Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hverju svarar Biblían?

Hverju svarar Biblían?

Hvað er Harmagedón?

Sumir halda ...

að jörðin muni farast af völdum kjarnavopna eða vegna umhverfiseyðingar. Hvað heldur þú?

Hvað segir Biblían?

Harmagedón er táknrænn staður „stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins alvalda“, sem er stríð hans gegn óguðlegum. – Opinberunarbókin 16:14, 16.

Frekari upplýsingar úr Biblíunni

  • Guð heyr stríðið við Harmagedón, ekki til að eyða jörðinni heldur til að bjarga henni frá eyðingu af mannavöldum. – Opinberunarbókin 11:18.

  • Harmagedónstríðið bindur enda á öll stríð. – Sálmur 46:9, 10.

Er hægt að lifa af Harmagedónstríðið?

Hvað myndir þú segja?

  • Já.

  • Nei.

  • Kannski.

Hvað segir Biblían?

„Mikill múgur“ manna af öllum þjóðum mun lifa af ,þrenginguna miklu‘ sem endar með Harmagedónstríðinu. – Opinberunarbókin 7:9, 14.

Frekari upplýsingar úr Biblíunni

  • Guð vill að sem flestir lifi af Harmagedónstríðið. Hann eyðir hinum illu þegar ekki er annarra kosta völ. – Esekíel 18:32.

  • Biblían útskýrir hvernig hægt sé að lifa af Harmagedónstríðið. – Sefanía 2:3.