Hvernig geturðu valið?
,Sjálfsköpun er ástæðan fyrir því að alheimurinn er til.‘ – Stephen Hawking og Leonard Mlodinow eðlisfræðingar, 2010.
,Guð skapaði himin og jörð.‘ – Biblían, 1. Mósebók 1:1.
Skapaði Guð alheiminn og lífið eða urðu þau til fyrir tilviljun? Það sem eðlisfræðingarnir tveir segja og upphafsorð Biblíunnar gefa tvö gerólík svör við þessari spurningu. Báðar þessar skoðanir eiga sér ákafa fylgjendur. En það eru líka margir efins. Menn hafa deilt um þetta málefni í metsölubókum og kappræðum í fjölmiðlum.
Kennarar þínir hafa kannski staðhæft af sannfæringu að alheimurinn og lífið hafi orðið til af sjálfu sér og enginn skapari komið þar nærri. En færðu þeir rök fyrir því að ekki væri til skapari? Þú gætir líka hafa heyrt presta boða að til sé skapari. En færðu þeir rök fyrir staðhæfingu sinni? Eða ætluðust þeir til að þú tryðir á Guð án sannanna?
Þú hefur eflaust velt þessari spurningu fyrir þér og hugsar kannski að enginn geti svarað því með vissu hvort til sé skapari. Og kannski veltirðu líka fyrir þér hvort það skipti nokkru máli að vita svarið.
Í þessu tölublaði Vaknið! kynnum við fyrst og fremst nokkrar staðreyndir sem hafa sannfært marga um að til sé skapari. Síðan ræðum við um hvers vegna það skiptir máli að fá svar við spurningunni um uppruna lífsins á jörðinni.