„Traustvekjandi og trústyrkjandi“
„Traustvekjandi og trústyrkjandi“
NÝLOKIÐ ER NOKKRA MÁNAÐA NÁMI í fornsögu og spádómum Daníelsbókar, en það var liður í hinni alþjóðlegu biblíufræðslu sem vottar Jehóva standa fyrir. Eftirfarandi þakkarbréf barst frá Póllandi:
„Okkur hefur lengi langað að fá nákvæman skilning á spádómum Daníelsbókar í Biblíunni. Nú hefur þessari löngun verið svalað. Biblíunámsritið Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar einkennist af einfaldri röksemdafærslu, skýru máli og áhrifamiklum útskýringum. Það nær vel til hugans og hjartans og hefur styrkt það traust okkar að ásetningur Guðs uppfyllist á tilsettum tíma. Þetta frábæra námsgagn er bæði traustvekjandi og trústyrkjandi.“
Hefur efahyggja nútímans og sú óréttmæta gagnrýni á biblíusöguna, sem af henni leiðir, angrað þig? Ef svo er mun bókin Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar bæði heilla þig og hlýja hjarta þitt. Þú getur eignast bókina með því að útfylla og senda meðfylgjandi miða til Varðturnsins, Sogavegi 71, 108 Reykjavík.
◻ Vinsamlegast sendið mér bókina Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar.
◻ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.
[Mynd credit line á blaðsíðu 32]
Persnesk skrautrönd: Úr bókinni The Coloured Ornament of All Historical Styles; Alexander mikli: Musei Capitolini, Róm; kefli: Myndað með góðfúslegu leyfi British Museum.