Við höfum þörf á betri heimi
„Heimurinn er í uppnámi.“ Þetta sagði António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Ertu ekki sammála?
Við heyrum stöðugt átakanlegar fréttir af ...
sjúkdómum og faröldrum.
náttúruhamförum.
fátækt og hungri.
mengun og hlýnun jarðar.
glæpum, ofbeldi og spillingu.
styrjöldum.
Við höfum greinilega þörf á betri heimi – heimi þar sem fólk mun njóta ...
fullkominnar heilsu.
öryggis.
nægilegs matar.
heilsusamlegs umhverfis.
réttlætis.
heimsfriðar.
En hvað er átt við þegar við tölum um betri heim?
Hvað verður um heiminn sem við búum í núna?
Hvað getum við gert til að fá að búa í betri heimi?
Í þessu tölublaði Varðturnsins skoðum við hughreystandi svör Biblíunnar við þessum spurningum og fleirum.