Leitið þeirra sem með réttu hneigjast til eilífs lífs
Leitið þeirra sem með réttu hneigjast til eilífs lífs
„Allir þeir sem með réttu hneigðust til eilífs lífs tóku trú.“ — POSTULASAGAN 13:48, NW.
1. Hvað getur Jehóva gert í sambandi við mannshjartað?
JEHÓVA Guð getur lesið hjartað. Það kom skýrt fram er spámaðurinn Samúel fór til að smyrja son Ísaí sem konung Ísraels. Er Samúel sá Elíab hugsaði hann: „‚Vissulega stendur hér frammi fyrir [Jehóva] hans smurði.‘ En [Jehóva] sagði við Samúel: ‚Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt, því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það, sem mennirnir líta á. Mennirnar líta á útlitið, en [Jehóva] lítur á hjartað.‘“ Samúel var síðan látinn smyrja Davíð sem reyndist ‚maður eftir Guðs hjarta.‘ — 1. Samúelsbók 13:13, 14; 16:4-13.
2. Hvað á sér rætur í hinu táknræna hjarta mannsins og hvað lesum við því um það í Ritningunni?
2 Ákveðin viðhorf eru ríkjandi hjá hverjum einstaklingi. Hann hefur ákveðið eðlisfar sem á sér rætur í táknrænu hjarta hans. (Matteus 12:34, 35; 15:18-20) Þannig lesum við að ‚ófriður sé í hjarta manns.‘ (Sálmur 55:22) Okkur er sagt að ‚reiðigjarn maður veki deilur,‘ og við lesum: „Til eru félagar sem eru fúsir til að vinna öðrum tjón, en til er vinur sem er tryggari en bróðir.“ (Orðskviðirnir 18:24, NW; 29:22) Sem betur fer líkjast margir sumum heiðinna manna í Antíokkíu í Pisidíu til forna. Er þeir heyrðu um hjálpræðisráðstöfun Jehóva „glöddust þeir og vegsömuðu orð Jehóva, og allir þeir sem með réttu hneigðust til eilífs lífs tóku trú.“ — Postulasagan 13:44-48; NW.
Trúaðir eru „hjartahreinir“
3, 4. (a) Hverjir eru hjartahreinir? (b) Hvernig sjá hinir hjartahreinu Guð?
3 Þessir Antíokkíumenn, sem tóku kristna trú, létu skírast, og hinir trúföstu þeirra á meðal gátu heimfært á sig orð Jesú: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ (Matteus 5:8) En hverjir eru „hjartahreinir“? Og hvernig ‚sjá þeir Guð‘?
4 Hjartahreinir menn eru hreinir hið innra. Jákvætt mat þeirra, ást, langanir og áhugahvatir eru hreinar. (2. Tímóteusarbréf 1:5) Þeir sjá Guð núna á þann hátt að þeir sjá hann vinna í þágu ráðvandra manna. (Samanber 2. Mósebók 33:20; Jobsbók 19:26; 42:5.) Gríska orðið, sem hér er þýtt „sjá,“ merkir einnig að „sjá með huganum, skynja, vita.“ Með því að Jesús endurspeglaði persónuleika Guðs fullkomlega fá „hjartahreinir“ menn, sem iðka trú á Krist og friðþægingarfórn hans, innsýn í þann persónuleika, fyrirgefningu synda sinnar og geta dýrkað Guð á velþóknanlegan hátt. (Jóhannes 14:7-9; Efesusbréfið 1:7) Hjá hinum smurðu nær það að sjá Guð hámarki er þeir fá upprisu til himna þar sem þeir munu í raun og veru sjá Guð og Krist. (2. Korintubréf 1:21, 22; 1. Jóhannesarbréf 3:2) Allir hjartahreinir menn geta þó séð Guð vegna nákvæmrar þekkingar og sannrar guðsdýrkunar. (Sálmur 24:3, 4; 1. Jóhannesarbréf 3:6; 3. Jóhannesarbréf 11) Þeir hneigjast með réttu til eilífs lífs á himni eða á jörð sem verður paradís. — Lúkas 23:43; 1. Korintubréf 15:50-57; 1. Pétursbréf 1:3-5.
