PRÓFAÐU ÞETTA
Finndu andlega gimsteina sem þú getur nýtt þér
Þegar við lesum í Biblíunni getum við leitað að andlegum gimsteinum með því að rannsaka það sem við finnum. En hvernig getum við haft enn meira gagn af því?
Skoðaðu betur smáatriðin í biblíufrásögunni. Athugaðu til dæmis hver skrifaði kaflann, til hverra hann var skrifaður og hvenær. Hverjar voru aðstæðurnar, hvað gerðist áður og hvað gerðist eftir að atburðurinn átti sér stað?
Komdu auga á það sem þú getur lært með því að nota spurningar eins og: Hvernig leið fólkinu sem fjallað er um? Hvaða eiginleika sýndi það? Hvers vegna ætti ég annaðhvort að líkja eftir þessum eiginleikum eða forðast að tileinka mér þá?
Farðu eftir því sem þú hefur lært, ef til vill í boðuninni eða í samskiptum við annað fólk. Þegar þú gerir það upplifirðu viskuna í því sem Jesús segir: „Þetta vitið þið og þið eruð hamingjusamir ef þið farið eftir því.“ – Jóh. 13:17.
-
Tillaga: Taktu eftir því hvernig efnið í dagskránni fyrir samkomuna í miðri viku undir liðnum Fjársjóðir í orði Guðs hjálpar okkur að beina athyglinni að því hvernig við getum heimfært það sem við lærum. Þar er reglulega að finna spurningar sem er gott að spyrja sig, umhugsunarefni og myndir sem við getum skoðað.