Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hlustar Guð á bænir þínar?

Hlustar Guð á bænir þínar?

Heldurðu að Guð hlusti þegar þú biður til hans?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

  • Guð hlustar á bænir. Biblían gefur okkur þessa fullvissu: „Drottinn er nálægur öllum sem ákalla hann, öllum sem ákalla hann í einlægni ... og hróp þeirra heyrir hann.“ – Sálmur 145:18, 19.

  • Guð vill að þú biðjir til hans. Biblían hvetur: „Segið Guði frá öllu sem ykkur liggur á hjarta með því að biðja innilega til hans og þakka honum.“ – Filippíbréfið 4:6.

  • Guði er mjög annt um þig. Guð gerir sér fulla grein fyrir vandamálum okkar og áhyggjum, og hann vill hjálpa okkur. „Varpið öllum áhyggjum ykkar á hann,“ segir Biblían, „því að hann ber umhyggju fyrir ykkur“. – 1. Pétursbréf 5:7.