„Hún er einmitt það sem við þurftum á að halda“
„Hún er einmitt það sem við þurftum á að halda“
Þetta sagði móðir á Ítalíu þegar hún fékk bókina Lærum af kennaranum mikla. „Ég gat ekki haldið aftur af tárunum,“ sagði hún. Síðan sagði hún um dóttur sína: „Hún er ekki læs enn þá en myndirnar hjálpa henni að muna eftir aðalatriðunum. Hún fylgist með af athygli því að bókin er skrifuð eins og samtal við lesandann og hún tjáir sig oft um efnið. Við hefðum ekki getað fengið betri gjöf.“
Faðir á Ítalíu sagði frá því að hann og konan hans hefðu verið að velta því fyrir sér hvernig þau ættu að útskýra kynferðismál fyrir ungum syni sínum. „Þegar þessi nýja bók var gefin út fannst okkur eins og Guð hefði skynjað áhyggjur okkar,“ sögðu þau. „Eftir að hafa skoðað hana ræddum við um það hve mikið hún myndi hjálpa syni okkar að rökhugsa og draga réttar ályktanir.“
Ung kona í Japan, sem hafði orðið fyrir kynferðisofbeldi sem barn, skrifaði bréf til að þakka fyrir bókina og sagði: „Ég grét ákaft og gat ekki hætt að þakka Jehóva fyrir bókina. Hún fjallar á opinskáan og ítarlegan hátt um það sem börn gætu staðið frammi fyrir á þessum vondu tímum. Spurningarnar fá börnin til segja hvað þeim býr í brjósti. Kafli 32 er einstakt hjálpargagn til að vernda börnin gegn vondu fólki. Líf mitt hefði geta verið öðruvísi ef ég hefði haft aðgang að jafn beinskeyttu fræðsluefni fyrir 20 árum.“
Með því að útfylla og senda miðann hér að neðan getur þú fengið eintak af þessari fallega myndskreyttu bók sem er í sama broti og þetta blað.
□ Vinsamlegast sendið mér þessa bók án allra skuldbindinga.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varðandi ókeypis biblíunámskeið.