Talið sannleikann
„Segið sannleikann hver við annan.“ – SAK. 8:16.
1, 2. Hvað hefur haft verstu hugsanlegu afleiðingar í för með sér fyrir mannkynið og hver á sökina á því?
SÍMINN, ljósaperan, bíllinn og ísskápurinn eru aðeins nokkrar af þeim uppfinningum sem hafa bætt daglegt líf. Aðrar uppfinningar hafa þó gert lífið hættulegra, svo sem byssupúður, jarðsprengjur, sígarettur og kjarnorkusprengjur. En til er nokkuð sem er eldra en allar þessar uppfinningar og hefur haft verstu hugsanlegu afleiðingar í för með sér fyrir mannkynið. Það er lygin. Lygi er að segja eitthvað sem maður veit að er ekki satt til að blekkja einhvern. Hver var fyrstur til að ljúga? Jesús Kristur sagði að djöfullinn væri „lyginnar faðir“. (Lestu Jóhannes 8:44.) Hvenær laug djöfullinn fyrst?
2 Það átti sér stað í Edengarðinum fyrir nokkur þúsund árum. Fyrstu mannhjónin, Adam og Eva, nutu lífsins í paradísinni sem skapari þeirra hafði búið þeim. Þá kom Satan djöfullinn til sögunnar. Hann vissi að Guð hafði bannað hjónunum að borða „af skilningstré góðs og ills“, annars myndu þau deyja. Samt notaði Satan höggorm til að segja við Evu: „Sannið til, þið munuð ekki deyja [fyrsta lygi sögunnar]. En Guð veit að um leið og þið etið af honum ljúkast 1. Mós. 2:15-17; 3:1-5.
augu ykkar upp og þið verðið eins og Guð og skynjið gott og illt.“ –3. Af hverju getum við sagt að lygi Satans hafi verið illkvittin og hvaða afleiðingar hafði hún?
3 Lygi Satans var illkvittin vegna þess að hann vissi mætavel að ef Eva tryði honum og borðaði ávöxtinn myndi hún deyja. Bæði Eva og Adam óhlýðnuðust boði Jehóva og dóu að lokum. (1. Mós. 3:6; 5:5) Og það sem meira er, þá er „dauðinn runninn til allra manna“ vegna þessarar syndar. Meira að segja „ríkti dauðinn ... einnig yfir þeim sem höfðu ekki syndgað á sömu lund og Adam.“ (Rómv. 5:12, 14) Nú er svo komið að í stað þess að njóta þess að lifa fullkomnu lífi að eilífu, eins og Guð ætlaði mönnunum í upphafi, lifa menn í „sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár“. Og jafnvel þá er lífið oft „mæða og hégómi“. (Sálm. 90:10) Hugsa sér hvað lygi Satans hefur haft hörmulegar afleiðingar!
4. (a) Hvaða spurningum þurfum við að geta svarað? (b) Hverjir geta átt vináttu Jehóva, samkvæmt því sem segir í Sálmi 15:1, 2?
4 Í Jóhannesi 8:44 segir Jesús um Satan: „[Hann] var ekki staðfastur í sannleikanum, því sannleiki er ekki í honum.“ (Biblían 1859) Sannleikurinn er enn ekki í Satan því að hann „afvegaleiðir alla heimsbyggðina“ með lygum sínum enn þann dag í dag. (Opinb. 12:9) Við viljum ekki að djöfullinn afvegaleiði okkur. Skoðum því eftirfarandi þrjár spurningar: Hvernig afvegaleiðir Satan fólk? Hvers vegna lýgur fólk? Og hvernig getum við ,talað sannleik‘ öllum stundum svo að við missum aldrei vináttuna við Jehóva eins og Adam og Eva gerðu? – Lestu Sálm 15:1, 2.
HVERNIG AFVEGALEIÐIR SATAN FÓLK?
