Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hefur þú einhvern tíma hugleitt?

Hefur þú einhvern tíma hugleitt?

Hefur þú einhvern tíma hugleitt?

Trúir þú að maðurinn hafi ódauðlega sál sem lifir líkamsdauðann? Milljónir, kannski milljarðar manna trúa að maðurinn hafi sál sem flyst í annan heim eða tilverusvið við dauðann eða endurholdgast sem önnur lífvera. Hvað segir Biblían um sálina? Þér ættu að þykja eftirfarandi spurningar áhugaverðar og upplýsandi. Við leggjum til að þú athugir ritningarstaðina, sem vísað er til, eða flettir upp á blaðsíðu 30 til að leita svara.

1. Var Adam skapaður á himni eða á jörð? — 1. Mósebók 1:26-28.

2. Var Adam skapaður dauðlegur eða ódauðlegur? — 1. Mósebók 2:15-17.

3. Hefði Adam dáið ef hann hefði ekki óhlýðnast og syndgað? — Rómverjabréfið 6:23.

4. Sannaði framferði Adams að hann væri dauðlegur eða ódauðlegur? — 1. Mósebók 3:19; 5:5.

5. Glataði Adam jarðnesku heimili eða himnesku með synd sinni? — 1. Mósebók 1:26-28.

6. Ef Jesús kom til að endurreisa það sem glataðist með syndafalli Adams, hvað verður þá endurreist? — Sálmur 37:29; Rómverjabréfið 5:18, 19; Opinberunarbókin 21:1-4.

7. Var Adam tveir aðgreinanlegir hlutar, sál og líkami? — 1. Mósebók 2:7; 1. Korintubréf 15:45.

8. Ef þú trúir að Adam hafi verið sál og líkami, hvort var það sálin eða líkaminn sem syndgaði? — Sálmur 51:3-6.

9. Ef þú svarar „sálin,“ hvers vegna þarf líkaminn þá að þjást?

10. Ef þú svarar „líkaminn,“ hvers vegna þarf þá að frelsa sálina?

11. Ef maður kemst til himna við dauðann, sannar það þá ekki að synd og dauði sé blessun en ekki bölvun eins og Biblían segir? — Rómverjabréfið 5:12; 6:21-23.

12. Hvaða refsingu þurfti Adam að taka út fyrir synd sína — dauða eða áframhaldandi tilveru annars staðar? — 1. Mósebók 2:16, 17; 3:19.

13. Var ein refsing lögð á líkamann en önnur á sálina? — Prédikarinn 9:5, 10; Esekíel 18:4.

14. Lét Guð sér einu sinni detta í hug eilífar kvalir í vítiseldi? — Jeremía 7:31.

15. Hver eru laun syndarinnar að sögn Páls? — Rómverjabréfið 6:23.

16. Minnist Páll á eilífar kvalir í helvíti? — Rómverjabréfið 6:7.

17. Ef helvíti er til í alvöru, hvers vegna skyldi maður þjást þar að eilífu til að gjalda fyrir syndugt líferni á stuttri ævi? Er réttvísi Guðs minni en mannsins? — Rómverjabréfið 9:14.

18. Trúðu trúfastir menn fortíðarinnar að þeir hefðu sál sem færi annaðhvort til himna eða í logandi víti? — 1. Mósebók 37:35; Sálmur 89:49; Postulasagan 2:34.

19. Hver er raunveruleg von hinna dánu? — Jóhannes 5:28, 29; 11:23-26; Postulasagan 24:15.

20. Ef engin ódauðleg sál er til, hvernig geta þá sumir (144.000) ríkt með Kristi á himnum? — 1. Korintubréf 15:42-49, 53, 54; Opinberunarbókin 14:1, 4; 20:4. a

Hefur þú einhvern tíma hugleitt? Svör Biblíunnar

Hér fara á eftir sumir þeirra ritningarstaða sem vísað var til með spurningunum á bls. 12:

1. „Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, . . . hann skapaði þau karl og konu. . . . Guð sagði við þau: ‚Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna.‘“ — 1. Mósebók 1:27, 28.

