Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Hvað er Guðsríki?

SUMIR HALDA að það sé innra með fólki. Aðrir halda að það sé viðleitni manna til að koma á friði og einingu í heiminum. Hvað heldur þú?

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Guð himnanna [mun] magna upp ríki sem aldrei mun hrynja ... Það mun eyða öllum þessum ríkjum.“ (Daníel 2:44) Ríki Guðs er raunveruleg ríkisstjórn.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

Hvenær kemur ríki Guðs?

HVAÐ MYNDIR ÞÚ SEGJA?

  • Það veit enginn.

  • Bráðlega.

  • Aldrei.

HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?

„Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) Þegar boðun fagnaðarerindisins er lokið kemur ríki Guðs til að binda enda á þetta núverandi illa heimskerfi.

FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI

  • Enginn maður veit nákvæmlega hvenær ríki Guðs kemur. – Matteus 24:36.

  • Spádómar Biblíunnar sýna að ríki Guðs kemur bráðlega. – Matteus 24:3, 7, 12.