ORÐALAG BIBLÍUNNAR
Fyrirgefning á undan lausnarfórninni
Við getum aðeins fengið syndir fyrirgefnar vegna lausnarfórnarinnar sem Jesús greiddi með blóði sínu. (Ef. 1:7) Samt segir Biblían: ‚Guð sýndi réttlæti sitt vegna þess að hann var umburðarlyndur og fyrirgaf syndirnar sem fólk hafði áður drýgt‘, það er áður en Jesús sá fyrir lausnargjaldinu. (Rómv. 3:25) Hvernig gat Jehóva gert þetta og á sama tíma verið trúr fullkomnum réttlætismælikvarða sínum?
Frá sjónarhóli Jehóva var lausnargjaldið svo gott sem greitt frá því augnabliki sem hann ákvað að sjá fyrir „afkomanda“ sem myndi frelsa þá sem sýndu trú á hann og loforð hans. (1. Mós. 3:15; 22:18) Guð var fullviss um að einkasonur hans myndi fúslega sjá fyrir lausnargjaldinu á settum tíma. (Gal. 4:4; Hebr. 10:7–10) Þegar Jesús var á jörðinni sem fulltrúi Guðs hafði hann vald til að fyrirgefa syndir áður en lausnargjaldið hafði verið greitt. Hann gat fyrirgefið syndir þeirra sem trúðu vegna þess að hann vissi að fórnin sem hann átti eftir að færa myndi hylja syndirnar. – Matt. 9:2–6.