Hverju svarar Biblían?
Hvað er Guðsríki?
SUMIR HALDA að það sé innra með fólki. Aðrir halda að það sé viðleitni manna til að koma á friði og einingu í heiminum. Hvað heldur þú?
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?
„Guð himnanna [mun] magna upp ríki sem aldrei mun hrynja ... Það mun eyða öllum þessum ríkjum.“ (Daníel 2:44) Ríki Guðs er raunveruleg ríkisstjórn.
FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI
Ríki Guðs stjórnar frá himni. – Matteus 10:7; Lúkas 10:9.
Guð notar ríki sitt til að láta vilja sinn ná fram að ganga á jörðu sem á himni. – Matteus 6:10.
Hvenær kemur ríki Guðs?
HVAÐ MYNDIR ÞÚ SEGJA?
Það veit enginn.
Bráðlega.
Aldrei.
HVAÐ SEGIR BIBLÍAN?
„Fagnaðarerindið um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina til þess að allar þjóðir fái að heyra það. Og þá mun endirinn koma.“ (Matteus 24:14) Þegar boðun fagnaðarerindisins er lokið kemur ríki Guðs til að binda enda á þetta núverandi illa heimskerfi.
FLEIRI UPPLÝSINGAR ÚR BIBLÍUNNI
Enginn maður veit nákvæmlega hvenær ríki Guðs kemur. – Matteus 24:36.
Spádómar Biblíunnar sýna að ríki Guðs kemur bráðlega. – Matteus 24:3, 7, 12.