Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Kennari skiptir um skoðun

Kennari skiptir um skoðun

Kennari skiptir um skoðun

◼ Fyrir nokkrum árum bað kennslukona í borginni Batumi í Georgíu, nemendur sína um að fara með boðorðin tíu. Henni til mikillar undrunar gat einn nemendanna, sem heitir Anna, farið rétt með þau. Hún gat einnig svarað fleiri spurningum út frá Biblíunni. Kennarinn spurði hana forvitinn hvernig stæði á því að hún vissi svona mikið. Þegar Anna sagði að hún væri að kynna sér Biblíuna með vottum Jehóva, stöðvaði kennarinn hana skyndilega og sagði að sér fyndist þeir vera ofsatrúarmenn.

Við annað tækifæri bað kennarinn nemendur sína um að skrifa ritgerð um lífið í Georgíu og þau vandamál sem fólk býr við þar. Í lokaorðum ritgerðar sinnar skrifaði Anna: „Öll viðleitni manna til að bæta þjóðfélagið á róttækan hátt mun mistakast vegna þess að í Jeremía 10:23 segir: ‚Enginn maður ræður för sinni, enginn stýrir skrefum sínum á göngunni.‘ Vandamál manna verða því einungis leyst fyrir tilstuðlan Guðsríkis.“

Daginn eftir hrósaði kennarinn Önnu fyrir ritgerðina og sagði við bekkinn: „Ritgerðin hennar Önnu var afar vel unnin og hún notaði sín eigin orð. Það var ánægjulegt að lesa hana. Í ritgerðinni útskýrir hún hvernig ástand heimsins geti breyst til hins betra.“ Framkoma Önnu hafði líka mikil áhrif á kennarann sem hrósaði henni fyrir framan allan bekkinn fyrir góða mannasiði og snyrtilegan klæðaburð.

Dag einn þegar vottar Jehóva bönkuðu upp á hjá konunni sagði hún að áður hefði hún haldið að þeir væru ofsatrúarmenn en hefði síðan skipt um skoðun vegna nemenda síns sem héti Anna. Árið 2007 var kennarinn viðstaddur minningarhátíðina um dauða Jesú Krists, sem Vottar Jehóva halda, og hlustaði á dagskrána með athygli.

Eftir minningarhátíðina viðurkenndi kennarinn að sér þætti mikið til þess koma hversu vel vottar Jehóva væru að sér í Biblíunni. Kennarinn er nú að kynna sér Biblíuna með vottunum. Þú hefur án efa, eins og þessi kennari, opinn huga fyrir því að skoða hvað liggur að baki hegðun og trúarskoðunum annarra. Hvers vegna ekki að biðja votta Jehóva um ókeypis biblíunámskeið?

[Mynd á blaðsíðu 9]

Anna að skrifa ritgerðina sína.