Hvernig aðstoða vottar Jehóva fólk við biblíunám?
Hvernig aðstoða vottar Jehóva fólk við biblíunám?
Yfirleitt styðjast þeir við námsbókina Hvað kennir Biblían? og taka fyrir eitt viðfangsefni í einu. Bókin skiptist í 19 kafla, þeirra á meðal:
Hver er sannleikurinn um Guð?
Hver er Jesús Kristur?
Hvar eru hinir dánu?
Lifum við á „síðustu dögum“?
Af hverju leyfir Guð þjáningar?
Hamingjuríkt fjölskyldulíf
Nemendur eru hvattir til að spyrja spurninga og sjá svörin með eigin augum í Biblíunni. Síðar geta þeir ákveðið, með hliðsjón af biblíunámi sínu, hvaða trú þeir aðhyllast.
Þú getur beðið um aðstoð við biblíunám og eignast bókina með því að fylla út og senda miðann hér að neðan. Þú getur notað heimilisfangið neðst á miðanum eða annað viðeigandi heimilisfang á bls. 5.
□ Vinsamlegast sendið mér þessa bók án allra skuldbindinga.
□ Vinsamlegast hafið samband við mig varaðandi ókeypis biblíunámskeið.