Hvað heitir Guð?
Ef maður vill kynnast einhverjum byrjar maður yfirleitt á að spyrja hann að nafni. Hverju myndi Guð svara ef þú spyrðir hann að nafni?
„Ég er Jehóva. Það er nafn mitt.“ – Jesaja 42:8, New World Translation.
Vera má að nafnið Jehóva (eða Jahve) sé nýtt fyrir þér vegna þess að margir biblíuþýðendur nota nafn Guðs mjög sparlega ef þeir nota það yfirhöfuð. Þeir setja oft titilinn „Drottinn“ í staðinn. En nafn Guðs kemur um 7.000 sinnum fyrir í frummálstexta Biblíunnar. Nafnið er ritað með fjórum hebreskum samhljóðum sem samsvara JHVH. Framburðarmyndin „Jehóva“ á sér langa sögu.
Nafn Guðs kemur oft fyrir í hebreskum texta Gamla testamentisins og finnst í mörgum þýðingum.
HVERS VEGNA SKIPTIR NAFN GUÐS MÁLI?
Nafnið skiptir máli fyrir Guð sjálfan. Hann valdi sér nafnið sjálfur. Jehóva Guð lýsti yfir: „Þetta er nafn mitt um aldur og ævi, heiti mitt frá kyni til kyns.“ (2. Mósebók 3:15) Nafn Guðs kemur oftar fyrir í Biblíunni en nokkur titill sem hann ber, svo sem alvaldur, faðir, Drottinn og Guð. Og það kemur oftar fyrir en nokkuð annað eiginnafn, eins og Abraham, Móse, Davíð og Jesús. Þar að auki vill Jehóva að fólk þekki nafn hans. Í Biblíunni segir: „Þeir játi að þú, sem berð nafnið Drottinn [„Jehóva“ samkvæmt frummálinu], þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.“ – Sálmur 83:19.
Nafnið skiptir máli fyrir Jesú. Í faðirvorinu kenndi Jesús fylgjendum sínum að biðja til Guðs með þessum orðum: „Helgist þitt nafn.“ (Matteus 6:9) Og Jesús bað sjálfur: „Faðir, ger nafn þitt dýrlegt!“ (Jóhannes 12:28) Líf Jesú snerist um að gera nafn Guðs dýrlegt og því gat hann sagt við Guð í bæn: „Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra.“ – Jóhannes 17:26.
Nafnið skiptir máli fyrir þá sem þekkja Guð. Þjónar Guðs til forna skildu að vernd þeirra og björgun var háð því að þeir þekktu og virtu einstakt Orðskviðirnir 18:10) „Hver sem ákallar nafn Drottins [Jehóva] verður hólpinn.“ (Jóel 3:5) Af Biblíunni má sjá að þjónar Guðs myndu þekkjast á nafni hans. „Aðrar þjóðir munu lifa, hver í nafni síns guðs, en vér munum lifa í nafni Drottins [Jehóva], Guðs vors, um aldir alda.“ – Míka 4:5; Postulasagan 15:14.
nafn Guðs. „Nafn Drottins [Jehóva] er sterkur turn, þangað hleypur hinn réttláti og er óhultur.“ (HVAÐ BER NAFNIÐ MEÐ SÉR?
Nafnið auðkennir Guð. Margir fræðimenn telja að nafnið Jehóva merki „hann lætur verða“. Jehóva Guð gaf innsýn í merkingu nafnsins þegar hann sagði eftirfarandi um sjálfan sig við Móse: „Ég er sá sem ég er.“ (2. Mósebók 3:14) Hebreska frumtextann má einnig þýða: „Ég verð sá sem ég kýs að verða.“ Nafn Guðs gefur því til kynna meira en að hann sé skapari alls. Nafn hans sýnir að hann getur látið sjálfan sig og sköpunarverk sitt verða hvaðeina sem þarf til að fyrirætlun hans nái fram að ganga. Titlar geta lýst stöðu, valdi eða mætti Guðs en aðeins nafn hans, Jehóva, felur í sér allt sem hann er og getur orðið.
Nafnið sýnir að Guð hefur áhuga á okkur. Merking nafnsins bendir til þess að tryggð hans við sköpunarverkið, þar á meðal okkur, dvíni ekki. Guð hefur þar að auki opinberað okkur nafn sitt sem sýnir að hann vill að við kynnumst sér. Hann sagði okkur hvað hann heitir áður en okkur datt í hug að spyrja hann að nafni. Guð vill greinilega ekki að við lítum á hann sem einhvern óljósan og fjarlægan guðdóm heldur sem raunverulega persónu sem við getum nálgast. – Sálmur 73:28.
Við sýnum að við höfum áhuga á Guði með því að nota nafn hans. Hvað fyndist þér ef sá sem þú vildir vingast við þverneitaði að nota nafnið þitt þó að þú bæðir hann um það? Þú myndir eflaust fyrr eða síðar velta fyrir þér hvort hann vilji yfirhöfuð vera náinn vinur þinn. Eins er það með Guð. Jehóva hefur sagt mannkyninu hvað hann heitir og hann hvetur okkur til að nota nafn sitt. Þegar við gerum það sýnum við Jehóva að við viljum nálægja okkur honum. Hann tekur meira að segja eftir þeim sem „virða nafn hans“, eða meta það mikils. – Malakí 3:16.
Til að kynnast Guði er mikilvægt að við þekkjum nafn hans. En það er ekki nóg. Við þurfum líka að kynnast honum sem persónu. Við þurfum að kynnast því hvernig hann er.
HVAÐ HEITIR GUÐ? Guð heitir Jehóva. Nafnið Jehóva gefur til kynna að hann geti komið fyrirætlun sinni til leiðar.