„Læknar endurskoða afstöðu sína til blóðgjafa“
„Læknar endurskoða afstöðu sína til blóðgjafa“
„Áætlun til hjálpar vottum Jehóva reynist öllum til góðs“
Undir þessari fyrirsögn í bandaríska dagblaðinu Rocky Mountain News segir Kris Newcomer sem skrifar um læknisfræði: „Yfir 100 læknar í Denver hafa tekið höndum saman um að aðstoða trúfélag votta Jehóva sem álítur blóð heilagt efni er megi ekki gefa eða veita í æð við skurðaðgerð eða aðra læknismeðferð.“ Dr. Greg Van Stiegmann, við Áætlun um skurðaðgerðir og læknismeðferð án blóðs við Háskólaspítalann í Denver í Colorado, segir: „Það sem gerðist var að við söfnuðum saman háskólamönnum sem eru fúsir til að breyta um starfsaðferðir.“
Van Stiegmann segir að áætluninni sé einkum ætlað að höfða til votta Jehóva, en þeir séu hins vegar ekki einir um að hafna blóði. Þeim fjölgar sífellt sem væru betur settir ef þeir fengju ekki blóð. „Við reynum allt hvað við getum að gefa engum blóð. . . . Allmargar rannsóknir sýna að langtímahorfur krabbameinssjúklinga, sem gangast undir skurðaðgerð, eru mun betri ef þeim er ekki gefið blóð, hvorki fyrir né eftir aðgerð,“ segir Van Stiegmann.
Greinin heldur áfram: „Þessi afstöðubreyting nútímalæknavísinda eru kærkomnar fréttir fyrir þá hér um bil 10.000 votta Jehóva sem búa í Colorado. Í Gamla testamentinu er eftirfarandi ritningargrein: ‚Hold, sem sálin, það er blóðið, er í, skuluð þér ekki eta,‘ og í hugum vottanna merkir hún að ekki skuli innbyrða blóð með nokkrum hætti, ekki heldur í æð.“