„Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum“ — hvenær?
„Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum“ — hvenær?
VIÐ byggingu Sameinuðu þjóðanna í New York stendur stytta af manni sem er að smíða plógjárn úr sverði. Hún er byggð á biblíuspádómum í Jesaja kafla 2 versi 4 og Míka kafla 4 versi 3. Hvenær og hvernig uppfyllast þessi orð?
„Vopnasalan í heiminum fór upp í 30 milljarða dollara,“ stóð í fyrirsögn nýlegrar fréttar í dagblaðinu The New York Times. Hverjir voru helstu framleiðendur allra þessara vopna árið 1999? Bandaríkin höfðu forystuna og seldu fyrir 11,8 milljarða dollara. Rússland var í öðru sæti með innan við helmingi minni sölu. Rússar höfðu þó næstum tvöfaldað söluna frá árinu á undan. Þar á eftir voru Þýskaland, Kína, Frakkland, Bretland og Ítalía. Þessi sama frétt sagði í framhaldinu: „Eins og áður voru um það bil tveir þriðju allra vopna seldir til þróunarlandanna.“
Hundruð milljóna manna hafa fallið eða særst í tveim heimsstyrjöldum og mörgum öðrum stórstyrjöldum 20. aldar. Þetta vekur spurninguna: Hvenær ætli þjóðirnar læri að temja sér frið í stað styrjalda? Biblían bendir á að þessi breyting í átt til friðar verði „á hinum síðustu dögum.“ (Jesaja 2:2) Þessi spádómur er meira að segja að rætast nú þegar því að næstum sex milljónir votta Jehóva eru ‚lærisveinar Jehóva‘ og njóta þar af leiðandi „mikils friðar.“ — Jesaja 54:13.
Jehóva fjarlægir bráðlega öll vopn og stöðvar allar styrjaldir með því að „eyða þeim, sem jörðina eyða.“ Þá verða allir vopnasalar og stríðsmangarar horfnir. Ef þú vilt vita meira um þessa stórkostlegu breytingu hafðu þá samband við votta Jehóva á svæðinu eða skrifaðu útgefendum þessa tímarits. Þú finnur heimilisfangið á bls. 5. — Opinberunarbókin 11:18.