu biblíuvers og bjóddu námsrit.
Ræða: (6 mín. eða skemur) w15 15.3. 27 gr. 7-10 – Stef: Hvernig leggur dæmisagan um sauðina og hafrana áherslu á boðunina?
LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
„Tökum framförum í að boða trúna – kennum nemendum okkar að undirbúa sig“: (10 mín.) Ræða með þátttöku áheyrenda. Síðan skaltu spila og ræða um myndskeiðið sem sýnir boðbera kenna biblíunemanda sínum að undirbúa sig fyrir biblíunámskeiðið. Bjóddu áheyrendum að nefna annað sem þeir hafa notað til að hjálpa nemendum sínum að undirbúa sig.
Bjóðum gesti velkomna: (5 mín.) Ræða byggð á grein í vinnubókinni Líf okkar og boðun, mars 2016. Segðu nokkrar góðar starfsfrásögur frá tímabilinu í kringum minningarhátíðina 2017. Bentu á nauðsynlegar upplýsingar í sambandi við bílastæði, aðkomu að húsinu og þess háttar í tengslum við minningarhátíðina 31. mars.
Safnaðarbiblíunám: (30 mín.) lv kafli 5 gr. 16-23
Upprifjun og síðan kynning á efni næstu viku (3. mín.)
Söngur 79 og bæn