Jehóva elskar þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“
„Það er féll í góða jörð merkir þá sem ... bera ávöxt með stöðuglyndi.“ – LÚK. 8:15.
1, 2. (a) Hvers vegna eru þeir sem boða ötulir trúna þar sem fáir sýna áhuga hvetjandi fyrir okkur? (Sjá mynd í upphafi greinar.) (b) Hvað sagði Jesús um að boða trúna „í landi sínu“? (Sjá neðanmálsgrein.)
SERGIO OG OLINDA eru brautryðjendahjón á níræðisaldri sem búa í Bandaríkjunum. Undanfarið hafa þau verið slæm í fótunum og átt erfitt með að komast um. Engu að síður ganga þau niður á fjölfarið torg og eru mætt þangað klukkan sjö að morgni. Þetta hafa þau gert um árabil. Þau koma sér fyrir nálægt strætisvagnastöð og bjóða vegfarendum ritin okkar. Fæstir skipta sér nokkuð af þeim en hjónin standa á sínum stað og brosa til fólks sem horfir til þeirra. Um hádegi rölta þau hægt og rólega heim á leið. Næsta morgun, klukkan sjö, koma þau aftur á torgið. Þessi trúföstu hjón boða kappsöm boðskapinn um ríki Guðs á torginu sex morgna í viku allan ársins hring.
2 Fjöldi trúfastra bræðra og systra um heim allan hefur boðað trúna á heimasvæði sínu árum saman líkt og Sergio og * Staðfesta þín í þjónustu Jehóva er mörgum hvatning – jafnvel gamalreyndum trúsystkinum. Taktu eftir því sem farandhirðar hafa sagt: „Ég fæ aukinn kraft þegar ég boða trúna með þessum trúföstu bræðrum og systrum.“ „Trúfesti þeirra hvetur mig til að vera hugrakkur og halda ótrauður áfram í þjónustu minni.“ „Fordæmi þeirra yljar mér um hjartarætur.“
Olinda þó að fáir sýni áhuga. Ef það á við um þig áttu hrós skilið fyrir þolgæðið.3. Hvaða þrjár spurningar ætlum við að skoða og hvers vegna?
3 Skoðum þrjár spurningar sem geta hjálpað okkur að vera enn einbeittari í að halda áfram boðuninni sem Jesús fól okkur. Þær eru: Hvers vegna getum við stundum misst móðinn? Hvernig getum við borið ávöxt? Og hvað hjálpar okkur að bera ávöxt með stöðuglyndi?
AF HVERJU GÆTUM VIÐ MISST MÓÐINN?
4. (a) Hvaða áhrif hafði það á Pál að flestir Gyðingar höfnuðu boðskapnum? (b) Hvers vegna leið Páli þannig?
4 Ef þú hefur einhvern tíma orðið niðurdreginn af því að fáir á svæðinu sýndu áhuga ertu í svipuðum sporum og Páll postuli var. Á þriggja áratuga þjónustutíð sinni hjálpaði hann fjölda fólks að verða lærisveinar Krists. (Post. 14:21; 2. Kor. 3:2, 3) En honum tókst ekki að fá marga Gyðinga til að taka við sannleikanum. Flestir þeirra höfnuðu Páli og sumir ofsóttu hann jafnvel. (Post. 14:19; 17:1, 4, 5, 13) Hvaða áhrif höfðu þessi harkalegu viðbrögð Gyðinganna á Pál? Hann viðurkenndi: „Ég tala sannleika í Kristi ... ég hef mikla hryggð og sífellda kvöl í hjarta mínu.“ (Rómv. 9:1-3) Hvers vegna leið honum þannig? Boðunin var honum hjartans mál og hann boðaði Gyðingum sannleikann af einlægri umhyggju fyrir þeim. Þess vegna fannst honum sárt að sjá þá hafna miskunn Guðs.
5. (a) Hvers vegna boðum við fólki trúna? (b) Af hverju er ekkert skrýtið þó að við missum móðinn af og til?
