„Vel unnið verk!“
„Vel unnið verk!“
ÞANNIG hljóðaði fyrirsögn í dagblaðinu St. Helena News. Vottar Jehóva höfðu endurtekið það. Þeir höfðu reist annan ríkissal á smáeynni Sankti Helenu sem liggur yfir 1600 kílómetrum vestur af Afríku. Byggingin stendur á hæð á svæði sem kallað er Half Tree Hollow og er stórfenglegt útsýni þaðan yfir Atlantshaf.
Byggingareftirlitsmaðurinn og slökkviliðsstjórinn hrósuðu vottunum. „Þið hafið unnið frábært starf,“ sagði fyrrverandi landstjóri. „Þetta er skólabókardæmi,“ bætti rafmagnseftirlitsmaðurinn við.
Vígsla hússins var ákveðin laugardaginn 9. janúar 1993. Með tilkynningum í útvarpi var öllum eyjarskeggjum, sem eru um 6000, boðið að koma. En tækist hinum litla vottahópi, um 150 talsins, að ljúka verkinu í tæka tíð? Sarel Hart, farandumsjónarmaður frá Suður-Afríku, útskýrir: „Við urðum býsna áhyggjufullir síðdegis þann áttunda þegar enn vantaði mörg bílhlöss til að jafna innkeyrsluna.“ Hvernig var hægt að fá vörubíla, tæki og nægilegt uppfyllingarefni á elleftu stundu? Hart heldur áfram: „Jehóva heyrði hljóðar bænir okkar. Verktakinn, sem sá fyrir uppfyllingarefninu, sagði við bræðurna: ‚Þið báðuð um fimm hlöss. Ég veit að þið þurfið meira. Ég er hættur að telja — látið bílana bara keyra þangað til þið hafið fengið nóg.‘ Það var klukkan fjögur síðdegis sem maður á traktorsgröfu ók fram hjá á heimleið. Einn af vottunum stöðvaði hann og útskýrði vandann sem þeir áttu í. ‚Borgið mér bara yfirvinnukaup,‘ sagði hann og beygði inn í innkeyrsluna og jafnaði úr hlössunum jafnskjótt og vörubílarnir losuðu þau. Á innan við þrem klukkustundum breyttist óslétt aðkeyrslan að ríkissalnum í slétta braut.“
Næsta dag voru alls 328 — yfir 5 af hundraði eyjarbúa — viðstaddir vígsluræðuna. Meðal áheyrenda var stjórnarritari eyjarinnar og einn af stjórnarráðgjöfum hennar, og anglíkanski biskupinn sendi einnig heillaóskir sínar.
[Kort á blaðsíðu 31]
[Sjá uppraðaðan texta í blaðinu]
Afríka
Sankti Helena
[Mynd á blaðsíðu 31]
Nýi ríkissalurinn