„Friður Guðs ... er æðri öllum skilningi“
„Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar.“ – FIL. 4:7.
1, 2. Hvaða atburðir í Filippí leiddu til þess að Páli og Sílasi var varpað í fangelsi? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
ÞAÐ er um miðnætti. Tveir trúboðar, þeir Páll og Sílas, eru í fangelsi í borginni Filippí – og þeir eru í innsta hluta þess. Fætur þeirra eru kirfilega festir í stokk og þá verkjar enn í bakið eftir barsmíðarnar sem þeir hlutu skömmu áður. (Post. 16:23, 24) Allt hafði gerst svo hratt. Fyrirvaralaust dró æstur múgur þá á torgið og dómstóll var kallaður saman í flýti til að rétta yfir þeim. Fötin voru rifin af þeim og þeir barðir illilega með stöfum. (Post. 16:16-22) Hvílíkt óréttlæti! Páll var auk þess rómverskur ríkisborgari og átti rétt á almennilegum réttarhöldum. *
2 Í myrku fangelsinu situr Páll og hugleiðir atburði dagsins. Hann leiðir hugann að íbúum Filippí. Í borginni er ekki einu sinni samkunduhús, ólíkt mörgum öðrum borgum sem hann hefur komið til. Gyðingarnir þurfa því að safnast saman til tilbeiðslu við á fyrir utan borgarhliðin. (Post. 16:13, 14) Til að vera með samkundu þurfa að minnsta kosti tíu karlar af hópi Gyðinga að búa í borginni. Eru þeir ekki einu sinni það margir? Íbúar Filippí eru augljóslega mjög stoltir af því að vera rómverskir ríkisborgarar þó að þeir hafi kannski ekki sama rétt og aðrir Rómverjar. (Post. 16:21) Er það þess vegna sem það hvarflar ekki að þeim að þessir Gyðingar, Páll og Sílas, geti verið rómverskir ríkisborgarar? Hvernig sem því er farið var þeim varpað í fangelsi að ósekju.
3. Hvers vegna getur verið að Páli hafi fundist skrýtið að hann skyldi lenda í fangelsi en hvaða hugarfar sýndi hann engu að síður?
3 Kannski hugsar Páll líka um atburði síðustu mánaða. Þegar hann var í Litlu-Asíu, handan Eyjahafs, hafði heilagur andi ítrekað komið í veg fyrir að hann boðaði trúna á vissum svæðum. Það var eins og andinn beindi honum í aðra átt. (Post. 16:6, 7) En hvert átti hann að fara? Svarið birtist honum í sýn þegar hann var í Tróas. Páli var sagt: „Kom yfir til Makedóníu.“ Hann þáði boðið samstundis, enda var skýrt hvað Jehóva vildi. (Lestu Postulasöguna 16:8-10.) En hvað gerðist næst? Skömmu eftir að hann kom til Makedóníu lenti hann í fangelsi. Af hverju leyfði Jehóva að þetta kæmi fyrir Pál? Hversu lengi þyrfti hann að dúsa í fangelsinu? Jafnvel þótt þessar spurningar hafi hvílt þungt á honum lét hann þær ekki grafa undan trú sinni og gleði. Þeir Sílas fóru báðir að ,lofsyngja Guði‘. (Post. 16:25) Friður Guðs sefaði hugi þeirra og hjörtu.
4, 5. (a) Á hvaða hátt getum við verið í svipuðum aðstæðum og Páll? (b) Hvernig breyttust aðstæður Páls óvænt?
4 Hefur þér einhvern tíma liðið eins og Páli? Kannski hefur þér á einhverjum tímapunkti fundist þú vera að fylgja leiðsögn heilags anda en síðan fóru hlutirnir ekki eins og þú hafðir búist við. Þú lentir í erfiðleikum eða nýjum aðstæðum sem kölluðu á veigamiklar breytingar í lífi þínu. (Préd. 9:11) Þegar þú lítur um öxl spyrðu þig kannski hvers vegna Jehóva hafi leyft að ákveðnir hlutir gerðust. Ef svo er, hvað getur þá hjálpað þér að vera þolgóður og treysta algerlega á Jehóva? Til að fá svar við því skulum við snúa okkur aftur að frásögunni af Páli og Sílasi.
5 Meðan Páll og Sílas syngja lofsöngva fer af stað röð afar óvæntra atburða. Skyndilega ríður yfir mikill jarðskjálfti. Fangelsisdyrnar opnast upp á gátt. Fjötrar allra fanganna falla af þeim. Páll kemur í veg fyrir að fangavörðurinn fyrirfari sér. Fangavörðurinn og öll fjölskylda hans láta síðan skírast. Í dagrenningu senda höfuðsmenn borgarinnar réttarþjóna til að láta Pál og Sílas lausa. Þeir eru beðnir um að yfirgefa borgina friðsamlega. Þegar höfuðsmennirnir átta sig á að þeim hafi orðið illilega á og að Páll og Sílas eru rómverskir ríkisborgarar koma þeir sjálfir til að fylgja tvímenningunum út. En Páll og Sílas krefjast þess að fá fyrst að kveðja Lýdíu, nýskírða systur sína. Þeir nota líka tækifærið til að styrkja önnur trúsystkini sín. (Post. 16:26-40) Aðstæður þeirra höfðu algerlega breyst!
HANN ER „ÆÐRI ÖLLUM SKILNINGI“
6. Hvað skoðum við í þessari grein?
6 Hvað lærum við af þessum atburðum? Jehóva getur látið til sín taka með óvæntum hætti og við þurfum því ekki að hafa áhyggjur þegar við verðum fyrir prófraunum. Reynsla Páls af því hafði án efa djúpstæð áhrif á hann. Við sjáum það af því sem hann skrifaði trúsystkinum sínum í Filippí síðar Filippíbréfinu 4:6, 7. (Lestu.) Síðan rifjum við upp fleiri dæmi í Biblíunni um það hvernig Jehóva greip inn í á óvæntan hátt. Að lokum skoðum við hvernig „friður Guðs“ getur hjálpað okkur að vera þolgóð og treysta algerlega á Jehóva.
meir varðandi áhyggjur og frið Guðs. Við skulum nú líta á orð Páls í7. Á hvað lagði Páll áherslu þegar hann skrifaði trúsystkinum sínum í Filippí og hvað getum við lært af því sem hann sagði?
7 Þegar kristnir menn í Filippí lásu bréfið frá Páli rifjaðist eflaust upp fyrir þeim það sem hafði komið fyrir hann. Enginn þeirra hafði búist við því að Jehóva skærist í leikinn eins og hann gerði. Hvað vildi Páll kenna þeim? Í meginatriðum að hafa ekki áhyggjur. Hann sagði þeim að biðja og þá myndu þeir hljóta frið Guðs. En tökum eftir að „friður Guðs ... er æðri öllum skilningi“. Hvað þýðir það? Sumar biblíuþýðingar orða það þannig að friður Guðs sé „framar öllum vonum“ eða „skari fram úr öllum áformum manna“. Páll var í raun að segja að „friður Guðs“ sé yndislegri en við getum gert okkur í hugarlund. Þó að við sjáum ekki lausn á vandamálum okkar frá okkar mannlega sjónarhóli gerir Jehóva það, og hann getur skorist í leikinn með óvæntum hætti. – Lestu 2. Pétursbréf 2:9.
8, 9. (a) Hvað ávannst eftir að Páll hafði þurft að þola óréttlæti í Filippí? (b) Af hverju gat söfnuðurinn í Filippí tekið orð Páls alvarlega?
8 Það hlýtur að hafa verið trústyrkjandi fyrir bræður og systur í Filippí að hugsa um það sem hafði áunnist á þeim áratug sem var liðinn frá þessum atburðum. Það sem Páll skrifaði var satt. Jehóva hafði leyft óréttlæti að eiga sér stað en þegar upp var staðið varð það til þess að hægt var að „verja fagnaðarerindið og staðfesta það“. (Fil. 1:7, Biblían 1981) Höfuðsmenn borgarinnar myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir réðust gegn kristna söfnuðinum sem var nýstofnaður þar í borg. Ef til vill gat læknirinn Lúkas, ferðafélagi Páls, verið um kyrrt í Filippí eftir að þeir Páll og Sílas yfirgáfu borgina, og kannski var það einmitt vegna þess að Páll hafði vakið máls á ríkisborgararéttinum. Þannig hefur Lúkas getað haldið áfram að aðstoða trúsystkini sín í þessum nýja söfnuði.
9 Þegar safnaðarmenn í Filippí lásu bréf Páls vissu þeir að þetta voru ekki orð fræðimanns sem sat á einhverri skrifstofu. Páll hafði gengið í gegnum gríðarlega erfiðleika en sýndi samt að hann hafði ,frið Guðs‘. Páll var reyndar í stofufangelsi í Róm þegar hann skrifaði söfnuðinum bréfið. Engu að síður var greinilegt að „friður Guðs“ var með honum. – Fil. 1:12-14; 4:7, 11, 22.
„VERIÐ EKKI HUGSJÚK UM NEITT“
10, 11. Hvað þurfum við að gera þegar við höfum miklar áhyggjur og hverju getum við búist við?
10 Hvað getur hjálpað okkur að finna fyrir ,friði Guðs‘ og hafa ekki áhyggjur af neinu? Það sem Páll skrifaði Filippímönnum leiðir í ljós að mótefnið við áhyggjum er að biðja. Þegar við erum áhyggjufull þurfum við því að varpa áhyggjum okkar á Jehóva í bæn. (Lestu 1. Pétursbréf 5:6, 7.) Biðjum til hans í trausti þess að hann beri umhyggju fyrir okkur. Munum hvernig hann hefur blessað okkur og biðjum til hans með „þakkargjörð“. Traust okkar á honum styrkist þegar við höfum í huga að hann „megnar að gera langt fram yfir allt það sem vér biðjum eða skynjum“. – Ef. 3:20.
1. Kor. 10:13) Það þýðir auðvitað ekki að við sitjum bara aðgerðarlaus og bíðum eftir að Jehóva lagi aðstæðurnar eða leysi vandamál okkar. Við þurfum að breyta í samræmi við bænir okkar. (Rómv. 12:11) Þannig sýnum við að við séum einlæg og gefum Jehóva ástæðu til að blessa okkur. En við þurfum líka að gera okkur grein fyrir að Jehóva getur gert miklu meira en við biðjum hann um eða búumst við af honum. Stundum kemur hann okkur á óvart og gerir eitthvað sem við bjuggumst alls ekki við. Lítum á fáein dæmi í Biblíunni sem efla trú okkar á að Jehóva geti gert óvænta hluti fyrir okkur.
11 Það getur stundum komið okkur á óvart hvað Jehóva gerir fyrir okkur, rétt eins og það kom Páli og Sílasi á óvart í Filippí. Kannski er það ekki mjög tilkomumikið en hann veitir okkur alltaf það sem við þurfum. (DÆMI UM AÐ JEHÓVA GRÍPUR INN Í MEÐ ÓVÆNTUM HÆTTI
12. (a) Hvað gerði Hiskía konungur þegar Sanheríb Assýríukonungur ógnaði honum? (b) Hvernig leysti Jehóva málin og hvað lærum við af því?
12 Í Biblíunni finnum við æ ofan í æ dæmi um að Jehóva hafi gripið inn í með óvæntum hætti. Hiskía konungur var uppi á þeim tíma þegar Sanheríb Assýríukonungur réðst inn í Júda. Sanheríb hertók allar víggirtu borgirnar að Jerúsalem undanskilinni. (2. Kon. 18:1-3, 13) Síðan sneri hann sér að Jerúsalem. Hvað gerði Hiskía konungur andspænis þessari ógn? Hann bað til Jehóva og leitaði ráða hjá Jesaja spámanni. (2. Kon. 19:5, 15-20) Hiskía reyndi líka að koma til móts við Sanheríb með því að greiða skattinn sem hann fór fram á. (2. Kon. 18:14, 15) Að lokum bjó hann borgina undir langt umsátur. (2. Kron. 32:2-4) En hvernig leystust málin? Jehóva sendi engil til að deyða 185.000 hermenn Sanheríbs á einni nóttu. Það kom jafnvel Hiskía að óvörum! – 2. Kon. 19:35.
13. (a) Hvað lærum við af því sem gerðist hjá Jósef? (b) Hvaða óvænti atburður gerðist í lífi Söru, konu Abrahams?
13 Leiðum hugann að því sem gerðist hjá hinum unga Jósef, syni Jakobs. Hvarflaði það að honum þegar hann var dýflissu í Egyptalandi að hann yrði gerður að næstæðsta ráðamanni landsins, eða að Jehóva myndi nota hann til að bjarga fjölskyldu hans í hungursneyð? (1. Mós. 40:15; 41:39-43; 50:20) Það sem Jehóva gerði fór án efa langt fram úr björtustu vonum Jósefs. Hugsum líka um Söru, langömmu Jósefs. Bjóst hún við því að Jehóva myndi leyfa henni að fæða sinn eigin son í hárri elli, en ekki aðeins að eignast son þjónustustúlku sinnar? Að eignast Ísak, sinn eigin son, fór langt fram úr því sem Sara gat ímyndað sér. – 1. Mós. 21:1-3, 6, 7.
14. Hverju getum við treyst varðandi Jehóva?
14 Við búumst auðvitað ekki við því að Jehóva fjarlægi öll vandamál okkar fyrir kraftaverk áður en nýi heimurinn kemur. Við förum heldur ekki fram á að hann geri eitthvað tilkomumikið sem breytir lífi okkar í þessum heimi. En við vitum að Jehóva hefur gert ólíklegustu hluti fyrir þjóna sína. Og hann hefur ekki breyst. (Lestu Jesaja 43:10-13.) Að vita það auðveldar okkur að treysta honum. Við vitum að hann getur gert hvaðeina sem þarf til að gera okkur kleift að gera vilja hans. (2. Kor. 4:7-9) Hvað lærum við af frásögum Biblíunnar af Hiskía, Jósef og Söru? Jehóva getur hjálpað okkur að sigrast á því sem virðist ósigrandi ef við erum honum trúföst.
Jehóva getur hjálpað okkur að sigrast á því sem virðist ósigrandi ef við erum honum trúföst.
15. Hvað hjálpar okkur að varðveita ,frið Guðs‘ og hvers vegna er það mögulegt?
15 Hvernig getum við varðveitt ,frið Guðs‘ þegar við eigum við erfiðleika að etja? Með því að viðhalda sterku sambandi við hann. Það er aðeins vegna þess að Jesús Kristur gaf líf sitt sem lausnargjald að við getum átt slíkt samband við Jehóva, Guð okkar. Lausnargjaldið er enn eitt dæmið um undursamleg verk Jehóva. Hann notar það til að hylja syndir okkar og gera okkur kleift að hafa hreina samvisku og nálægja okkur honum. – Jóh. 14:6; Jak. 4:8; 1. Pét. 3:21.
HANN VARÐVEITIR HJÖRTU OKKAR OG HUGSANIR
16. Hvaða áhrif hefur það á okkur að hljóta ,frið Guðs‘? Lýstu með dæmi.
16 Hvaða áhrif hefur það á okkur að hljóta ,frið Guðs sem er æðri öllum skilningi‘? Biblían svarar því þegar hún segir að hann ,varðveiti hjörtu okkar og hugsanir okkar í Kristi Jesú‘. (Fil. 4:7) Frummálsorðið, sem þýtt er „varðveita“, var hernaðarlegt hugtak. Það vísaði til þess þegar herflokki var falið að gæta víggirtrar borgar forðum daga. Filippímenn voru með slíkan herflokk sem gætti borgarinnar. Íbúarnir sváfu rótt um nætur þar sem þeir vissu að borgarhliðin voru vel varin. Með sama hætti höfum við ró í hjarta og huga þegar við eigum ,frið Guðs‘. Við vitum að Jehóva sér um okkur og vill að okkur vegni vel. (1. Pét. 5:10) Það verndar okkur gegn því að áhyggjur og neikvæðar tilfinningar nái tökum á okkur.
17. Hvað á eftir að hjálpa okkur að treysta á Jehóva í þrengingunni miklu?
17 Mannkynið stendur bráðum frammi fyrir mestu þrengingu allra tíma hér á jörð. (Matt. 24:21, 22) Við vitum ekki í smáatriðum hvað það mun þýða fyrir okkur sem einstaklinga. Það er þó engin ástæða til að láta áhyggjur gagntaka sig. Við vitum ekki allt sem Jehóva ætlar að gera. En við þekkjum Guð okkar. Við höfum séð hvernig hann hefur áður tekið á málum og vitum því að hann lætur vilja sinn alltaf ná fram að ganga, sama hvað á dynur. Og stundum gerir hann það á mjög óvæntan hátt. Í hvert sinn sem Jehóva gerir eitthvað slíkt fyrir okkur getum við fundið á nýjan hátt fyrir ,friði Guðs sem er æðri öllum skilningi‘.
^ gr. 1 Að því er virðist var Sílas einnig rómverskur ríkisborgari. – Post. 16:37.