Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Friður á nýrri árþúsund?

Friður á nýrri árþúsund?

Friður á nýrri árþúsund?

BOÐAÐ var til alþjóðaárs friðarmenningar í París og New York 14. september 1999. Samkvæmt yfirlýsingu Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna yrði það árið 2000. Federico Mayor, fyrrverandi framkvæmdastjóri Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, skoraði á þjóðir heims „að gera alþjóðaátak í friðarmenningu og samskiptum án ofbeldis.“

Menningarmálastofnunin hefur að kjörorði að „þar eð styrjaldir hefjast í hugum manna sé það í hugum manna sem reisa þarf varnarvirki um friðinn.“ Samkvæmt því ætlar stofnunin að stuðla að friðarmenningu með „menntun, skoðanaskiptum og samvinnu.“ Mayor segir að það sé ekki nóg „að vera friðsamur, ekki einu sinni friðarsinni, heldur sé um það að ræða að vera friðflytjandi.“

Því miður er víðs fjarri að friður hafi ríkt árið 2000. Að meðtöldum atburðum þess árs hefur nútímasagnfræði varpað ljósi á vanhæfni manna til að koma í veg fyrir styrjaldir og ofbeldi þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir til þess.

En það er umhugsunarvert að friður tengist reyndar menntun. Spámaðurinn Jesaja sagði fyrir 2700 árum: „Allir synir þínir eru lærisveinar [Jehóva] og njóta mikils friðar.“ (Jesaja 54:13) Hann sá fyrir þá tíma þegar fólk frá öllum þjóðum myndi streyma til hreinnar tilbeiðslu á Jehóva og læra vegu hans. Hver yrði ávinningurinn? „Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar.“ (Jesaja 2:2-4) Vottar Jehóva hafa í samræmi við þennan spádóm tekið þátt í menntunarátaki á heimsvísu og hjálpað milljónum manna að vinna bug á þjóðernishyggju og kynþáttahatri sem eru undirrót flestra styrjalda.

Styrjaldir verða að lokum úr sögunni undir stjórn Guðsríkis sem mun færa jörðinni varanlegan frið og öryggi. (Sálmur 72:7; Daníel 2:44) Þá rætast orð sálmaritarans: „Skoðið dáðir [Jehóva], hversu hann framkvæmir furðuverk á jörðu. Hann stöðvar styrjaldir til endimarka jarðar.“— Sálmur 46:9,10.