5 Við boðum fólki trúna af einlægri umhyggju fyrir því líkt og Páll gerði. (Matt. 22:39; 1. Kor. 11:1) Hvers vegna gerum við það? Við vitum af eigin reynslu hve mikil blessun bíður þeirra sem ákveða að þjóna Jehóva. Okkur langar innilega að geta leitt fólki á svæðinu fyrir sjónir hverju það er að missa af. Þess vegna höldum við áfram að hvetja það til að kynna sér sannleikann um Jehóva og fyrirætlun hans með mannkynið. Við segjum efnislega við þá sem við hittum í boðuninni: „Við komum með dásamlega gjöf handa þér. Taktu endilega við henni.“ Það er því ekkert skrýtið ef við höfum „kvöl í hjarta“ þegar fólk hafnar gjöfinni. Slíkt er ekki merki um að okkur skorti trú heldur að það sé okkur hjartans mál að boða trúna. Við höldum því þolgóð áfram þrátt fyrir vonbrigði inn á milli. Mörg okkar geta tekið undir með Elenu sem hefur verið brautryðjandi í meira en 25 ár. Hún segir: „Mér finnst erfitt að boða trúna. Samt er ekkert sem ég vildi heldur gera.“
HVERNIG GETUM VIÐ BORIÐ ÁVÖXT?
6. Hvaða spurningu ætlum við að skoða og hvað hjálpar okkur að svara henni?
6 Hvers vegna megum við vera viss um að við getum borið góðan ávöxt í boðuninni óháð því hvar við boðum trúna? Til að svara því skulum við skoða tvær Matt. 13:23) Sú fyrri er um vínvið.
dæmisögur Jesú um mikilvægi þess að ,bera ávöxt‘. (7. (a) Hver er „vínyrkinn“ í dæmisögunni, „vínviðurinn“ og „greinarnar“? (b) Við hvaða spurningu viljum við finna svar?
7 Lestu Jóhannes 15:1-5, 8. Taktu eftir að Jesús sagði við postulana: „Með því vegsamast faðir minn að þér berið mikinn ávöxt og verðið lærisveinar mínir.“ Jesús líkir Jehóva við ,vínyrkjann‘, sjálfum sér við ,hinn sanna vínvið‘ og lærisveinum sínum við „greinarnar“. * En hver er ávöxturinn sem fylgjendur Krists eiga að bera? Í þessari dæmisögu segir Jesús ekki beint hver ávöxturinn er en gefur þó mikilvæga vísbendingu um það.
8. (a) Hvers vegna getur ávöxturinn í dæmisögunni ekki átt við nýja lærisveina? (b) Hvað einkennir kröfur Jehóva?
8 Jesús sagði um föður sinn: „Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af.“ Með öðrum orðum lítur Jehóva á okkur sem þjóna sína aðeins ef við berum ávöxt. (Matt. 13:23; 21:43) Ávöxturinn í þessari dæmisögu, sem allir kristnir menn verða að bera, getur því ekki átt við nýja lærisveina sem við fáum að leiða inn til sannleikans. (Matt. 28:19) Annars væru trúfastir vottar á svæðum þar sem fáir sýna áhuga og ekki tekst að gera neina að lærisveinum eins og greinarnar í dæmisögu Jesú sem báru engan ávöxt. En það getur ekki verið. Hvers vegna? Vegna þess að við getum ekki neytt fólk til að verða lærisveinar og það gengi í berhögg við kærleika Jehóva ef hann hafnaði þjónum sínum vegna aðstæðna sem þeir ráða ekki við. Jehóva biður okkur aldrei um að gera neitt sem við getum ekki. – 5. Mós. 30:11-14.
9. (a) Hvað þurfum við að gera til að „bera ávöxt“? (b) Hvaða dæmisögu ætlum við að skoða næst?
9 Hver er þá ávöxturinn sem við verðum að bera? Hann hlýtur að vera eitthvað sem við getum öll gert. Hvaða starf hefur Jehóva falið öllum þjónum sínum? Að boða fagnaðarerindið um ríki Guðs. * (Matt. 24:14) Skoðum aðra dæmisögu Jesú sem staðfestir það – dæmisöguna um sáðmanninn.
10. (a) Hvað merkja sáðkornið og jarðvegurinn í dæmisögunni um sáðmanninn? (b) Hvaða ávöxt ber hveitiplanta?
10 Lestu Lúkas 8:5-8, 11-15. Í dæmisögunni um sáðmanninn er sáðkornið „Guðs orð“, það er að segja boðskapurinn um ríki Guðs. Jarðvegurinn táknar hjörtu manna. Kornið, sem féll í góðan jarðveg, spíraði, festi rætur og óx upp. Síðan bar það „hundraðfaldan ávöxt“. Segjum að það hafi verið hveitiplanta. Hvers konar ávöxt ber hveitiplanta? Litlar hveitiplöntur? Nei, hún ber ný frækorn sem geta vaxið og um síðir orðið að hveitiplöntum. Í dæmisögunni gaf eitt frækorn af sér hundrað korn. Hvernig tengist það boðun okkar?
11. (a) Hvernig á dæmisagan um sáðmanninn við um boðun okkar? (b) Hvernig berum við ný fræ Guðsríkis?
11 Þegar foreldrar okkar eða aðrir vottar fræddu okkur um ríki Guðs á sínum tíma má segja að þeir hafi sáð fræi í góðan jarðveg. Það gladdi þá að sjá okkur taka við boðskapnum. Við varðveittum * Hvernig berum við fræ Guðsríkis? Í hvert sinn sem við boðum ríki Guðs á einhvern hátt má segja að við myndum sams konar fræ og sáð var í hjarta okkar og dreifum því. (Lúk. 6:45; 8:1) Þessi dæmisaga kennir okkur að við ,berum ávöxt með stöðuglyndi‘ svo framarlega sem við höldum áfram að boða ríki Guðs.
hann rétt eins og góði jarðvegurinn í dæmisögunni varðveitti fræið. Boðskapurinn um ríki Guðs festi rætur í hjarta okkar og óx þar til hann gat borið ávöxt. Ávöxturinn, sem við berum, er fræ Guðsríkis en ekki nýir lærisveinar, rétt eins og hveitiplantan ber fræ en ekki nýjar plöntur.12. (a) Hvað lærum við af dæmisögum Jesú um vínviðinn og um sáðmanninn? (b) Hvernig er þér innanbrjósts þegar þú hugleiðir þessar dæmisögur?
12 Hvað lærum við af dæmisögum Jesú um vínviðinn og um sáðmanninn? Að við getum borið ávöxt óháð viðbrögðum fólks á svæðinu. Ávöxturinn veltur á því að við séum trúföst í boðuninni. Það kemur heim og saman við það sem Páll sagði: „Sérhver mun fá laun eftir erfiði sínu.“ (1. Kor. 3:8) Launin fara eftir erfiðinu en ekki árangrinum. Matilda, sem hefur verið brautryðjandi í 20 ár, segir: „Það gleður mig að vita að Jehóva launar okkur erfiðið.“
HVERNIG GETUM VIÐ HALDIÐ ÁFRAM AÐ BERA ÁVÖXT?
13, 14. Hvaða ástæður nefndi Páll í Rómverjabréfinu 10:1, 2 fyrir því að halda áfram að boða trúna þrátt fyrir neikvæð viðbrögð fólks?
13 Hvað hjálpar okkur að bera ávöxt með stöðuglyndi? Eins og fram hefur komið varð Páll niðurdreginn vegna þess hve Gyðingar voru neikvæðir gagnvart boðskapnum um ríki Guðs. En hann gafst samt ekki upp á þeim. Taktu eftir hvernig hann lýsir tilfinningum sínum í garð Gyðinganna í bréfi sínu til kristinna manna í Róm: „Það er hjartans ósk mín og bæn til Guðs að þeir megi hólpnir verða. Það ber ég þeim að þeir Rómv. 10:1, 2) Hvers vegna hélt Páll áfram að boða þeim trúna?
eru heitir í trú sinni á Guð en skortir réttan skilning.“ (14 Í fyrsta lagi sagðist Páll halda áfram að boða Gyðingum trúna vegna þess að það væri hans „hjartans ósk“ að einhverjir þeirra yrðu hólpnir. (Rómv. 11:13, 14) Í öðru lagi sagði hann að það væri ,bæn sín til Guðs að þeir mættu verða hólpnir‘. Hann sárbændi Guð að hjálpa einstaklingum meðal Gyðinga að taka við boðskapnum. Í þriðja lagi sagði hann: „Þeir eru heitir í trú sinni á Guð.“ Hann sá hvaða möguleikar bjuggu í fólki. Hann vissi að þessir trúræknu Gyðingar gætu orðið kappsamir lærisveinar Krists rétt eins og hann sjálfur.
15. Hvernig getum við líkt eftir Páli? Nefndu dæmi.
15 Hvernig getum við líkt eftir Páli? Í fyrsta lagi reynum við alltaf að hafa einlæga löngun til að finna fólk með það hugarfar sem þarf til að hljóta eilíft líf. Í öðru lagi biðjum við Jehóva auðmjúklega að opna hjörtu þeirra sem eru einlægir. (Post. 13:48; 16:14) Silvana hefur verið brautryðjandi hátt í 30 ár. Hún segir: „Áður en ég banka upp á hjá fólki á svæðinu bið ég Jehóva að hjálpa mér að vera jákvæð.“ Við biðjum líka Guð að láta engla beina okkur til þeirra sem eru auðmjúkir. (Matt. 10:11-13; Opinb. 14:6) Robert, sem hefur verið brautryðjandi í meira en 30 ár, segir: „Það er spennandi að vinna með englum sem vita hvað er að gerast í lífi húsráðenda.“ Í þriðja lagi reynum við að sjá hvaða möguleikar búa í fólki. Carl er öldungur sem hefur verið skírður í meira en 50 ár. Hann segir: „Ég leita að merkjum um einlægni fólks, þó ekki sé nema bros, vingjarnlegt augnaráð eða einlæg spurning.“ Já, við getum borið ávöxt með stöðuglyndi, rétt eins og Páll gerði.
„LÁTTU HENDUR ÞÍNAR EKKI HVÍLAST“
16, 17. (a) Hvað getum við lært af fyrirmælunum í Prédikaranum 11:6? (b) Nefndu dæmi um hvaða áhrif boðunin getur haft á þá sem sjá til okkar.
16 Við ættum ekki að vanmeta áhrifin af sáningunni þó svo að boðskapurinn, sem við flytjum, virðist ekki ná til hjartna fólks. (Lestu Prédikarann 11:6.) Þó að margir hlusti ekki á okkur taka þeir eftir okkur. Þeir taka eftir að við erum snyrtilega til fara, kurteis og vingjarnleg. Framkoma okkar getur með tímanum orðið til þess að sumir átti sig á að neikvætt viðhorf þeirra hafi ekki átt við rök að styðjast. Sergio og Olinda, sem nefnd voru fyrr í greininni, tóku eftir slíkri breytingu.
17 Sergio segir: „Vegna veikinda komumst við ekki niður á torg um tíma. Þegar við komum aftur spurðu vegfarendur: ,Hvað kom fyrir? Við vorum farin að sakna ykkar.‘“ Olinda bætir við brosandi: „Strætóbílstjórarnir vinkuðu til okkar og sumir kölluðu út um gluggann: ,Þið standið ykkur vel!‘ Þeir báðu meira að segja um blöðin.“ Og hjónunum til undrunar kom maður við hjá þeim við ritatrilluna, gaf þeim blómvönd og þakkaði þeim fyrir starf þeirra.
18. Hvers vegna ertu staðráðinn í að „bera ávöxt með stöðuglyndi“?
18 Við eigum okkar þátt í að ,allar þjóðir fái að heyra fagnaðarerindið‘ svo framarlega sem við ,látum hendur okkar ekki hvílast‘ og höldum áfram að sá fræjum Guðsríkis. (Matt. 24:14) Umfram allt gleður það okkur mjög að vita að Jehóva hefur velþóknun á okkur því að hann elskar alla þá sem „bera ávöxt með stöðuglyndi“.
^ gr. 2 Jesús viðurkenndi að það væri erfitt að boða trúna „í landi sínu“. Þetta kemur fram í öllum fjórum guðspjöllunum. – Matt. 13:57; Mark. 6:4; Lúk. 4:24; Jóh. 4:44.
^ gr. 7 Þó að greinarnar í þessari dæmisögu tákni þá sem eiga himneska von geta allir þjónar Guðs dregið lærdóm af henni.
^ gr. 9 Orðalagið að „bera ávöxt“ á einnig við um að rækta með sér ,ávöxt andans‘ en í þessari grein og þeirri næstu beinum við athyglinni að ,ávexti vara‘ okkar, það er að segja boðun Guðsríkis. – Gal. 5:22, 23; Hebr. 13:15.
^ gr. 11 Við önnur tækifæri líkti Jesús því að gera menn að lærisveinum við sáningu og uppskeru. – Matt. 9:37; Jóh. 4:35-38.