5. Hvernig afvegaleiðir Satan fólk nú á dögum?
5 Páll postuli vissi að við getum komist hjá því ,að Satan nái tökum á okkur því að ekki er okkur ókunnugt um vélráð hans‘. (2. Kor. 2:11) Við vitum að allur heimurinn er undir stjórn Satans – þar á meðal falstrúarbrögð, spillt stjórnmálaöfl og gráðugur viðskiptaheimurinn. (1. Jóh. 5:19) Það kemur því ekki á óvart að Satan og illir andar hans hafi þau áhrif á menn í valdastöðum að þeir ljúgi. (1. Tím. 4:1, 2) Sum stórfyrirtæki framleiða til dæmis skaðlegar vörur og menn ljúga í auglýsingum til að hagnast á þeim sem falla fyrir svikum þeirra.
6, 7. (a) Hvers vegna eru trúarleiðtogar, sem ljúga, sérstaklega sekir? (b) Hvaða lygar hefur þú heyrt leiðtoga falstrúarbragða kenna?
6 Trúarleiðtogar, sem ljúga, eru sérstaklega sekir vegna þess að þeir stofna framtíð þeirra sem trúa lygunum í hættu. Það getur kostað menn eilífa lífið að trúa falskenningu og gera eitthvað sem Guð fordæmir. (Hós. 4:9) Jesús vissi að trúarleiðtogar á fyrstu öld voru sekir um slíkar blekkingar. Hann sagði þeim berum orðum: „Vei yður, fræðimenn og farísear, hræsnarar! Þér farið um láð og lög til að snúa einum til yðar trúar og þegar það tekst gerið þér hann hálfu verra vítisbarn [sem verðskuldar eilífa tortímingu] en þér sjálfir eruð.“ (Matt. 23:15) Jesús fordæmdi þessa leiðtoga falstrúarbragða og sagði að þeir ,ættu djöfulinn að föður, sem var manndrápari frá upphafi‘.– Jóh. 8:44.
7 Það vantar ekki trúarleiðtoga í heiminn, hvort sem þeir eru kallaðir prestar, rabbínar, lærifeður eða eitthvað annað. Þeir „kefja sannleikann“ í Biblíunni og Rómv. 1:18, 25) Þeir halda á lofti falskenningum eins og um ódauðleika sálarinnar, endurholdgun, „einu sinni hólpinn, alltaf hólpinn“ og þeirri fráleitu hugmynd að Guð sætti sig við líferni samkynhneigðra og hjónabönd þeirra.
„völdu lygina í staðinn fyrir sannleika Guðs“ rétt eins og trúarleiðtogarnir á fyrstu öld. (8. Hvaða lygi reiknum við með að heyra bráðlega frá stjórnmálamönnum og hvernig ættum við að bregðast við henni?
8 Stjórnmálamenn hafa einnig blekkt fólk með lygum sínum. Við eigum enn eftir að heyra eina stærstu lygina þegar þeir gefa þessa yfirlýsingu: „Friður og engin hætta.“ En „þá kemur snögglega tortíming yfir þá“. Við ættum ekki að láta þá blekkja okkur þegar þeir gera lítið úr því hvað þetta heimskerfi er í raun ótryggt. Enda ,vitum við það sjálf gjörla að dagur Drottins kemur sem þjófur á nóttu‘. – 1. Þess. 5:1-4.
HVERS VEGNA LÝGUR FÓLK?
9, 10. (a) Hvers vegna lýgur fólk og hvaða afleiðingar hefur það? (b) Hvað ættum við að hafa í huga varðandi Jehóva?
9 Þegar ný uppfinning verður vinsæl er hún fjöldaframleidd. Hið sama er að segja um lygina. Það er orðið algengt að ljúga og það er ekki bara áhrifamikið fólk sem blekkir aðra. Í greininni „Hvers vegna ljúgum við?“ eftir Yudhijit Bhattacharjee kemur fram að „búið sé að viðurkenna að lygi sé rótgróin í eðli manna“. Fólk lýgur oft sjálfum sér til verndar eða framdráttar. Það lýgur til að fela mistök sín og afbrot eða til að hagnast á því. Í greininni segir einnig að til sé fólk sem „fer létt með að ljúga í stóru sem smáu að ókunnugum, vinnufélögum, vinum og ástvinum“.
