NÁMSGREIN 51
Hversu vel þekkir þú Jehóva?
„Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, [Jehóva], bregst ekki þeim sem til þín leita.“ – SÁLM. 9:11.
SÖNGUR 56 Trúin verður þín
YFIRLIT *
1, 2. Hvað verðum við öll að gera eins og reynsla Angelitos sýnir?
ÓLST þú upp hjá foreldrum sem eru vottar Jehóva? Ef svo er skaltu hafa í huga að gott samband við Jehóva gengur ekki í arf. Hvort sem foreldrar okkar þjóna Jehóva eða ekki þurfum við hvert og eitt að rækta persónulegt samband við hann.
2 Tökum bróður sem heitir Angelito sem dæmi. Allir í fjölskyldu hans voru vottar Jehóva þegar hann ólst upp. En þegar hann var unglingur fannst honum hann ekkert sérstaklega náinn Guði. Hann viðurkennir: „Ég þjónaði Jehóva bara vegna þess að ég vildi gera eins og aðrir í fjölskyldunni.“ En Angelito ákvað að taka sér tíma til að lesa og hugleiða orð Guðs og fór að biðja oftar til Jehóva. Hver var árangurinn? Hann segir: „Ég komst að því að eina leiðin til að eiga gott samband við kæran föður minn, Jehóva, er að kynnast honum sjálfur.“ Reynsla Angelitos vekur mikilvægar spurningar: Hver er munurinn á því að vita hver Jehóva er og að þekkja hann vel? Og hvernig getum við kynnst honum vel?
3. Hver er munurinn á því að vita hver Jehóva er og þekkja hann vel?
3 Kannski finnst okkur við þekkja Jehóva ef við vitum hvað hann heitir eða könnumst við eitthvað af því sem hann hefur sagt eða gert. En að þekkja Jehóva vel
felur meira í sér. Við verðum að gefa okkur tíma til að læra um Jehóva og dásamlega eiginleika hans. Aðeins þá getum við farið að skilja hvað liggur að baki því sem hann segir og gerir. Það getur hjálpað okkur að skilja hvort skoðanir okkar, ákvarðanir og verk séu honum að skapi. Þegar við höfum áttað okkur á því hver vilji Jehóva er með okkur þurfum við að breyta í samræmi við það sem við höfum lært.4. Hvaða gagn höfum við af því að skoða fyrirmyndir í Biblíunni?
4 Sumir gera kannski grín að okkur fyrir að vilja þjóna Jehóva og þeir verða jafnvel enn meira á móti okkur þegar við förum að sækja samkomur. En ef við treystum á Jehóva bregst hann okkur aldrei. Þá leggjum við grunn að vináttu við Guð sem endist alla ævi. Er hægt að kynnast Jehóva það vel? Já, það er hægt. Fordæmi ófullkominna manna, eins og Móse og Davíðs konungs, sanna að það er mögulegt. Skoðum það sem þeir gerðu og fáum svör við tveimur spurningum: Hvernig kynntust þeir Jehóva? Hvað getum við lært af fordæmi þeirra?
MÓSE SÁ „HINN ÓSÝNILEGA“
5. Hvað kaus Móse að gera?
5 Móse fór eftir því sem hann lærði. Þegar hann var um fertugt kaus hann að vera með fólki Guðs, Hebreunum, í stað þess að „láta kalla sig dótturson faraós“. (Hebr. 11:24) Móse hafnaði virðingarstöðu. Með því að standa með Hebreunum, sem voru þrælar í Egyptalandi, átti hann á hættu að vekja reiði Faraós en hann var voldugur valdhafi og álitinn guð. Hvílík trú! Móse treysti á Jehóva. Slíkt traust er grunnurinn að varanlegu sambandi við Jehóva. – Orðskv. 3:5.
6. Hvað lærum við af fordæmi Móse?
6 Hvað lærum við af þessu? Eins og Móse þurfum við öll að taka ákvörðun. Ætlum við að þjóna Guði ásamt fólki hans? Við gætum þurft að færa fórnir til að þjóna Jehóva og þeir sem þekkja hann ekki standa kannski gegn okkur. En ef við treystum á himneskan föður okkar getum við reitt okkur á stuðning hans.
7, 8. Hvað fleira lærði Móse?
7 Móse hélt áfram að kynnast eiginleikum Jehóva og gera vilja hans. Þegar Móse var beðinn um að leiða Ísraelsþjóðina úr þrælkun skorti hann sjálfstraust og sagði Jehóva aftur og aftur að honum fyndist hann óhæfur. Guð brást við með því að sýna Móse samúð og veita honum hjálp. (2. Mós. 4:10–16) Það gerði Móse kleift að flytja Faraó kröftugan dómsboðskap. Hann sá síðan hvernig Jehóva notaði kraft sinn til að bjarga Ísraelsþjóðinni en tortíma faraó og herliði hans í Rauðahafinu. – 2. Mós. 14:26–31; Sálm. 136:15.
8 Eftir að Móse leiddi Ísraelsþjóðina út úr Egyptalandi fann hún stöðugt eitthvað til að kvarta yfir. Þrátt fyrir það sá Móse hve mikla þolinmæði Jehóva hafði í samskiptum við þjóðina sem hann frelsaði úr ánauð. (Sálm. 78:40–43) Hann sá líka hvernig Jehóva sýndi ótrúlegt lítillæti þegar hann skipti um skoðun eftir að Móse bað hann um það. – 2. Mós. 32:9–14.
9. Hversu náið var samband Móse og Jehóva samkvæmt Hebreabréfinu 11:27?
Hebreabréfið 11:27.) Í Biblíunni segir: „Drottinn talaði við Móse augliti til auglitis, eins og maður talar við mann.“ Þessi orð sýna hve náið þetta samband var. – 2. Mós. 33:11.
9 Eftir brottförina úr Egyptalandi varð samband Móse við Jehóva svo náið að það var eins og hann sæi himneskan föður sinn. (Lestu10. Hvað þurfum við að gera til að þekkja Jehóva vel?
10 Hvað lærum við af þessu? Til að þekkja Jehóva vel er ekki nóg að læra um eiginleika hans, við verðum að fara eftir því sem hann segir. Vilji Jehóva er að „alls konar fólk bjargist og fái nákvæma þekkingu á sannleikanum.“ (1. Tím. 2:3, 4) Ein leið til að gera vilja Jehóva er að segja öðrum frá honum.
11. Hvernig kynnumst við Jehóva betur þegar við segjum öðrum frá honum?
11 Oft þegar við segjum öðrum frá Jehóva kynnumst við honum betur sjálf. Við sjáum greinilega umhyggju Jehóva þegar hann leiðir okkur til þeirra sem vilja verða vinir hans. (Jóh. 6:44; Post. 13:48) Við sjáum kraftinn í orði Guðs þegar við fylgjumst með biblíunemanda losa sig við slæma ávana og íklæðast hinum nýja manni. (Kól. 3:9, 10) Og við sjáum sönnun fyrir þolinmæði Guðs þegar hann gefur mörgum á starfssvæði okkar ítrekað tækifæri til að kynnast honum og bjargast. – Rómv. 10:13–15.
12. Um hvað bað Móse og hvers vegna, eins og sjá má af 2. Mósebók 33:13?
12 Móse leit ekki á samband sitt við Jehóva sem sjálfsagðan hlut. Jafnvel eftir að hafa unnið mögnuð verk í nafni Guðs spurði Móse af virðingu hvort hann mætti kynnast honum betur. (Lestu 2. Mósebók 33:13.) Móse var á níræðisaldri þegar hann bað þessarar bónar því hann vissi að hann átti margt ólært um kærleiksríkan himneskan föður sinn.
13. Hvernig getum við sýnt að við kunnum að meta vináttu okkar við Guð?
13 Hvað lærum við af þessu? Við ættum aldrei að líta á sambandið við Jehóva sem sjálfsagðan hlut, sama hversu lengi við höfum þjónað honum. Ein besta leiðin til að sýna að við kunnum að meta sambandið við Guð er að tala við hann í bæn.
14. Hvers vegna er bænin svo mikilvæg til að hjálpa okkur að kynnast Guði?
14 Góð samskipti eru lífæð sterkrar vináttu. Nálægðu þig Guði með því að biðja oft til hans og óttastu aldrei að tjá honum innstu hugsanir þínar. (Ef. 6:18) Krista, sem býr í Tyrklandi, segir: „Kærleikur minn til Jehóva og traust styrkist í hvert skipti sem ég tjái honum hug minn í bæn og sé hvernig hann hjálpar mér. Þegar ég sé hvernig Jehóva svarar bænum mínum á ég auðveldara með að líta á hann sem föður og vin.“
MAÐUR EFTIR HJARTA JEHÓVA
15. Hvað sagði Jehóva um Davíð konung?
15 Davíð konungur tilheyrði þjóð sem var vígð Jehóva Guði. En Davíð gerði meira en að fylgja trúarlegum hefðum fjölskyldu sinnar. Hann vann að því að eignast sjálfur samband við Jehóva sem þótti innilega vænt um hann. Jehóva lýsti Davíð sem ,manni eftir sínu hjarta‘. (Post. 13:22) Hvernig eignaðist Davíð svona náið samband við Jehóva?
16. Hvað gerði Davíð sér grein fyrir þegar hann virti fyrir sér sköpunarverkið?
Sálm. 19:2, 3) Þegar Davíð hugsaði um hvernig mennirnir voru skapaðir sá hann hvað Guð bjó yfir undursamlegri visku. (Sálm. 139:14) Hann gerði sér grein fyrir smæð sinni þegar hann braut heilann um sköpunarverk Jehóva. – Sálm. 139:6.
16 Davíð kynntist Jehóva með því að virða fyrir sér sköpunarverkið. Í æsku dvaldi Davíð löngum stundum úti í náttúrunni og gætti sauða föður síns. Það var ef til vill þá sem hann byrjaði að hugleiða allt það sem Jehóva hefur búið til. Þegar Davíð horfði til himins á kvöldin sá hann ekki aðeins stjörnuhvelfinguna. Hann hefur líka skynjað eiginleika skaparans. Davíð fann sig knúinn til að skrifa: „Himnarnir segja frá Guðs dýrð, festingin kunngjörir verkin hans handa.“ (17. Hvað getum við lært með því að hugleiða það sem við sjáum í sköpunarverkinu?
17 Hvað lærum við af þessu? Hafðu áhuga á sköpunarverkinu. Ekki gera þig ánægðan með að vera bara til í þessari fallegu veröld sem Jehóva skapaði. Taktu eftir hve töfrandi hún er. Hugleiddu í daglegu lífi hvað sköpunarverkið í kringum þig – jurtir, dýr og fólk – segir þér margt um Jehóva. Þá lærirðu margt um kærleiksríkan föður þinn á hverjum degi. (Rómv. 1:20) Og þú finnur daglega hvernig þér þykir vænna og vænna um hann.
18. Hvað viðurkenndi Davíð eins og kemur fram í Sálmi 18?
18 Davíð áttaði sig á að Jehóva hjálpaði honum. Þegar Davíð bjargaði sauðum föður síns frá ljóni og birni skildi hann að það var Jehóva sem hjálpaði honum að leggja að velli þessi sterku villidýr. Þegar Davíð sigraði risavaxna hermanninn Golíat sá hann greinilega að Jehóva var með honum. (1. Sam. 17:37) Og þegar hann flúði undan afbrýðisama konunginum Sál sá hann að það var Jehóva sem bjargaði honum. (Sálm. 18:1) Stoltur maður gæti hafa eignað sér heiðurinn af þessum afrekum. En Davíð var auðmjúkur og sá hönd Jehóva að verki í lífi sínu. – Sálm. 138:6.
19. Hvað lærum við af fordæmi Davíðs?
19 Hvað lærum við af þessu? Það er ekki nóg að biðja Jehóva um hjálp. Við verðum að reyna að koma auga á hvenær og hvernig hann hjálpar okkur. Ef við erum auðmjúk og viðurkennum takmörk okkar sjáum við greinilega hvernig Jehóva bætir upp það sem okkur skortir. Og í hvert sinn sem við sjáum hvernig Jehóva kemur okkur til hjálpar styrkist sambandið við hann. Bróðir á Fídjí sem heitir Ísak og hefur þjónað Jehóva í mörg ár hefur sannreynt þetta. „Þegar ég lít til baka sé ég hvernig Jehóva hefur hjálpað mér alveg frá því að ég byrjaði að rannsaka Biblíuna og allt fram á þennan dag,“ segir hann. „Jehóva er mér þess vegna mjög raunverulegur.“
20. Hvaða lærdóm getum við dregið af sambandi Davíðs við Guð?
20 Davíð líkti eftir eiginleikum Jehóva. Jehóva áskapaði okkur hæfileikann til að líkja eftir eiginleikum sínum. (1. Mós. 1:26) Því meira sem við lærum um eiginleika Jehóva því auðveldara eigum við með að líkja eftir honum. Davíð kynntist himneskum föður sínum vel og gat því líkt eftir honum í samskiptum við aðra. Tökum dæmi. Davíð syndgaði gegn Jehóva þegar hann framdi hjúskaparbrot með Batsebu og lét drepa eiginmann hennar. (2. Sam. 11:1–4, 15) En Jehóva kaus að sýna honum miskunn því að Davíð hafði sýnt öðrum miskunn. Davíð varð einn af ástsælustu konungum Ísraels vegna þess að samband hans við Jehóva var svo sterkt og Jehóva benti á hann sem fordæmi fyrir aðra Ísraelskonunga. – 1. Kon. 15:11; 2. Kon. 14:1–3.
21. Hver er árangurinn af því að ,líkja eftir Guði‘, samanber Efesusbréfið 4:24; 5:1?
21 Hvað lærum við af þessu? Við verðum að ,líkja eftir Guði‘. Það er ekki einungis okkur til góðs heldur hjálpar það okkur að kynnast honum betur. Þegar við líkjum eftir eiginleikum Guðs sýnum við einnig að við erum börn hans. – Lestu Efesusbréfið 4:24; 5:1.
LEITUMST VIÐ AÐ KYNNAST JEHÓVA BETUR
22, 23. Hvað hefur það í för með sér að fara eftir því sem við lærum um Jehóva?
22 Eins og við höfum séð getum við kynnst Jehóva í gegnum sköpunarverkið og orð hans, Biblíuna. Í þessari einstöku bók eru fjölmörg dæmi um trúfasta þjóna Guðs sem við getum líkt eftir, eins og Móse og Davíð. Jehóva hefur gert sitt. Við verðum að gera okkar til að hafa augu okkar, eyru og hjörtu opin fyrir því að kynnast honum betur.
23 Við hættum aldrei að læra um Jehóva. (Préd. 3:11) Það sem er mikilvægast er ekki hversu mikið við vitum um hann heldur hvernig við notum það sem við vitum. Ef við förum eftir því sem við lærum og reynum að líkja eftir kærleiksríkum föður okkar heldur hann áfram að nálgast okkur. (Jak. 4:8) Í orði sínu fullvissar hann okkur um að hann yfirgefur aldrei þá sem leita hans.
SÖNGUR 80 Finnið og sjáið að Jehóva er góður
^ gr. 5 Margir trúa því að Guð sé til en þekkja hann ekki í raun. Hvað merkir það að þekkja Jehóva og hvað getum við lært af Móse og Davíð konungi um að kynnast honum vel? Þessum spurningum er svarað í greininni.