Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Úr ýmsum áttum

Úr ýmsum áttum

Ísrael

Börn „með fæðingargalla, sem hefði verið hægt að uppgötva með fósturgreiningu,“ geta ekki lengur kært heilbrigðisyfirvöld fyrir „líf af gáleysi“. Foreldrar geta hins vegar kært fyrir „fæðingu af gáleysi“ svo að þau geti sótt um bætur til að standa straum af „aukaútgjöldum sem fylgja því að hugsa um fatlað barn alla ævi þess.“ Þetta kemur fram á Haaretz.com.

Ástralía

Átta af hverjum tíu pörum í Ástralíu búa saman áður en þau ganga í hjónaband.

Grikkland

Í skýrslu frá Heilbrigðisráðuneyti Grikklands kemur fram að sjálfsvíg í Grikklandi hafi aukist um 40 prósent á milli ára þegar bornir eru saman fyrstu fimm mánuðir áranna 2010 og 2011. Aukningin hélst í hendur við efnahagshrunið sem hófst 2011.

Bandaríkin

Nálægt 40 prósentum matvæla í landinu er sóað, að því er fram kemur hjá Natural Resources Defense Council. Áætlað er að 7 prósent matjurta séu aldrei skornar upp, að 17 prósent af þeim mat sem borinn er fram á veitinga- og matsölustöðum sé ekki borðaður og að fólk hendi um 25 prósentum af því sem það kaupir í matinn.

Madagaskar

Minnsta kameljón í heimi fannst fyrir stuttu á Madagaskar. Þessar smáu eðlur verða ekki nema 29 millimetrar og sumar komast fyrir á fingurnögl. Þar sem hætta steðjar að heimkynnum þessara kameljóna eru þau í útrýmingarhættu.