Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þar sem kýrnar fljúga

Þar sem kýrnar fljúga

Þar sem kýrnar fljúga

HVASSIR vindar Hjaltlandseyja vöktu heimsathygli þann 5. janúar 1993. Stormurinn hreif þá með sér Braer, 243 metra langt, 45.000 tonna olíuskip, og hrakti það upp að strönd þessa klettótta útvarðar norður af Skotlandi. Áður en vika var liðin hafði hvassviðrið og öldurnar brotið þetta stóra skip í fernt.

Ýlfrandi stormar eru Hjaltlendingum engin nýlunda. Þessi afskekkti eyjaklasi, sem í eru um 100 eyjar, þar af innan við 20 byggðar, liggur berskjaldaður fyrir ísköldum stormum sem æða óhindraðir yfir hafið norðan frá Íslandi.

Eins og við er að búast eru eyjaskeggjar ýmsu vanir. The Wall Street Journal hafði eftir manni einum: „Kannski ættu að vera aðvörunarskilti á Hjaltlandeyjum: Varúð — fljúgandi kýr.“ Fyrir nokkrum árum hafði ein af kúm kunningja hans hreinlega fokið úr bithaganum. Annar eyjaskeggi, sem er vísindamaður, sagðist hafa séð köttinn sinn „fljúga“ eina 5 metra í vindinum — en hann kom auðvitað alltaf niður á fæturna. Algengt er að bíleigendur þyngi bíla sína sem þungum efnum, svo sem kolum, til að koma í veg fyrir að þeir fjúki út af vegum. Fólk hefur líka fokið fyrir vindinum og sumir jafnvel farist. Vindhviða, sem varð konu að bana, náði samkvæmt óopinberum tölum 323 kílómetra hraða miðað við klukkustund — en talan er óopinber vegna þess að sami stormur feykti hinum opinbera vindmæli burt!