10 Hvaða afleiðingar hefur öll þessi lygi í för með sér? Fólk treystir ekki lengur hvert öðru og sambönd slitna. Hugsaðu þér til dæmis hversu niðurbrotinn eiginmaður verður ef hann kemst að því að konan hans hefur haldið fram hjá honum og logið að honum til að reyna að fela það. Eða þegar maður beitir konu sína og börn ofbeldi heima fyrir en þykist vera til fyrirmyndar þegar þau eru innan um aðra. Höfum samt í huga að slíkt fólk getur ekki haldið neinu leyndu fyrir Jehóva því að „allt er bert og öndvert augum hans“. – Hebr. 4:13.
11. Hvaða lærdóm getum við dregið af slæmu fordæmi Ananíasar og Saffíru? (Sjá mynd í upphafi greinar.)
11 Biblían segir til dæmis frá því að ,Satan hafi fyllt hjarta‘ kristinna hjóna á fyrstu öld svo að þau lugu að Guði. Ananías og Saffíra lögðu á ráðin um að blekkja postulana. Þau seldu eign en færðu postulunum aðeins hluta af ágóðanum. Hjónin þóttust gefa meira en þau í raun gerðu til að líta betur út í augum safnaðarins. En Jehóva sá hvað þau gerðu og refsaði þeim í samræmi við það. – Post. 5:1-10.
12. Hvar lenda iðrunarlausir og illgjarnir lygarar og hvers vegna?
12 Hvað finnst Jehóva um lygar? Satan og allir iðrunarlausir og illgjarnir lygarar, sem líkja eftir honum, lenda í ,díki elds‘. (Opinb. 20:10; 21:8; Sálm. 5:7) Hvers vegna? Vegna þess að Jehóva setur slíka lygara í flokk með þeim sem iðka það sem er viðurstyggilegt í augum hans. – Opinb. 22:15.
13. Hvað vitum við um Jehóva og hvað hvetur það okkur til að gera?
13 Við vitum að Jehóva „er ekki maður sem lýgur“. Reyndar „er óhugsandi 4. Mós. 23:19; Hebr. 6:18) ,Drottinn hatar lygna tungu.‘ (Orðskv. 6:16, 17) Við þurfum að lifa samkvæmt mælikvarða Jehóva og vera sannsögul til að hljóta velþóknun hans. Þess vegna ,ljúgum við ekki hvert að öðru‘. – Kól. 3:9.
að Guð fari með lygi“. (VIÐ ,SEGJUM SANNLEIKANN‘
14. (a) Hvernig erum við ólík þeim sem tilheyra falstrúarbrögðum? (b) Útskýrðu meginregluna í Lúkasi 6:45.
14 Á hvaða hátt eru þjónar Jehóva ólíkir þeim sem tilheyra falstrúarbrögðum? Við ,segjum sannleikann‘. (Lestu Sakaría 8:16, 17.) Páll sagði: „Í öllu læt ég sjást að ég er þjónn Guðs ... með orði sannleikans.“ (2. Kor. 6:4, 7) Jesús sagði um góðan mann: „Af gnægð hjartans mælir munnur hans.“ (Lúk. 6:45) Það þýðir að heiðarlegur maður segir alltaf satt. Hann segir satt í stóru sem smáu – við ókunnuga, vinnufélaga, vini og ástvini. Lítum á nokkur dæmi um hvernig við getum reynt að vera heiðarleg í öllu.
15. (a) Hvers vegna er aldrei skynsamlegt að reyna að lifa tvöföldu lífi? (b) Hvað getur hjálpað unglingum að standast hópþrýsting? (Sjá neðanmálsgrein.)
15 Hvað ef þú ert unglingur og vilt falla í hópinn með jafnöldrunum? Gættu þess að fara aldrei að lifa tvöföldu lífi eins og sumir hafa gert. Þeir virðast siðsamir þegar þeir umgangast fjölskyldu sína og trúsystkini en haga sér allt öðruvísi þegar þeir eru innan um unglinga í heiminum og á samfélagsmiðlum. Þeir nota kannski ljótt orðbragð, klæða sig ósiðsamlega, hlusta á siðspillta tónlist, misnota áfengi eða fíkniefni, eiga kærasta eða kærustu á laun eða eitthvað verra. Þeir lifa í lygi því að þeir ljúga að foreldrum sínum, trúsystkinum og Guði. (Sálm. 26:4, 5) Það fer ekki fram hjá Jehóva þegar við ,heiðrum hann með vörunum en hjarta okkar er langt frá honum‘. (Mark. 7:6) Það er miklu betra að gera eins og segir í Orðskviðunum: „Lát eigi hjarta þitt öfunda syndara, heldur ástunda guðsótta á degi hverjum.“ – Orðskv. 23:17, Biblían 1981. *
16. Hvers vegna er heiðarleiki mikilvægur þegar sótt er um að þjóna í fullu starfi?
16 Ef til vill langar þig til að verða brautryðjandi eða þjóna í sérstakri Hebr. 13:18) Hvað ef þú hefur gert eitthvað vafasamt eða óhreint en ekki talað um það við öldungana? Leitaðu aðstoðar þeirra svo að þú getir þjónað Jehóva með góðri samvisku. – Rómv. 9:1; Gal. 6:1.
þjónustu í fullu starfi, eins og til dæmis á Betel. Þegar þú fyllir út umsóknareyðublað er mikilvægt að þú svarir heiðarlega öllum spurningum um heilsu þína, val á afþreyingu og siðferði. (17. Hvað ættum við að gera þegar þeir sem ofsækja okkur spyrja um trúsystkini okkar?
17 Hvað ættirðu til dæmis að gera ef yfirvöld banna starfsemi safnaðarins í landinu þar sem þú býrð og þú ert kallaður í yfirheyrslu og spurður um trúsystkini þín? Þarftu að segja þeim allt sem þú veist? Hvað gerði Jesús þegar hann var yfirheyrður af rómverska landstjóranum? Stundum sagði hann ekki orð, enda segir meginregla Biblíunnar: „Að þegja hefur sinn tíma og að tala hefur sinn tíma.“ (Préd. 3:1, 7; Matt. 27:11-14) Í slíkum aðstæðum er betra að þegja svo að við stofnum trúsystkinum okkar ekki í hættu. – Orðskv. 10:19; 11:12.
18. Hvað ættum við að gera þegar öldungarnir spyrja um trúsystkini okkar?
18 Hvað ef einhver í söfnuðinum hefur syndgað alvarlega og þú veist af því? Öldungarnir bera ábyrgð á að halda söfnuðinum siðferðilega hreinum og þurfa kannski að spyrja þig hvað þú veist um málið. Hvað gerirðu þá, sérstaklega ef náinn vinur eða ættingi á í hlut? „Sannsögult vitni mælir það sem rétt er.“ (Orðskv. 12:17; 21:28) Þú átt því að segja öldungunum alveg eins og er og ekki draga neitt undan. Þeir eiga rétt á að fá að heyra alla söguna svo að þeir geti ákveðið hvernig best sé að hjálpa þeim sem syndgaði að endurheimta sambandið við Jehóva. – Jak. 5:14, 15.
19. Hvað skoðum við í næstu grein?
19 Sálmaritarinn Davíð sagði við Jehóva í bæn: „Þú hefur þóknun á hreinskilni hið innra.“ (Sálm. 51:8) Davíð vissi að heiðarleiki kemur frá hjartanu. Sannkristnir menn ,segja sannleikann hver við annan‘ á öllum sviðum lífsins. Önnur leið til að sýna að við sem þjónum Guði skerum okkur úr er að kenna öðrum sannleikann. Í næstu grein skoðum við hvernig við getum gert það.
^ gr. 15 Sjá 15. og 16. kafla bókarinnar Spurningar unga fólksins – svör sem duga, 2. bindi. Kaflarnir heita „Hvernig get ég staðist hópþrýsting?“ og „Þarf nokkur að vita að ég lifi tvöföldu lífi?“