5. Hvernig aðeins er hægt að taka trú og verða sannur fylgjandi Jesú Krist?
5 Þeir sem ekki hneigjast með réttu til eilífs lífs taka ekki trú. Þeir geta ekki iðkað trú. (2. Þessaloníkubréf 3:2) Auk þess getur enginn orðið sannur fylgjandi Jesú Krists nema hann sé námshæfur og Jehóva, sem sér hvað í hjartanu býr, dragi hann til sín. (Jóhannes 6:41-47) Þegar vottar Jehóva prédika hús úr húsi dæma þeir auðvitað engan fyrirfram. Þeir geta ekki lesið hvað býr í hjartanu heldur láta það vera í ástríkri hendi Jehóva hvernig fer.
6. (a) Hvað hefur verið sagt um persónuleg tengsl í þjónustunni hús úr húsi? (b) Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hjálpa vottum Jehóva að finna þá sem með réttu hneigjast til eilıfs lífs?
6 Fræðimaður sagði einu sinni: „[Páll] kenndi sannleikann opinberlega og hús úr húsi. Hann prédikaði Krist bæði frá ræðupallinum en einnig gegnum persónuleg tengsl við fólk. Hin persónulega snerting er oft langtum áhrifaríkari en nokkur önnur aðferð við að ná til sálna manna.“ (August Van Ryn) Rit eins og Handbók Guðveldisskólans, Rökrætt út af Ritningunni og Ríkisþjónusta okkar hjálpa vottum Jehóva að flytja ræður og ná sem bestum árangri gegnum persónuleg tengsl í þjónustu sinni á akrinum. Sýnikennslur á þjónustusamkomum og heilræði í Guðveldisskólanum eru líka hjálpleg. Þeir sem stunda skólann fá þar verðmæta þjálfun í mismunandi atriðum ræðumennsku, svo sem góðum inngangi, réttri notkun Ritningarinnar, rökfastri úrvinnslu, sannfærandi rökfærslu, lýsingum og áhrifaríku niðurlagi. Við skulum líta á framlag Biblíunnar til slíkrar fræðslu sem getur gert þjóna Guðs enn áhrifameiri er þeir leita að þeim sem hneigjast með réttu til eilífs lífs.
Inngagnsorð sem vekja ahuga
7. Hvað kenna upphafsorð fjallræðu Jesú um inngangsorð?
7 Þeir sem eru að búa sig undir boðun fagnaðarerindisins hús úr húsi geta lært sitthvað af fordæmi Jesú um inngangsorð sem vekja áhuga. Í inngangsorðum fjallræðu sinnar notaði hann orðið „sælir“ níu sinnum. Til dæmis sagði hann: „Sælir eru þeir sem skynja andlega þörf sína, því að himnaríkið tilheyrir þeim, . . . Sælir eru hógværir því að þeir munu erfa jörðina.“ (Matteus 5:3-12, NW) Orð hans voru skýr og blátt áfram. Og þessi inngangsorð vöktu áhuga og þau hofðuðu til áheyrenda hans, því að allir vilja vera hamingjusamir.
8. Hvernig ætti að kynna umræðuefni í þjónustunni hús úr húsi?
8 Kynna ætti sérhvert umræðuefni, sem notað er í þjónustunni hús úr húsi, á jákvæðan og viðfelldinn hátt. Enginn ætti þó að nota slík inngangsorð að fólki verður hverft við, svo sem: „Ég er með boðskap til þín utan ur geimnum.“ Fagnaðarerindið er auðvitað frá himni komið, en slík inngangsorð gætu hæglega vakið þá spurningu hjá húsráðanda hvort hægt sé að taka vottinn alvarlega eða hvort hann eigi að losa sig við hann sem skjótast.
Farið rétt með orð Guðs
9. (a) Hvernig ætti að kynna ritningarstaði í þjónustunni, lesa þá og heimfæra? (b) Hvaða dæmi er nefnt til að sýna að Jesús beitti spurningum?
