6. atriði: Fyrirgefning
6. atriði: Fyrirgefning
„Umberið hvert annað og fyrirgefið hvert öðru.“ — Kólossubréfið 3:13.
Hvað felur það í sér? Í farsælu hjónabandi læra hjón af fortíðinni en halda ekki skrá yfir gömul mistök sem þau nota til að koma með yfirlýsingar eins og: „Þú ert alltaf seinn,“ eða „Þú hlustar aldrei“. Bæði hjónin trúa að það sé „sæmd að láta rangsleitni ekki á sig fá“. — Orðskviðirnir 19:11.
Af hverju skiptir það máli? Guð er „fús til að fyrirgefa“ en menn eru stundum tregir til þess. (Sálmur 86:5) Gömul óleyst ágreiningsmál geta valdið gremju sem safnast upp þangað til fyrirgefning virðist óhugsandi. Bæði hjónin hörfa út í horn tilfinningalega og verða ónæm fyrir tilfinningum hins. Báðum finnst þau vera föst í ástlausu hjónabandi.
Prófaðu þetta. Skoðaðu gamlar myndir af þér og maka þínum þegar þið voruð nýgift eða rétt að kynnast. Reyndu að endurvekja þá hlýju sem þú fannst áður en vandamálin létu á sér kræla og byrgðu þér sýn. Rifjaðu upp þá eiginleika sem þú laðaðist fyrst að í fari maka þíns.
◼ Hvaða eiginleikum dáist þú mest að í fari maka þíns núna?
◼ Hugleiddu þau jákvæðu áhrif sem það gæti haft á börnin þín ef þú værir fúsari til að fyrirgefa.
Settu þér markmið. Hugleiddu hvernig þið hjónin getið haldið gömlum ágreiningsmálum fyrir utan það sem þið kljáist við núna.
Hvernig væri að hrósa maka þínum fyrir þá eiginleika sem þú dáist að í fari hans? — Orðskviðirnir 31:28, 29.
Hvernig geturðu sýnt börnunum að þú sért fús til að fyrirgefa?
Væri ekki tilvalið að ræða við börnin um fyrirgefningu og hvernig það gagnist öllum í fjölskyldunni að vera fús til að fyrirgefa?
[Mynd á blaðsíðu 8]
Þegar þú fyrirgefur er skuldin afskrifuð. Þú reynir ekki að innheimta skuldina seinna.