Hvað getum við gefið Jehóva?
JESÚS sagði eitt sinn: „Sælla er að gefa en þiggja.“ (Post. 20:35) Þessi grundvallarsannindi eiga við um samband okkar við Jehóva. Hvernig? Jehóva hefur gefið okkur margar gjafir sem gleðja okkur en við getum notið enn meiri gleði með því að gefa Jehóva gjafir. Hvað getum við gefið Jehóva? Í Orðskviðunum 3:9 segir: „Tignaðu Drottin með eigum þínum.“ Eigur okkar eru meðal annars tími okkar, hæfileikar, starfsorka og efnislegar eigur. Þegar við notum eigur okkar til að efla sanna tilbeiðslu gefum við Jehóva gjöf og það veitir okkur mikla gleði.
Hvað getur hjálpað okkur að muna eftir að gefa Jehóva af efnislegum eigum okkar? Páll postuli hvatti Korintumenn til að „leggja í sjóð“ það sem þeir vildu gefa. (1. Kor. 16:2) Hvar færðu nánari upplýsingar um hvernig hægt er að gefa framlög þar sem þú býrð? Sjá rammann hér fyrir neðan.
Ekki er hægt að gefa framlög á Netinu í öllum löndum. En upplýsingar um aðrar leiðir til að gefa framlög er hægt að nálgast á heimasíðunni um framlög. Á sumum tungumálum er skjal á þessari síðu sem svarar algengum spurningum varðandi framlög.