Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Ég tek ofan fyrir ykkur öllum“

„Ég tek ofan fyrir ykkur öllum“

„Ég tek ofan fyrir ykkur öllum“

ÞETTA stóð í bréfi frá heittrúuðum kaþólikka í Fairhope í Alabama í Bandaríkjunum, og hann var að tala um votta Jehóva, sem höfðu heimsótt hann, og um rit sem þeir höfðu fært honum.

„Tímaritin Varðturninn og Vaknið! eru afbragðsvel skrifuð og efnið frábært,“ sagði hann. „Ég er alltaf ánægður þegar einhver kemur frá ykkur og færir mér eintak af þeim. Og ég les þau bæði.

Þið eruð viðkunnanleg og háttvís og ég nýt þess að hitta fólk sem gerir vilja Guðs (Jehóva) með brosi á vör. Síðast bönkuðu tveir krakkar upp á hjá mér, kynntu sig og buðu mér blöðin. Ég þakkaði þeim fyrir og mér fannst notalegt að sjá unga krakka vinna gott verk í stað þess að vera til vandræða.

Ég er trúaður kaþólikki . . . en ég dáist að því mikla starfi sem samtök ykkar og fólkið ykkar innir af hendi. Ég segi það í fullri einlægni að ég nýt þess að lesa blöðin frá ykkur og dáist að þessu yndislega brosmilda fólki frá ykkur . . . Ég tek ofan fyrir ykkur öllum. Haldið áfram á sömu braut.“

Vottar Jehóva gefa einnig út ýmis sérhæfð rit. Eitt þeirra er 32 blaðsíðna bæklingur sem heitir Hvers krefst Guð af okkur? Hann skiptist í 16 námskafla sem fjalla um undirstöðukenningar Biblíunnar og gera grein fyrir því hvað við þurfum að gera til að hljóta velþóknun Guðs. Útfylltu miðann hér að neðan og sendu ef þú vilt fá ókeypis eintak.