Óvirkar reykingar
Óvirkar reykingar
ÞEIR sem ekki reykja eru oft tilneyddir að anda að sér tóbaksreyk frá þeim sem reykja. Stundum er talað um það sem óvirkar reykingar. Komið hefur í ljós að veruleg áhætta fylgir því að búa við slíkt til langframa. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna í Ástralíu, sem birtar voru nýverið, kosta þessar óvirku reykingar þúsundir manna lífið þar í landi. Talið er að „yfir 1000 Ástralir, sem ekki reykja, deyi árlega af völdum hjartasjúkdóma er rekja megi til óvirkra reykinga,“ að sögn dagblaðsins The Australian. Blaðið bendir á að þessi ‚notaði‘ reykur innihaldi kolmónoxíð og nikótín sem dragi úr skilvirkni hjartans og „hæfni blóðsins til að flytja hjartanu og líkamanum öllum súrefni.“ Að lokum sagði í niðurstöðunum að „á móti hverjum átta reykingamönnum, sem tóbakið drepur, deyr einn, sem ekki reykir, af völdum tóbaksreyks frá öðrum.“