9 Mikilvægt er að kynna ritningarstaði rétt, lesa þá með hæfilegum áherslum og heimfæra þá skýrt og nákvæmlega, jafnt úti í þjónustunni á akrinum sem á ræðupallinum. Spurningar, sem fá húsráðanda til að hugsa um biblíuleg atriði, geta einnig verið gagnlegar. Enn sem fyrr má læra af kennsluaðferð Jesú. Einu sinni spurði lögfróður maður hann: „Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús spurði á móti: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“ Vafalaust vissi Jesús að maðurinn gat svarað þessari spurningu. Hann svaraði rétt og sagði: „Elska skalt þú [Jehóva], Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Jesús hrósaði honum fyrir svarið og umræðurnar héldu áfram. — Lúkas 10:25-37.
10. Hvað ætti að hafa í huga varðandi umræðuefnið og hvað ætti að forðast þegar varpað er fram spurningum til húsráðandans?
10 Þeir sem bera vitni hús úr húsi ættu að leggja áherslu á stef umræðuefnisins fyrir boðunarstarfið og láta koma skýrt fram hvers vegna verið er að lesa ritningargreinar úr Biblíunni sem eru undirstaða þessa umræðuefnis. Þar eð votturinn vill ná til hjarta húsráðandans ætti hann að forðast að spyrja spurninga sem geta gert húsráðandann vandræðalegan. Megi ‚mál okkar alltaf vera ljúflegt og salti kryddað‘ er við notum orð Guðs. — Kólossubréfið 4:6.
11. Hvernig er það þegar Jesús varð fyrir freistingu frá Satan dæmi um notkun Ritningarinnar til að leiðrétta röng sjónarmið?
11 Einkum þegar farið er í endurheimsóknir getur þurft að leiðrétta röng sjónarmið með því að sýna hvað Ritningin raunverulega segir og á við. Jesús gerði eitthvað í þá áttina er hann vísaði Satan á bug, en Satan hafði sagt: „Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan [af brún musterisins sem gat jafngilt sjálfsmorði], því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.“ Sálmur 91:11, 12, sem Satan vitnaði í, réttlætir ekki að menn stofni lífinu, sem er gjöf frá Guði, í voða. Jesús vissi að það væri rangt að freista Jehóva með því að stofna lífi sínu í hættu að óþörfu og sagði Satan: „Aftur er ritað: ‚Ekki skalt þú freista [Jehóva], Guðs þíns.‘“ (Matteus 4:5-7) Satan er auðvitað ekki að leita sannleikans, en þegar sannsýnir einstaklingar láta í ljós röng viðhorf er gætu hindrað andlega framför þeirra, þá ætti þjónn orðs Guðs að sýna þeim háttvíslega hvað Ritningin raunverulega segir og á við. Það er allt hluti af því að ‚fara rétt með orð sannleikans‘ og er ein af þeim mikilvægu lexíum sem kennd er í Guðveldisskólanum. — 2. Tímóteusarbréf 2:15.
Sannfærsla getur verið við hæfi
12, 13. Hvers vegna er rétt að reyna að sannfæra fólk í þjónustunni?
12 Sannfærsla og fortölur eru við hæfi í hinni kristnu þjónustu. Til dæmis hvatti Páll samverkamann sinn, Tímóteus, til að halda staðfastur áfram í því sem hann hafði lært og væri „sannfærður um.“ (2. Tímóteusarbréf 3:14, Bi. 1859) Í Korintu ræddi Páll við menn „í samkunduhúsinu hvern hvíldardag og reyndi að sannfæra bæði Gyðinga og Grikki.“ (Postulasagan 18:1-4) Í Efesus flutti Páll ræður með góðum árangri og „reyndi að sannfæra menn um Guðs ríki.“ (Postulasagan ) Og meðan postulinn var í stofufangelsi í Róm kallaði hann til sín menn og bar vitni fyrir þeim og „reyndi að sannfæra“ þá og sumir tóku trú. — 19:8Postulasagan 28:23, 24.
13 En óháð því hversu sannfærandi vottarnir reyna að vera taka þeir auðvitað einir trú sem með réttu hneigjast til eilífs lífs. Sannfærandi rök og greinargóðar skýringar, bornar háttvíslega fram, geta sannfært þá þannig að þeir trúi. En hvað annað getur reynst hjálplegt við að sannfæra þá?
Vertu rökfastur og sannfærandi
14. (a) Hvað er fólgið í rökfastri, samhangandi úrvinnslu? (b) Hvað útheimtir sannfærandi rökfærsla?
14 Eitt atriði góðrar ræðumennsku, sem lögð er áhersla á í Guðveldisskólanum, er rökföst, samhangandi úrvinnsla. Hún er í því fólgin að raða meginhugmyndum og viðeigandi efni í rökrétta röð. Sannfærandi rökfærsla er einnig mikilvæg en hún útheimtir að lagður sé góður grundvöllur og komið fram með traustar sannanir. Skylt því er það að hjálpa áheyrendum að rökhugsa með því að byggja á sameiginlegum grundvelli, vinna nægilega vel úr efninu og heimfæra það skýrt. Enn sem fyrr gefur Biblían viðmiðunarreglur.
15. (a) Hvernig náði Páll athygli áheyrenda og lagði sameiginlegan grundvöll er hann talaði á Marshæð? (b) Hvaða dæmi höfum við um rökfasta, samhangandi urvinnslu í ræðu Páls?
15 Þessir eiginleikar góðrar ræðumennsku koma vel fram í hinni frægu ræðu Páls á Marshæð í Aþenu til forna. (Postulasagan 17:22-31) Inngangsorð hans vöktu athygli manna og logðu sameiginlegan grundvöll, því að hann sagði: „Aþeningar, þér komið mér svo fyrir sjónir, að þér séuð í öllum greinum miklir trúmenn.“ Vafalaust hafa þeir tekið það sem hrós. Eftir að hafa nefnt altari helgað „ókunnum guði“ hélt Páll áfram rökfastri, samhangandi úrvinnslu og sannfærandi rökfærslu. Hann benti á að þessi guð sem þeir þekktu ekki hefði ‚skapað heiminn og allt sem í honum er.‘ Ólíkt Aþenu og öðrum grískum guðdómum ‚bjó hann ekki í musterum sem með höndum eru gjörð og verður ekki þjónað með höndum manna.‘ Síðan gaf postulinn til kynna að þessi guð hefði gefið okkur líf og láti okkur ekki fálma eftir sér í blindni. Páll færði síðan rök fyrir því að skapari okkar, sem hefur umborið tíðir skurðgoðadýrkunar og vanvisku, ‚boði nú mönnum að þeir skuli allir hvarvetna taka sinnaskiptum.‘ Það leiddi eðlilega til þess að ‚Guð muni dæma jarðarbúa í réttlæti fyrir milligöngu manns sem hann reisti upp frá dauðum.‘ Þar eð Páll hafði verið að ‚boða fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna‘ vissu áheyrendur hans að þessi dómari hlyti að vera Jesús Kristur. — Postulasagan 17:18.
16. Hvaða áhrif getur ræða Páls á Marshæð og þjálfun Guðveldisskólans haft á þjónustu okkar?
16 Páll var að vísu ekki að bera vitni hús úr húsi á Marshæð, en vottar Jehóva geta margt lært, bæði af ræðu hans og þjálfun Guðveldisskólans, sem getur bætt þjónustu þeirra á akrinum. Já, allt hjálpar þetta til við að gera þá árangursríkari í starfi sínu líkt og rökviss úrvinnsla Páls og sannfærandi rökfærsla varð til þess að sumir þessara Aþenumanna tóku trú. — Postulasagan 17:32-34.
Notaðu fræðandi samlíkingar
17. Hvers konar samlíkingar ættum við að nota í þjónustunni?
17 Guðveldisskólinn hjálpar líka þjónum Guðs að nota góðar líkingar í vitnisburði sínum hús úr húsi og öðrum greinum þjónustu sinnar. Nota ætti einfaldar og smekklegar samlíkingar til að leggja áherslu á mikilvæg atriði. Vottarnir ættu að byggja þær á kunnuglegum aðstæðum og gæta þess að heimfæra þær skýrt. Samlíkingar Jesú fullnægðu öllum þessum skilyrðum.
18. Hvernig gæti Matteus 13:45, 46 komið að notum í þjónustunni?
18 Lítum til dæmis á orð Jesú. „Enn er himnaríki líkt kaupmanni, sem leitaði að fögrum perlum. Og er hann fann eina dýrmæta perlu, fór hann, seldi allt, sem hann átti, og keypti hana.“ (Matteus 13:45, 46) Perlur eru dýrmætir skrautsteinar sem finnast inni í ostruskeljum og öðrum skelfiski. En aðeins sumar perlur eru ‚fagrar.‘ Kaupmaðurinn var nægilega hygginn til að bera skyn á hversu verðmæt þessi eina perla væri og var fús til að selja allt annað til að eignast hana. Ef til vill mætti nota þessa líkingu í endurheimsókn eða heimabiblíunámi til að sýna að einstaklingur, sem metur Guðsríki í raun að verðleikum, muni gera eins og þessi kaupmaður. Slíkur maður lætur Guðsríki ganga fyrir öðru í lífi sínu og gerir sér ljóst að það er þess virði að fórna hverju sem er fyrir það.
Ljúktu með hvatningarorðum
19. Hvað ættu niðurlagsorð okkar í þjónustunni hús úr húsi að sýna húsráðanda?
19 Í Guðveldisskólanum læra þjónar Guðs líka að niðurlag ræðu eða samtals ætti að tengjast stefinu beint og sýna áheyrendum á hvað þeir eiga að gera og hvetja þá til að gera það. Í þjónustunni hús úr húsi þarf að sýna húsráðandanum skýrt fram á hvaða stefnu sé ætlast til að hann taki, svo sem að þiggja biblíurit eða samþykkja aðra heimsókn.
20. Hvaða gott dæmi um hvetjandi niðurlagsorð er að finna í Matteusi 7:24-27?
20 Niðurlagsorð fjallræðunnar eru gott dæmi. Með auðskildum samlíkingum sýndi Jesús fram á að það væri viturlegt að hlýða orðum hans. Hann sagði: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni, er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatn flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi, en það féll eigi, því það var grundvallað á bjargi. En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni, er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll, og fall þess var mikið.“ (Matteus 7:24-27) Þetta dæmi sýnir vel að þjónar Guðs ættu að gera sér far um að vekja áhugahvöt með húsráðendum!
21. Hvað hefur verið sýnt fram á í þessari umfjöllun en hvað verðum við að viðurkenna?
21 Atriðin hér á undan sýna hvernig Guðveldisskólinn getur hjálpað mörgum að verða hæfir boðberar Guðsríkis. Að sjálfsögðu er það að vera fullkomlega hæfur fyrst og fremst frá Guði komið. (2. Korintubréf 3:4-6) Og óháð því hve hæfur þjónn orðsins er getur enginn sannfært fólk þannig að það taki trú, nema Guð dragi það til sín fyrir milligöngu Krists. (Jóhannes 14:6) Samt sem áður ættu þjónar Guðs sannarlega að notfæra sér allar hinar andlegu ráðstafanir sem Jehóva gerir, um leið og þeir leita þeirra er með réttu hneigjast til eilífs lífs.
Hverju svarar þú?
◻ Hverjir eru „hjartahreinir“ og hvernig ‚sjá þeir Guð‘?
◻ Hvaða atriði ætti að hafa í huga þegar við kynnum boðskapinn um Guðsríki í þjónustunni hús úr húsi?
◻ Hvernig er hægt að fara rétt með orð Guðs í þjónustunni?
◻ Hvað stuðlar að rökfastri, sannfærandi kynningu í þjónustunni á akrinum?
◻ Hvað ætti að hafa hugfast varðandi samlíkingar sem notaðar eru í þjónustunni?
◻ Hverju ætti að ná fram með niðurlagsorðum okkar í vitnisburðarstarfinu?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 29]
Jesús sagði að „hjartahreinir“ myndu „Guð sjá.“ Hvað þýddi það?
[Mynd á blaðsíðu 31]
Nauðsynlegt er að kynna ritningarstaði vel, lesa þá með hæfilegri áherslu og heimfæra skýrt og nákvæmlega.