Framtíðin — hver getur sagt hana fyrir?
Framtíðin — hver getur sagt hana fyrir?
EINS og allir vita er erfitt að spá, einkum um framtíðina. Þegar spárnar rætast ekki, eins og augljóst er um dæmin hér til hliðar, hefur það greinilega verið til lítils að reyna.
Frá fornu fari hafa menn reynt að sjá fyrir hvað framtíðin beri í skauti sér. Enn þann dag í dag langar okkur flest til að geta skyggnst inn í framtíðina. Þessi leit að þekkingu á ókomnum atburðum hefur komið mönnum til að reyna fjölbreytilegustu aðferðir. Menn hafa til dæmis skoðað mannslíkamann í leit að vísbendingum um framtíðina, allt frá andlitsdráttum og lögun höfuðkúpunnar upp í drættina í lófa mannsins. Menn hafa virt fyrir sér dýrin, hegðun og hreyfingar músa eða snáka, flug fuglanna, jafnvel hvernig hani tínir upp fræ af jörðinni. Sumir horfa í kristalkúlur og aðrir spá í spil og bolla. Aðferðirnar eru breytilegar frá manni til manns, landi til lands og einum tíma til annars, en árangurinn er alltaf sá sami: það tekst ekki.
Sá er þó til sem getur sagt fyrir með nákvæmni hvað framtíðin ber í skauti sér. Hver er það? Jehóva Guð. Jehóva er einstakur að því leyti að hann „kunngjörði endalokin frá öndverðu.“ Jafnvel þótt vissir atburðir hafi ekki enn náð að fullnast getur Guð sagt fyrir hvernig þeim mun lykta. Já, Jehóva Guð getur sagt fyrir framtíð mannsins ekki aðeins næstu daga heldur margar aldir fram í tímann! — Jesaja 46:10.
Leit mannsins að vitneskju um framtíðina þarf því ekki að vera vonlaus. Orð Guðs, Biblían, segir okkur mikilvægustu atriðin. Hvað sýnir hún mannkynið eiga í vændum?
[Myndir á blaðsíðu 3]
„Loftför þyngri en andrúmsloftið munu aldrei geta flogið.“ — Kelvin lávarður, breskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur og forseti The Royal Society (breskt félag helgað náttúruvísindum), um 1895. *
[Neðanmáls]
^ Þessi dæmi eru tekin úr bókinni The Experts Speak eftir Christopher Cerf og Victor Navasky.
„Ef við viljum reyna að skilja lífið eins og það verður á sjöunda áratugnum þurfum við fyrst að gera okkur ljóst að fæði, klæði og húsaskjól verður jafnódýrt og loftið.“ — John Langdon-Davis, breskur blaðamaður og félagi í Konunglega mannfræðifélaginu, 1936.
„Þetta er það heimskulegasta sem við höfum nokkurn tíma gert. . . . Sprengjan mun aldrei springa og ég tala sem sérfræðingur um sprengiefni.“ — William Leahy aðmíráll, ráðgjafi Harrys Trumans bandaríkjaforseta. Hann lét þessi orð falla árið 1945 um kjarnorkusprengjuna.
[Credit line]
Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna