PRÓFAÐU ÞETTA
Skapaðu þér góðar aðstæður til sjálfsnáms
Myndirðu vilja fá meira út úr sjálfsnámi þínu? Eftirfarandi tillögur gætu hjálpað þér að einbeita þér betur í sjálfsnáminu:
-
Finndu þér hentugan stað. Reyndu að finna þér snyrtilegan stað þar sem er góð birta. Það getur verið við skrifborð eða þægilegur staður úti undir beru lofti.
-
Finndu stað þar sem þú getur haft næði. Jesús kaus að biðja „snemma morguns“ þar sem hann gat verið í einrúmi. (Mark. 1:35) Ef ekki er hægt að fá algert næði gætirðu látið fjölskylduna eða þá sem þú býrð með vita hvenær þú sinnir sjálfsnámi og beðið þau að taka tillit til þess.
-
Forðastu það sem truflar þig. Ef þú notar síma eða spjaldtölvu í sjálfsnáminu skaltu slökkva á tilkynningum eða prófa að stilla á flugstillingu. Og ef þú manst eftir einhverju sem þú þarft að gera skaltu skrifa það hjá þér og afgreiða það síðar. Ef þér finnst erfitt að einbeita þér skaltu taka þér pásu til að fá þér göngu eða gera teygjur.