Höldum vöku okkar
Höldum vöku okkar
Landsmót Votta Jehóva
◼ Vottar Jehóva halda þriggja daga landsmót dagana 7. til 9. ágúst. Dagskráin hefst með tónlist kl. 9:20 alla þrjá dagana. Stef föstudagsins er: „Verið . . . viðbúin“ og er byggt á Matteusi 24:44. Eftir að fundarstjóri hefur ávarpað mótsgesti verða fluttar ræðurnar: „Mótin hjálpa okkur að vera árvökul“ og „Jehóva — Guð sem ‚ræður tímum og tíðum‘“. Þessu næst verður flutt ræðusyrpa sem nefnist: „Líkjum eftir trúum þjónum Guðs sem héldu vöku sinni“ en í henni verður rætt um hvernig Nói, Móse og Jeremía fóru að. Morgundagskránni lýkur svo á stefræðu mótsins sem nefnist: „Jehóva hjálpar okkur að halda vöku okkar.“
Fyrsta ræðan síðdegis á föstudeginum nefnist: „Svör við spurningum um síðustu daga“ og í framhaldi af henni verða fluttar ræðurnar: „‚Þér vitið ekki daginn né stundina‘ — af hverju?“ og „Við vitum að endirinn er í nánd“. Í framhaldi af því verður flutt ræðusyrpa í sex liðum. Hún nefnist: „Kristnar fjölskyldur — haldið vöku ykkar“. Í fyrstu þrem liðunum er talað beint til eiginmanna, eiginkvenna og barna. Síðustu þrír liðir syrpunnar nefnast: „Varðveitið heilt auga“, „Keppið að andlegum markmiðum“ og „Notið eitt kvöld til sameiginlegs biblíunáms“. Dagskránni lýkur með ræðu sem heitir: „Vers sem hvetja okkur til að hafa ‚nákvæma gát‘ á hvernig við breytum“.
„Verið algáð, vakið.“ Þetta er stef laugardagsins, byggt á 1. Pétursbréfi 5:8. Í fimmskiptri ræðusyrpu, „Hjálpum fólki að ‚rísa af svefni‘“, verður fjallað um eftirfarandi: „Boðunarstarfið — af hverju áríðandi?“, „Verum athugul í boðunarstarfinu“, „Verðum færari í starfi“, „Gleymum ekki ættingjum okkar“ og „Höfum hugfast á hvaða tímum við lifum“. Eftir það eru á dagskrá ræður sem nefnast: „Haltu vöku þinni líkt og Jesús“ og „Verum ‚algáð til bæna‘“. Að þeim loknum verður fjallað um skírn og þeir sem uppfylla skilyrðin geta látið skírast.
Síðdegis á laugardag er á dagskrá ræðusyrpa í fimm liðum. Hún nefnist: „Vörum okkur á gildrum Satans“ — „eldinum“, „fallgryfjunni“, „snörunni“, „gildrunni sem kæfir“ og „gildrunni sem kremur“. Næsti dagskrárliður heitir: „Þar til ég gef upp andann læt ég ekki af ráðvendni minni“. Síðustu tvær ræður dagsins heita: „Horfðu ekki á það sem ‚að baki er‘“ og „Lærum af postulum Jesú að halda vöku okkar“.
Stef sunnudagsins er sótt í Habakkuk 2:3: „Vænt hennar, því að hún mun vissulega fram koma“. (Biblían 1981) Eftir að rætt hefur verið um stef dagsins verður flutt ræðusyrpa sem nefnist: „Horfum á hið ósýnilega“. Hún skiptist í: „Hornin tíu . . . munu hata skækjuna“, „Þjóðirnar verða að viðurkenna Jehóva“, „‚Öllum þessum ríkjum‘ verður útrýmt“, „Satan verður bundinn í þúsund ár“, „Þeir munu reisa hús og planta víngarða“, „Úlfur og lamb verða saman á beit“, „Guð . . . mun þerra hvert tár“, „Allir þeir sem í gröfunum eru munu . . . ganga fram“ og „Guð verður ‚allt í öllu‘“. Morgundagskránni lýkur með opinbera fyrirlestrinum „Hvernig geturðu lifað af endalok veraldar?“
Eftir hádegi á sunnudag verður flutt áhrifamikið nútímaleikrit sem nefnist: „Bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur“. Það er byggt á dæmisögu Jesú um týnda soninn. Eftir það verður farið yfir námsefni vikunnar í Varðturninum. Síðasta ræða mótsins nefnist: „Höldum vöku okkar og væntum dags Jehóva“.
Gerðu ráðstafanir til að vera viðstaddur mótið. Það verður haldið dagana
7. til 9. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi.