NÁMSGREIN 17
Þiggðu hjálp Jehóva til að standa gegn illum öndum
„Baráttan sem við eigum í er ... við andaverur vonskunnar í himingeimnum.“ – EF. 6:12.
SÖNGUR 55 Óttastu ekki
YFIRLIT *
1. Hvað er eitt það hjartnæmasta sem Jehóva gerir til að sýna umhyggju sína fyrir okkur eins og sjá má í Efesusbréfinu 6:10-13? Skýrðu svarið.
EITT það hjartnæmasta sem Jehóva gerir til að sýna umhyggju sína fyrir þjónum sínum er að hjálpa þeim að standa gegn óvinum þeirra. Helstu óvinir okkar eru Satan og illu andarnir. Jehóva varar okkur við þeim og lætur okkur í té það sem við þurfum til að standa gegn þeim. (Lestu Efesusbréfið 6:10-13.) Ef við þiggjum hjálp Jehóva og reiðum okkur algerlega á hann tekst okkur að standa gegn djöflinum. Við getum haft sama trúartraust og Páll postuli, en hann sagði: „Ef Guð er með okkur hver er þá á móti okkur?“ – Rómv. 8:31.
2. Hvað skoðum við í þessari grein?
2 Við sem erum vottar Jehóva erum ekki upptekin af að hugsa um Satan og illu andana. Við einbeitum okkur fyrst og fremst að því að kynnast Jehóva og þjóna honum. (Sálm. 25:5) En við þurfum samt að vita í meginatriðum hvernig Satan starfar svo að hann nái ekki tökum á okkur. (2. Kor. 2:11) Í þessari grein skoðum við algenga aðferð sem Satan og illu andarnir nota til að afvegaleiða fólk. Við skoðum einnig hvernig við getum staðið gegn þeim.
HVERNIG AFVEGALEIÐA ILLU ANDARNIR FÓLK?
3-4. (a) Hvað er spíritismi? (b) Hversu útbreiddur er spíritismi?
3 Satan og illu andarnir nota oft spíritisma til að afvegaleiða fólk. Þeir sem stunda spíritisma telja sig þekkja *
eða hafa stjórn á ýmsu sem er ekki eðlilegt að menn geti þekkt eða stjórnað. Sumir segjast til dæmis geta séð framtíðina fyrir með spásögnum eða stjörnuspeki. Aðrir láta líta út fyrir að þeir tali við hina dánu. Og enn aðrir stunda galdra og reyna jafnvel að hneppa aðra í álög.4 Hversu útbreiddur er spíritismi? Gerð var könnun í 18 löndum í Mið- og Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Um þriðjungur þátttakenda sagðist trúa á galdra eða særingar og nánast jafn margir töldu að hægt væri að komast í samskipti við anda. Önnur könnun var gerð í 18 Afríkuríkjum. Rúmlega helmingur þeirra sem tóku þátt í könnuninni sagðist trúa á galdra. Við þurfum auðvitað að vera á varðbergi gagnvart spíritisma hvar sem við búum. Satan reynir að afvegaleiða „alla heimsbyggðina“. – Opinb. 12:9.
5. Hvernig lítur Jehóva á spíritisma?
5 Jehóva er „Guð sannleikans“. (Sálm. 31:5, NW) Hvernig lítur hann á spíritisma? Hann hatar hann! Jehóva sagði við Ísraelsmenn: „Á meðal ykkar má enginn finnast sem lætur son sinn eða dóttur ganga gegnum eld, enginn sem leitar goðsvara með hlutkesti, enginn sem les óorðna atburði úr skýjum eða úr bikar, enginn galdramaður, enginn sem fer með særingar, leitar ráða hjá öndum eða spásagnarmönnum, enginn sem leitar úrskurðar hjá framliðnum. Því að hver sem stundar þetta er Drottni viðurstyggð.“ (5. Mós. 18:10-12) Kristnir menn eru ekki undir lögmálinu sem Jehóva gaf Ísraelsmönnum. Við vitum samt að álit hans á spíritisma hefur ekki breyst. – Mal. 3:6.
6. (a) Hvernig notar Satan spíritisma til að skaða fólk? (b) Hver er sannleikurinn um eðli dauðans samkvæmt Prédikaranum 9:5?
6 Jehóva varar okkur við spíritisma vegna þess að hann veit að Satan notar hann til að skaða fólk. Satan notar spíritisma til að koma á framfæri lygum, til dæmis þeirri lygi að hinir dánu séu lifandi á öðru tilverusviði. (Lestu Prédikarann 9:5.) Satan notar einnig spíritisma til að halda fólki í ótta og snúa því frá Jehóva. Markmið hans er að fá fólk sem stundar spíritisma til að treysta á illa anda í stað Jehóva.
HVERNIG GETUM VIÐ STAÐIÐ GEGN ILLUM ÖNDUM?
7. Hvað segir Jehóva okkur?
7 Eins og áður kom fram segir Jehóva okkur það sem við þurfum að vita til að Satan og illu öndunum takist ekki að afvegaleiða okkur. Skoðum nokkur dæmi um það sem við getum gert í baráttunni við Satan og illu andana.
8. (a) Hver er besta leiðin til að standa gegn illum öndum? (b) Hvernig afhjúpar Sálmur 146:4 lygi Satans um hina dánu?
8 Lestu og hugleiddu orð Guðs. Það er besta leiðin til að hafna lygum illu andanna. Orð Guðs er eins og beitt sverð sem getur afhjúpað lygar Satans. (Ef. 6:17) Orð Guðs afhjúpar til dæmis lygina um að hinir dánu geti verið í sambandi við þá sem eru lifandi. (Lestu Sálm 146:4.) Biblían minnir okkur líka á að það er aðeins Jehóva sem við getum treyst til að segja framtíðina fyrir. (Jes. 45:21; 46:10) Ef við lesum og hugleiðum orð Guðs reglulega hötum við lygar illu andanna og erum í stakk búin til að hafna þeim.
9. Hvers konar spíritisma forðumst við?
9 Neitaðu að taka þátt í nokkru sem tengist spíritisma. Við sem erum vottar Jehóva stundum ekki spíritisma í nokkurri mynd. Við förum til dæmis ekki til miðla eða reynum að komast í samband við hina dánu á einhvern annan hátt. Eins og rætt var í síðustu grein tökum við ekki þátt í útfararsiðum sem byggjast á þeirri trú að hinir dánu séu enn lifandi einhvers staðar. Og við reynum ekki að fá vitneskju um framtíðina með stjörnuspeki eða spásögnum. (Jes. 8:19) Við vitum að allt slíkt er mjög hættusamt og gæti komið okkur í beint samband við Satan og illu andana.
10-11. (a) Hvað gerðu sumir á fyrstu öld þegar þeir kynntust sannleikanum? (b) Hvers vegna ættum við að fylgja fordæmi hinna frumkristnu samkvæmt 1. Korintubréfi 10:21, og hvernig getum við gert það?
10 Losaðu þig við hluti sem tengjast dulspeki. Sumir íbúar Efesus á fyrstu öld stunduðu spíritisma. Þegar þeir kynntust sannleikanum gripu þeir til róttækra aðgerða. „Allmargir, er farið höfðu með kukl, komu með bækur sínar og brenndu þær að öllum ásjáandi.“ (Post. 19:19) Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að standa gegn illum öndum. Bækurnar voru dýrar. En þeir eyðilögðu þær í stað þess að gefa þær eða selja. Þeir hugsuðu ekki um hvers virði bækurnar voru því að þeim var meira í mun að þóknast Jehóva.
11 Hvernig getum við fylgt fordæmi þessara kristnu manna á fyrstu öld? Það 1. Korintubréf 10:21.
er skynsamlegt að losa sig við allt sem við eigum sem tengist dulspeki. Það eru meðal annars verndargripir, töfragripir og annað sem fólk á eða ber á sér til að vernda sig fyrir illum öndum. – Lestu12. Hvaða spurninga ættum við að spyrja okkur varðandi afþreyingarefni?
12 Gættu vel að hvaða afþreyingu þú stundar. Spyrðu þig: „Les ég bækur, tímarit eða greinar á Netinu um dulspeki? Hvað um tónlistina sem ég hlusta á, kvikmyndirnar og sjónvarpsþættina sem ég horfi á eða tölvuleikina sem ég spila? Inniheldur eitthvað af afþreyingarefni mínu spíritisma? Eru í því vampírur, uppvakningar eða yfirnáttúruleg fyrirbæri? Lætur það galdra, álög eða bölvanir líta út fyrir að vera skaðlausa skemmtun?“ Auðvitað tengjast ekki allar fantasíur eða ævintýri spíritisma. Þegar þú metur hvaða afþreyingu þú velur þér skaltu vera ákveðinn í að velja það sem hjálpar þér að forðast allt sem Jehóva hatar. Við viljum öll hafa „hreina samvisku“ frammi fyrir Guði okkar. – Post. 24:16. *
13. Hvað ættum við að varast?
13 Varastu að segja sögur af illu öndunum. Við ættum að líkja eftir Jesú í þessu máli. (1. Pét. 2:21) Jesús bjó á himni áður en hann kom til jarðar og hann vissi margt um Satan og illu andana. En hann sagði ekki sögur um hvað þessir illu andar hefðu gert. Jesús vildi vera vottur Jehóva en ekki upplýsingafulltrúi Satans. Við getum líkt eftir Jesú með því að dreifa ekki sögum um illu andana. Þess í stað skulum við láta ,hjarta okkar svella af ljúfum orðum‘, það er að segja sannleikanum. – Sálm. 45:2.
14-15. (a) Hvers vegna þurfum við ekki að skelfast illa anda? (b) Hvernig vitum við að Jehóva verndar þjóna sína nú á dögum?
14 Þú þarft ekki að skelfast illa anda. Í þessum ófullkomna heimi megum við búast við að eitthvað slæmt geti komið fyrir okkur. Við getum fyrirvaralaust orðið fyrir slysi, veikst eða jafnvel dáið. En við þurfum ekki að halda að ósýnilegir andar séu ábyrgir fyrir slíku. Í Biblíunni kemur fram að „tími og tilviljun“ geti hent hvern sem er. (Préd. 9:11) Jehóva hefur sýnt og sannað að hann er miklu máttugri en illu andarnir. Hann leyfði Satan til dæmis ekki að deyða Job. (Job. 2:6) Á dögum Móse sýndi Jehóva að hann væri máttugri en spáprestar Egyptalands. (2. Mós. 8:14; 9:11) Og Jesús fékk kraft frá Jehóva til að kasta Satan og illu öndunum af himni niður á jörðina. Í náinni framtíð verður þeim kastað í undirdjúpið þar sem þeir geta ekki skaðað neinn. – Opinb. 12:9; 20:2, 3.
15 Við sjáum skýr merki um að Jehóva verndi þjóna sína nú á dögum. Hugsaðu þér: Við boðum og kennum sannleikann um allan heim. (Matt. 28:19, 20) Þannig afhjúpum við illskuverk djöfulsins. Satan myndi eflaust stöðva starf okkar algerlega ef hann gæti það. En hann getur það ekki og þess vegna þurfum við ekki að skelfast illu andana. Við vitum að „augu Drottins skima um alla jörðina til þess að geta komið þeim til hjálpar sem eru heils hugar við hann“. (2. Kron. 16:9) Ef við sýnum Jehóva hollustu geta illu andarnir ekki valdið okkur varanlegum skaða.
ÞEIR SEM ÞIGGJA HJÁLP JEHÓVA HLJÓTA BLESSUN
16-17. Hvers vegna krefst það hugrekkis að standa gegn illum öndum? Nefndu dæmi.
16 Það kostar hugrekki að standa gegn illum öndum, sérstaklega þegar fjölskylda
eða vinir sem vilja vel reyna að hindra okkur. En Jehóva blessar þá sem sýna slíkt hugrekki. Erica er systir okkar sem býr í Gana. Hún var 21 árs þegar hún þáði biblíunámskeið. Pabbi hennar var galdraprestur og því var ætlast til að hún tæki þátt í siðvenju sem tengdist spíritisma og fól meðal annars í sér að borða kjöt sem hafði verið fórnað öndum látinna forfeðra. Þegar Erica neitaði að taka þátt í siðvenjunni leit fjölskylda hennar á það sem móðgun við guðina. Fjölskyldan trúði að guðirnir myndu refsa þeim með andlegum og líkamlegum veikindum.17 Fjölskylda Ericu reyndi að þvinga hana til að taka þátt í siðvenjunni en hún lét ekki til leiðast þó að það þýddi að hún þyrfti að flytjast að heiman. Trúsystkini tóku hana inn á heimili sitt. Þannig blessaði Jehóva Ericu því að hún eignaðist trúsystkini sem urðu henni eins og fjölskylda. (Mark. 10:29, 30) Þó að fjölskylda hennar hafi hafnað henni og jafnvel brennt eigur hennar var hún Jehóva trú, lét skírast og er núna brautryðjandi. Hún skelfist ekki illu andana. Og hún segir um fjölskyldu sína: „Ég bið daglega um að fjölskylda mín fái að upplifa þá gleði sem fylgir því að þekkja Jehóva og njóta þess frelsis sem hlýst af því að þjóna kærleiksríkum Guði okkar.“
18. Hvaða blessun hljótum við ef við treystum á Jehóva?
18 Við þurfum ekki öll að standast svona átakanlega trúarprófraun. En við þurfum öll að standa gegn illum öndum og treysta á Jehóva. Ef við gerum það hljótum við mikla blessun og Satan tekst ekki að afvegaleiða okkur með lygum sínum. Við látum ekki heldur lamandi ótta við illu andana stoppa okkur í þjónustunni við Jehóva. Umfram allt styrkjum við sambandið við Jehóva. Lærisveinninn Jakob sagði: „Gefið ykkur því Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá mun hann flýja ykkur. Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur.“ – Jak. 4:7, 8.
SÖNGUR 150 Leitum hjálpræðis Guðs
^ gr. 5 Í kærleika sínum varar Jehóva okkur við illum öndum og þeim skaða sem þeir geta valdið. Hvernig reyna illir andar að afvegaleiða fólk? Hvernig getum við staðið gegn illum öndum? Í þessari grein er rætt hvernig Jehóva hjálpar okkur að varast áhrif þeirra.
^ gr. 3 ORÐASKÝRINGAR: Spíritismi felur í sér trúarskoðanir og athafnir sem tengjast illu öndunum, meðal annars þá trú að andar hinna látnu lifi af líkamsdauðann og séu í samskiptum við þá sem eru lifandi, sérstaklega með hjálp andamiðla. Spíritismi felur einnig í sér galdra og spásagnir. Þegar talað er um galdra í þessari grein er átt við athafnir sem tengjast dulspeki eða yfirnáttúrulegum fyrirbærum. Þær geta meðal annars falið í sér bölvanir og að hneppa í álög eða losa úr álögum. Ekki er átt við töfrabrögð sem sjónhverfingamenn gera með fimum handahreyfingum til að skemmta fólki.
^ gr. 12 Öldungar hafa ekki heimild til að búa til reglur um afþreyingarefni. Hver og einn þarf öllu heldur að nota biblíufrædda samvisku sína þegar hann ákveður hvað hann ætlar að lesa, horfa á eða spila. Skynsamir fjölskyldufeður ganga úr skugga um að afþreyingarefni fjölskyldunnar sé í samræmi við meginreglur Biblíunnar. – Sjá greinina „Banna Vottar Jehóva ákveðnar bíómyndir, bækur eða tónlist?“ á jw.org® undir UM OKKUR > SPURNINGAR OG SVÖR.
^ gr. 54 MYND: Jesús sem voldugur konungur á himnum. Með honum er englaher og hásæti Jehóva er yfir þeim.