Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Varðveitum náið samband við Jehóva“

„Varðveitum náið samband við Jehóva“

„Varðveitum náið samband við Jehóva“

Landsmót Votta Jehóva

● Vottar Jehóva halda þriggja daga landsmót í Kópavogi dagana 6. til 8. ágúst, og er það eitt af mörgum samnefndum mótum sem haldin eru um allan heim. Dagskráin hefst með tónlist kl. 9:20 alla þrjá dagana. Stef föstudagsins er: „Mín gæði eru það að vera nálægt Guði“ og er byggt á Sálmi 73:28. Eftir ávarp fundarstjóra verða fluttar ræðurnar: „Mótin hjálpa okkur að eiga náið samband við Jehóva“ og „Sonurinn vill opinbera hann“. Í ræðusyrpu, sem kallast „Líkjum eftir þeim sem varðveittu náið samband við Jehóva“, verður fjallað um Abraham, Rut, Hiskía og Maríu. Morgundagskránni lýkur með stefræðu mótsins en hún nefnist: „Hvernig Jehóva nálægir sig okkur“.

„Svör við spurningum um Jehóva“ nefnist fyrsti dagskrárliðurinn eftir hádegi á föstudeginum en síðan verða fluttar ræðurnar: „Látum ögun Jehóva móta okkur“ og „Kenndu aldrei Jehóva um“. Því næst er á dagskrá ræðusyrpa í fimm hlutum en hún nefnist: „Góð tjáskipti hjálpa fjölskyldum að eiga náið samband við Jehóva“. Ræðurnar heita: „Jehóva, besta fyrirmyndin um góð tjáskipti“, „Eiginmenn, eigið góð tjáskipti við konur ykkar“, „Eiginkonur, eigið góð tjáskipti við menn ykkar“, „Foreldrar, eigið góð tjáskipti við börnin“ og „Börn, eigið góð tjáskipti við foreldra ykkar“. Síðdegisdagskránni lýkur með ræðu sem heitir: „Sköpunarverkið opinberar ,lifanda Guð‘“.

Stef laugardagsins er: „Ráðvandir menn eru alúðarvinir hans“. Það er byggt á Orðskviðunum 3:32. Ræðusyrpan: „Hjálpaðu fólki að,sættast við Guð‘“ skiptist í ræður sem nefnast: „Vonlítið og fjarlægt Guði“, „Hann spurði þá“, „Vertu góður aðstoðarmaður í boðunarstarfinu“, „Að ávinna fólk með góðri breytni“ og „Haltu kostgæfinn áfram að boða fagnaðarerindið“. Eftir að fluttar hafa verið ræðurnar: „Þjónusta í fullu starfi styrkir sambandið við Jehóva“ og „Þeim sem elska Jehóva ,er við engri hrösun hætt‘“ er skírnarræða á dagskrá og síðan geta þeir sem uppfylla skilyrðin látið skírast.

Eftir hádegi á laugardag verður flutt ræðusyrpa í átta hlutum. Hún nefnist: „Láttu ekkert gera þig viðskila við Jehóva“ og fjallar um lævís brögð Satans, stolt, peninga, heilsuna, starfsframa, afþreyingu, fjölskylduna og tæknina. Því næst verður hægt að hlýða á leiklesinn biblíutexta. Hann ber yfirskriftina: „Gefstu ekki upp þegar Jehóva leiðréttir þig“. Dagskránni lýkur með ræðunni: „Haltu þig fast við Jehóva eins og Jeremía gerði“.

Stef sunnudagsins er: „Haldið ykkur . . . fast við Drottin“ og er byggt á Jósúabók 23:8. Eftir söng og bæn er á dagskrá ræðusyrpan: „Lærum að meta aðlaðandi persónuleika Jehóva“. Rætt verður um átta af eiginleikum Jehóva — hvernig hann er viðmótsgóður, samúðarfullur, þakklátur, örlátur, óhlutdrægur, fús til að fyrirgefa, sanngjarn og tryggur. Opinberi fyrirlesturinn fylgir í kjölfarið en hann nefnist: „Hvernig er hægt að eignast náið samband við Guð?“ Morgundagskránni lýkur með yfirliti yfir námsefni vikunnar í Varðturninum.

Eftir hádegi á sunnudag verður flutt biblíuleikrit. Það nefnist: „Lifum í trú án þess að sjá“ og fjallar um flótta kristinna manna frá Jerúsalem á fyrstu öld. Mótinu lýkur svo með ræðunni: „Höldum okkur ,í skjóli Hins hæsta‘“.

Gerðu ráðstafanir til að vera viðstaddur mótið. Það verður haldið dagana 6. til 8. ágúst í Íþróttahúsinu Digranesi, Kópavogi

Upplýsingar um hvar og hvenær mótið er haldið í flestöllum öðrum löndum má finna á vefsíðunni www.dan124.com.