2. „Af öllum trjám í aldingarðinum máttu eta eftir vild, en af skilningstrénu góðs og ills mátt þú ekki eta, því að jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja.“ — 1. Mósebók 2:16, 17.

3. „Laun syndarinnar er dauði, en náðargjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ — Rómverjabréfið 6:23.

4. „Í sveita andlitis þíns skalt þú neyta brauðs þíns, þangað til þú hverfur aftur til jarðarinnar, því að af henni ert þú tekinn. Því að mold ert þú og til moldar skalt þú aftur hverfa!“ — 1. Mósebók 3:19.

5. Sjá nr. 1.

6. „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna . . . Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“ — Opinberunarbókin 21:3, 4.

7. „Þá myndaði [Jehóva] Guð manninn af leiri jarðar og blés lífsanda í nasir hans, og þannig varð maðurinn lifandi sál.“ (1. Mósebók 2:7) Orðið „sál“ er þýðing hebreska orðsins neʹfesh, „það sem andar.“ „Hinn fyrsti maður, Adam, varð að lifandi sál.“ Taktu eftir að hann „varð“ en ekki „fékk“ lifandi sál. — 1. Korintubréf 15:45.

8. „Synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum. Gegn þér einum hefi ég syndgað og gjört það sem illt er í augum þínum.“ — Sálmur 51:5, 6.

9, 10. Engra ritningastaða þörf.

11. „Syndin kom inn í heiminn fyrir einn mann og dauðinn fyrir syndina, og þannig er dauðinn runninn til allra manna, af því að allir hafa syndgað.“ — Rómverjabréfið 5:12.

12. Sjá nr. 4.

13. „Þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt . . . Í dánarheimum, þangað sem þú fer, er hvorki starfsemi né hyggindi né þekking né viska.“ (Prédikarinn 9:5, 10) „Sál föðurins eins og sál sonarins, mínar eru þær. Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja.“ — Esekíel 18:4.

14. „[Þeir hafa] byggt Tófet-fórnarhæðir . . . til þess að brenna sonu sína og dætur í eldi, sem ég hefi ekki boðið og mér hefir ekki í hug komið!“ — Jeremía 7:31.

15. Sjá nr. 3.

16. „Sá, sem dauður er, er leystur frá syndinni.“ — Rómverjabréfið 6:7.

17. „Hvað eigum vér þá að segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því.“ — Rómverjabréfið 9:14.

18. „Ekki steig Davíð upp til himna.“ — Postulasagan 2:34.

19. „Þá von hef ég til Guðs, sem þeir og sjálfir hafa, að upp muni rísa bæði réttlátir og ranglátir.“ — Postulasagan 24:15.

20. „Þetta forgengilega á að íklæðast óforgengileikanum og þetta dauðlega að íklæðast ódauðleikanum.“ Ef þarf að „íklæðast“ ódauðleika er hann ekki eðlislægur. (1. Korintubréf 15:53) „Enn sá ég sýn: Lambið stóð á Síonfjalli og með því hundrað fjörutíu og fjórar þúsundir, . . . Þeir voru leystir út úr hóp mannanna, frumgróði handa Guði og handa lambinu.“ — Opinberunarbókin 14:1, 4.

[Neðanmáls]

a Orðin „ódauðleg sál“ standa hvergi í Biblíunni. Orðið „ódauðleiki“ (á grísku aþanasiʹa) stendur aðeins þrisvar í Biblíunni og aldrei í sambandi við sálina. (1. Korintubréf 15:53, 54; 1. Tímóteusarbréf 6:16) Ítarlegri upplýsingar um það sem gerist við dauðann og raunverulega von hinna dánu er að finna í bókinni Rökrætt út af ritningunni, bls. 168-75 (Helvíti), 333-40 (Upprisa), 375-84 (Sál, andi), gefin út Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc.