NÁMSGREIN 19
Réttlátum er við engri hrösun hætt
„Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.“ – SÁLM. 119:165.
SÖNGUR 122 Verum staðföst og óbifanleg
YFIRLIT *
1, 2. Hvað sagði rithöfundur nokkur og hvað skoðum við í þessari grein?
MILLJÓNIR manna nú á dögum segjast trúa á Jesú en fara ekki eftir því sem hann kenndi. (2. Tím. 4:3, 4) Rithöfundur nokkur skrifaði: „Ef það kæmi fram annar ,Jesús‘ nú á dögum sem myndi tala eins og Jesús gerði á sínum tíma ... myndum við þá hafna honum eins og við gerðum fyrir tvö þúsund árum? ... Svarið er já. Við myndum gera það.“
2 Á fyrstu öld heyrðu margir Jesú kenna og sáu hann vinna kraftaverk. En þeir vildu samt ekki trúa á hann. Hvers vegna? Í síðustu grein skoðuðum við fjórar ástæður fyrir því að fólk hneykslaðist á því sem Jesús sagði og gerði. Skoðum núna fjórar ástæður í viðbót. Við skoðum líka hvers vegna fólk hafnar fylgjendum Jesú nú á dögum og hvernig við getum komist hjá því að hneykslast.
(1) JESÚS MISMUNAÐI EKKI FÓLKI
3. Hvað gerði Jesús sem varð til þess að sumir hneyksluðust á honum?
3 Þegar Jesús var á jörðinni umgekkst hann alls konar fólk. Hann borðaði með ríkum og valdamiklum en hann varði líka miklum tíma með þeim sem voru fátækir og undirokaðir. Auk þess sýndi hann þeim samúð sem margir kölluðu „syndara“. Sumir stoltir einstaklingar hneyksluðust á því sem Jesús gerði. Þeir spurðu lærisveina hans: „Af hverju borðið þið og drekkið með skattheimtumönnum og syndurum?“ Jesús svaraði: „Heilbrigðir þurfa ekki Lúk. 5:29–32.
á lækni að halda heldur þeir sem eru veikir. Ég er ekki kominn til að hvetja réttláta til að iðrast heldur syndara.“ –4. Hverju hefðu Gyðingarnir átt að búast við varðandi Messías samkvæmt spádómi Jesaja?
4 Hvað segir Biblían? Löngu fyrir daga Messíasar sagði spámaðurinn Jesaja fyrir að heimurinn myndi ekki viðurkenna hann. Í spádóminum sagði: „Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann ... líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.“ (Jes. 53:3) Menn myndu forðast Messías. Gyðingar á fyrstu öld hefðu því átt að búast við að Jesú yrði hafnað.
5. Hvernig líta margir nú á dögum á fylgjendur Jesú?
5 Sjáum við það sama nú á dögum? Já. Margir prestar vilja ákafir fá inn í söfnuð sinn einstaklinga sem eru þekktir og ríkir og heimurinn lítur upp til. Þeir gera það þó að siðferði og lífsstíll þessara einstaklinga stangist oft á við meginreglur Guðs. Þessir sömu prestar líta niður á kappsama og siðferðilega hreina þjóna Jehóva vegna þess að í augum heimsins eru þeir ekki hátt skrifaðir. Guð valdi „hið fyrirlitna“, eins og Páll sagði. (1. Kor. 1:26–29) En allir trúir þjónar Jehóva eru dýrmætir í augum hans.
6. Hvernig getum við líkt eftir viðhorfi Jesú eins og það kemur fram í Matteusi 11:25, 26?
6 Hvernig getum við komist hjá því að hneykslast? (Lestu Matteus 11:25, 26.) Láttu viðhorf heimsins til þjóna Guðs ekki hafa áhrif á þig. Hafðu í huga að Jehóva felur aðeins auðmjúku fólki að framkvæma vilja sinn. (Sálm. 138:6) Og hugleiddu hve miklu hann hefur áorkað með því að nota þá sem heimurinn álítur ekki vitra eða gáfaða.
(2) JESÚS AFHJÚPAÐI RANGAR KENNINGAR
7. Hvers vegna kallaði Jesús faríseana hræsnara og hvernig brugðust þeir við því?
7 Jesús fordæmdi hugrakkur hræsnisfullar trúariðkanir samtímans. Hann afhjúpaði til dæmis hræsni faríseanna sem hugsuðu meira um það hvernig þeir þvoðu sér um hendurnar heldur en hvernig þeir önnuðust foreldra sína. (Matt. 15:1–11) Það sem Jesús sagði kann að hafa komið lærisveinum hans á óvart. Þeir spurðu hann: „Veistu að farísearnir hneyksluðust á því sem þú sagðir?“ Jesús svaraði: „Sérhver planta sem himneskur faðir minn hefur ekki gróðursett verður upprætt. Látið þá eiga sig. Þeir eru blindir leiðtogar. Ef blindur leiðir blindan falla báðir í gryfju.“ (Matt. 15:12–14) Jesús lét neikvæð viðbrögð trúarleiðtoganna ekki koma í veg fyrir að hann talaði sannleikann.
8. Hvernig sýndi Jesús fram á að Guð hefur ekki velþóknun á öllum trúarskoðunum?
8 Jesús afhjúpaði auk þess rangar trúarkenningar. Hann sagði ekki að Guð hefði velþóknun á öllum trúarskoðunum. Hann sagði öllu heldur að margir yrðu á breiða veginum sem liggur til tortímingar en aðeins fáir yrðu á mjóa veginum sem liggur til lífsins. (Matt. 7:13, 14) Hann gaf skýrt til kynna að sumir myndu segjast þjóna Guði en gerðu það í rauninni ekki. Hann sagði: „Varið ykkur á falsspámönnum sem koma til ykkar í sauðargærum en eru undir niðri gráðugir úlfar. Þeir þekkjast af ávöxtum sínum.“ – Matt. 7:15–20.
9. Nefndu nokkrar rangar trúarkenningar sem Jesús afhjúpaði.
Sálm. 69:10; Jóh. 2:14–17) Þessi ákafi fékk Jesú til að afhjúpa rangar trúarkenningar og trúariðkanir. Til dæmis trúðu farísearnir að sálin væri ódauðleg. En Jesús kenndi að hinir dánu væru sofandi. (Jóh. 11:11) Saddúkear trúðu ekki á upprisuna. En Jesús reisti Lasarus vin sinn upp frá dauðum. (Jóh. 11:43, 44; Post. 23:8) Farísearnir kenndu að öllu væri stýrt af örlögunum eða Guði. En Jesús kenndi að menn geti valið hvort þeir vilji þjóna Guði eða ekki. – Matt. 11:28.
9 Hvað segir Biblían? Spádómur í Biblíunni sagði fyrir að Messías myndi brenna af ákafa vegna húss Jehóva. (10. Hvers vegna hneykslast margir á kenningum okkar?
10 Sjáum við það sama nú á dögum? Já. Margir hneykslast vegna þess að kenningar okkar, sem eru byggðar á Biblíunni, afhjúpa rangar trúarkenningar. Prestar kenna söfnuðum sínum að Guð refsi hinum illu í helvíti. Þeir nota þessa falskenningu til að hafa stjórn á fólki. Við sem þjónum og tilbiðjum Jehóva, Guð kærleikans, afhjúpum þessa falskenningu. Prestar kenna líka að sálin sé ódauðleg. Ef þessi kenning væri sönn myndi upprisan ekki skipta neinu máli. Við sýnum fram á að þessi kenning er af heiðnum uppruna. Og þó að mörg trúfélög haldi á lofti forlagatrú kennum við að maðurinn hafi frjálsan vilja og geti valið að þjóna Guði. Hvernig bregðast trúarleiðtogar við þegar við afhjúpum falskenningar þeirra? Þeir verða oft bálreiðir.
11. Hvers ætlast Guð til af þjónum sínum samkvæmt því sem Jesús segir í Jóhannesi 8:45–47?
11 Hvernig getum við komist hjá því að hneykslast? Ef við elskum sannleikann verðum við að trúa því sem Guð segir og fara eftir því. (Lestu Jóhannes 8:45–47.) Við erum staðföst í sannleikanum, ólíkt Satan Djöflinum. Við víkjum aldrei frá trú okkar. (Jóh. 8:44) Guð ætlast til þess að þjónar hans hafi „andstyggð á hinu illa“ og ,haldi fast við það sem er gott‘, rétt eins og Jesús gerði. – Rómv. 12:9; Hebr. 1:9.
(3) JESÚS VAR OFSÓTTUR
12. Hvers vegna höfnuðu margir Gyðingar Jesú vegna þess hvernig hann var tekinn af lífi?
12 Hver er önnur ástæða fyrir því að sumir Gyðingar höfnuðu Jesú? Páll sagði: „Við boðum Krist staurfestan sem er Gyðingum hrösunarhella.“ (1. Kor. 1:23) Hvers vegna truflaði það marga Gyðinga að Jesús skyldi hafa verið tekinn af lífi á kvalastaur? Fyrir þeim virtist Jesús ekki vera Messías heldur glæpamaður og syndugur þar sem hann var tekinn af lífi á kvalastaur. – 5. Mós. 21:22, 23.
13. Hvað viðurkenndu ekki þeir sem höfnuðu Jesú?
13 Þeir Gyðingar sem höfnuðu Jesú viðurkenndu ekki að hann væri saklaus, ranglega ákærður og að komið hefði verið fram við hann af ósanngirni. Þeir sem stýrðu réttarhöldunum yfir Jesú gerðu lítið úr réttlæti. Hæstiréttur Gyðinga kom saman í skyndi og málaferlin voru mjög óvenjuleg. (Lúk. 22:54; Jóh. 18:24) Í stað þess að vera hlutlausir og hlusta á ákærurnar og sannanirnar gegn Jesú leituðu sjálfir dómararnir að mönnum „til að bera ljúgvitni gegn Jesú og fá hann líflátinn“. Þegar það tókst ekki reyndi æðstipresturinn að fá Jesú til að segja eitthvað sem hægt væri að dæma hann fyrir. Þetta var algerlega á skjön við viðurkennd lög. (Matt. 26:59; Mark. 14:55–64) Eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum greiddu þessir óréttlátu dómarar rómversku hermönnunum sem gættu grafarinnar „talsvert fé“ fyrir að breiða út lygasögu um hvers vegna gröfin væri tóm. – Matt. 28:11–15.
14. Hvað sagði Biblían fyrir varðandi dauða Messíasar?
14 Hvað segir Biblían? Margir Gyðingar á dögum Jesú bjuggust ekki við því Jes. 53:12) Gyðingarnir höfðu þess vegna enga ástæðu til að hafna Jesú af því að hann var tekinn af lífi sem syndari.
að Messías þyrfti að deyja. En taktu eftir hverju hafði verið spáð í Biblíunni: „Hann gaf líf sitt í dauðann og var talinn með illræðismönnum. En hann bar synd margra og bað fyrir illræðismönnum.“ (15. Hvaða ásakanir á hendur Vottum Jehóva hafa fengið suma til að hafna þeim?
15 Sjáum við það sama nú á dögum? Svo sannarlega! Jesús var ranglega ákærður og dæmdur, og Vottar Jehóva hafa orðið fyrir sams konar óréttlæti. Skoðum nokkur dæmi. Frá 1930 til 1950 var frelsi okkar til að tilbiðja Guð tekið fyrir aftur og aftur af dómstólum í Bandaríkjunum. Sumir dómarar voru greinilega með fordóma gegn okkur. Í Quebec í Kanada unnu kirkjan og ríkið hönd í hönd að því að stöðva starfsemi okkar. Margir boðberar voru fangelsaðir fyrir það eitt að tala við aðra um ríki Guðs. Mörg ung trúsystkini okkar voru tekin af lífi í Þýskalandi undir stjórn nasista. Og á undanförnum árum hafa mörg trúsystkini okkar í Rússlandi verið dæmd og fangelsuð fyrir að ræða um Biblíuna, en það hefur verið flokkað sem „öfgastarfsemi“. Nýheimsþýðing Biblíunnar á rússnesku hefur meira að segja verið bönnuð og flokkuð sem „öfgarit“ vegna þess að hún notar nafn Jehóva.
16. Af hverju ættum við ekki að leyfa lygasögum um þjóna Jehóva að villa um fyrir okkur eins og sjá má af 1. Jóhannesarbréfi 4:1?
16 Hvernig getum við komist hjá því að hneykslast? Með því að kynna okkur staðreyndir. Í fjallræðunni varaði Jesús áheyrendur sína við að sumir myndu ljúga öllu illu upp á þá. (Matt. 5:11) Þessar lygar eru komnar frá Satan. Hann ýtir undir að andstæðingar dreifi illgjörnum lygum um þá sem elska sannleikann. (Opinb. 12:9, 10) Við þurfum að hafna þessum lygum. Við ættum aldrei að láta slíkar lygar hræða okkur eða grafa undan trú okkar. – Lestu 1. Jóhannesarbréf 4:1.
(4) JESÚS VAR SVIKINN OG YFIRGEFINN
17. Hvernig hefði það sem gerðist stuttu fyrir dauða Jesú getað fengið einhverja til að hneykslast?
17 Stuttu áður en Jesús dó sveik einn af postulunum 12 hann. Annar postuli afneitaði Jesú þrisvar og allir postularnir yfirgáfu hann kvöldið áður en hann dó. (Matt. 26:14–16, 47, 56, 75) Þetta kom Jesú ekki á óvart. Hann var meira að segja búinn að segja það fyrir. (Jóh. 6:64; 13:21, 26, 38; 16:32) Sumir hefðu getað hneykslast þegar þeir sáu þetta og hugsað með sér: „Ef postular Jesú haga sér svona vil ég ekki tilheyra þeim hópi.“
18. Hvaða spádómar uppfylltust stuttu áður en Jesús dó?
18 Hvað segir Biblían? Nokkrum öldum áður opinberaði Jehóva í orði sínu að Messías yrði svikinn fyrir 30 silfurpeninga. (Sak. 11:12, 13) Svikarinn yrði einn af nánum vinum Jesú. (Sálm. 41:10) Spámaðurinn Sakaría skrifaði einnig: „Bana hirðinum og hjörðin mun tvístrast.“ (Sak. 13:7) Réttsinnað fólk myndi ekki hafna Jesú vegna þessara atburða heldur myndi það styrkja trú þeirra að sjá þessa spádóma uppfyllast á honum.
19. Hvað gerir réttsinnað fólk sér grein fyrir?
19 Sjáum við það sama nú á dögum? Já. Nokkrir þekktir vottar hafa yfirgefið Matt. 24:24; 2. Pét. 2:18–22.
sannleikann, orðið fráhvarfsmenn og reynt að fá aðra til að snúa baki við sannleikanum. Þeir hafa dreift neikvæðum fréttum, hálfsannindum og hreinum lygum um Votta Jehóva í gegnum fréttamiðla og netið. En réttsinnað fólk lætur það ekki villa um fyrir sér. Það veit að Biblían sagði fyrir að þetta myndi gerast. –20. Hvernig getum við komist hjá því að hneykslast vegna þeirra sem hafa yfirgefið sannleikann? (2. Tímóteusarbréf 4:4, 5)
20 Hvernig getum við komist hjá því að hneykslast? Við þurfum að viðhalda sterkri trú með reglulegu námi, með því að biðja stöðugt og vera upptekin við það verk sem Jehóva hefur falið okkur. (Lestu 2. Tímóteusarbréf 4:4, 5.) Ef við höfum trú kemur neikvætt umtal okkur ekki úr jafnvægi. (Jes. 28:16) Kærleikur okkar til Jehóva, Biblíunnar og trúsystkina okkar kemur í veg fyrir að við hneykslumst vegna þeirra sem hafa yfirgefið sannleikann.
21. Hverju megum við treysta þó að meirihluti fólks nú á dögum hafni boðskap okkar?
21 Margir á fyrstu öld hneyksluðust og höfnuðu Jesú. En margir tóku líka við honum. Þar á meðal voru að minnsta kosti einn úr Æðstaráði Gyðinga og „mikill fjöldi presta“. (Post. 6:7; Matt. 27:57–60; Mark. 15:43) Nú á dögum hafa milljónir manna líka valið að fylgja Jesú vegna þess að þeir þekkja og elska sannleika Biblíunnar. Í Biblíunni segir: „Gnótt friðar hafa þeir er elska lögmál þitt og þeim er við engri hrösun hætt.“ – Sálm. 119:165.
SÖNGUR 124 Sýnum tryggð
^ gr. 5 Í síðustu grein skoðuðum við fjórar ástæður fyrir því að fólk hafnaði Jesú þegar hann var á jörð og hvers vegna fólk hafnar fylgjendum hans nú á dögum. Í þessari grein skoðum við fjórar ástæður í viðbót. Við ræðum einnig hvers vegna þeir sem elska Jehóva láta ekkert verða til þess að þeir hafni Jesú.