„Lærið af mér“
„Lærið af mér“
„Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“ — MATTEUS 11:29.
1. Hvers vegna getur það verið ánægjulegt og auðgandi að læra af Jesú?
JESÚS KRISTUR er afbragðsfyrirmynd í réttri hugsun, góðri kennslu og viðeigandi framkomu. Starfsferill hans á jörð var ekki langur en engu að síður ánægjulegur og gefandi og hann var hamingjusamur maður. Hann safnaði að sér lærisveinum og kenndi þeim að tilbiðja Guð, elska aðra menn og sigra heiminn. (Jóhannes 16:33) Hann fyllti hjörtu þeirra von og „leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.“ (2. Tímóteusarbréf 1:10) Hvað heldurðu að sé fólgið í því að vera lærisveinn hans? Við getum auðgað líf okkar með því að skoða vel hvað Jesús sagði um lærisveina sína, og með því að tileinka okkur sjónarmið hans og fara eftir fáeinum grundvallarreglum. — Matteus 10:24, 25; Lúkas 14:26, 27; Jóhannes 8:31, 32; 13:35; 15:8.
2, 3. (a) Hvað er það að vera lærisveinn Jesú? (b) Hvers vegna þurfum við að spyrja okkur eftir hverjum við líkjum?
2 Orðið, sem þýtt er „lærisveinn“ í kristnu Grísku ritningunum, merkir í grundvallaratriðum nemandi, sá sem beinir huganum að einhverju ákveðnu. Skylt orð kemur fyrir í steftexta greinarinnar, Matteusi 11:29: „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.“ Lærisveinn er nemandi. Í guðspjöllunum er orðið yfirleitt notað um þá fylgjendur Jesú sem voru nánastir honum, ferðuðust með honum er hann prédikaði og fengu kennslu hjá honum. Ýmsir fleiri viðurkenndu kenningar hans, sumir jafnvel á laun, en gerðu ekki meira. (Lúkas 6:17; Jóhannes 19:38) Guðspjallaritararnir tala líka um ‚lærisveina Jóhannesar skírara og lærisveina farísea.‘ (Markús 2:18) Jesús varaði fylgjendur sína við „kenningu farísea“ þannig að við getum spurt okkur hverjum við líkjum eftir. — Matteus 16:12.
3 Ef við erum lærisveinar Jesú og höfum lært af honum ætti nærvera okkar að vera andlega endurnærandi fyrir aðra. Þeir ættu að finna og sjá að við erum hógvær og lítillát. Þeir sem
eru í stjórnunarstarfi á vinnustað, eru foreldrar eða sinna hjarðgæslu í kristna söfnuðinum geta spurt sig: ‚Finnst undirmönnum okkar, börnum eða safnaðarmönnum að komið sé fram við sig eins og Jesús kom fram við fylgjendur sína?‘Framkoma Jesú við fólk
4, 5. (a) Hvers vegna er ekki vandséð hvernig Jesús kom fram við bágstadda? (b) Hvað gerðist er Jesús mataðist á heimili farísea nokkurs?
4 Við þurfum að vita hvernig Jesús kom fram við fólk, einkanlega þá sem áttu við alvarleg vandamál að stríða. Það ætti ekki að vera vandséð því að Biblían inniheldur fjölda frásagna af samskiptum Jesú við aðra, þar á meðal bágstadda og þjáða. Við skulum líka kanna hvernig trúarleiðtogarnir, einkum farísear, komu fram við fólk sem var svipað á vegi statt. Munurinn er athyglisverður.
5 Jesús var á boðunarferð í Galíleu árið 31 er „farísei nokkur bauð honum að eta hjá sér.“ Jesús þáði boðið hiklaust. „Hann fór inn í hús faríseans og settist til borðs. En kona ein í bænum, sem var bersyndug, varð þess vís, að hann sat að borði í húsi faríseans. Kom hún þá með alabastursbuðk með smyrslum, nam staðar að baki honum til fóta hans grátandi, tók að væta fætur hans með tárum sínum, þerraði þá með höfuðhári sínu, kyssti þá og smurði með smyrslunum.“ — Lúkas 7:36-38.
6. Hvernig gat það gerst að „bersyndug“ kona væri stödd á heimili farísea?
6 Geturðu séð þetta fyrir þér? Heimildarrit segir: „Konan (v.37) notfærði sér þá siðvenju að bágstaddir mættu koma í slíka veislu og fá einhverjar Lúkas 7:47.
matarleifar.“ Það er hugsanlega skýringin á því hvernig hægt var að koma óboðinn í veisluna. Hugsanlega hafa fleiri verið þar sem vonuðust eftir matarbita að veislunni lokinni. En þessi kona hegðaði sér óvenjulega. Hún fylgdist ekki með úr fjarlægð og beið þess að veislunni lyki. Og hún hafði illt orð á sér; hún var „bersyndug“ þannig að Jesús sagðist vita um „hinar mörgu syndir hennar.“ —7, 8. (a) Hvað hefðum við gert við svipaðar kringumstæður og þær sem sagt er frá í Lúkasi 7:36-38? (b) Hvernig brást Símon við?
7 Ímyndaðu þér að þú hefðir verið uppi á þessum tíma og staðið í sömu sporum og Jesús. Hvernig hefðir þú brugðist við? Hefði þér þótt vandræðalegt að þessi kona skyldi nálgast þig? Hvaða áhrif hefði þessi staða haft á þig? (Lúkas 7:45) Hefðir þú hneykslast eða fyllst andúð?
8 Hefðir þú hugsað eitthvað líkt og Símon farísei ef þú hefðir verið í hópi hinna gestanna? „Þegar faríseinn, sem honum [Jesú] hafði boðið, sá þetta, sagði hann við sjálfan sig: ‚Væri þetta spámaður, mundi hann vita, hver og hvílík sú kona er, sem snertir hann, að hún er bersyndug.‘“ (Lúkas 7:39) En Jesús var framúrskarandi brjóstgóður. Hann skildi bágindi konunnar og skynjaði angist hennar. Ósagt er látið hvers vegna hún lagðist í syndugt líferni. Hafi hún verið vændiskona virðist sem karlmennirnir í borginni, sem voru trúræknir Gyðingar, hafi ekki gert mikið til að hjálpa henni að bæta ráð sitt.
9. Hverju svaraði Jesús og með hvaða hugsanlegum árangri?
9 En Jesús vildi hjálpa henni. „Syndir þínar eru fyrirgefnar,“ sagði hann við hana og bætti við: „Trú þín hefur frelsað þig, far þú í friði.“ (Lúkas 7:48-50) Hér lýkur frásögunni. Einhverjum finnst kannski að Jesús hafi ekki gert ýkja mikið fyrir konuna. Segja má að hann hafi veitt henni blessun sína og látið hana fara. Telurðu líklegt að hún hafi tekið aftur upp fyrra líferni? Við getum ekkert fullyrt um það en tökum samt eftir hvað Lúkas segir í framhaldinu. Hann greinir frá því að Jesús hafi farið ‚borg úr borg og þorp úr þorpi, prédikað og flutt fagnaðarerindið um Guðs ríki.‘ Hann lætur þess og getið að „konur nokkrar“ hafi verið í för með Jesú og lærisveinunum og ‚hjálpað þeim með fjármunum sínum.‘ Ekki er hægt að útiloka þann möguleika að þessi iðrandi og þakkláta kona hafi verið með í hópnum og hafi nú tekið upp nýtt líferni, Guði að skapi, haft hreina samvisku, nýja lífsstefnu og mun sterkari kærleika til Guðs en áður. — Lúkas 8:1-3.
Munurinn á Jesú og faríseunum
10. Hvers vegna er hollt að velta fyrir sér frásögunni af Jesú og konunni í húsi Símonar?
10 Hvaða lærdóm má draga af þessari frásögu? Hún hreyfir óneitanlega við tilfinningunum. Hvernig heldurðu að þér hefði verið innanbrjósts ef þú hefðir verið staddur á heimili Símonar? Hefðir þú brugðist við líkt og Jesús eða hefðir þú kannski hugsað eins og faríseinn sem bauð til veislunnar? Jesús var auðvitað sonur Guðs þannig að við getum ekki hugsað eða hegðað okkur nákvæmlega eins og hann. Hins vegar hugnast okkur áreiðanlega ekki að líkjast Símoni farísea. Fáir myndu vera stoltir af því.
11. Af hverju viljum við ekki láta flokka okkur með faríseum?
11 Af Biblíunni og veraldlegum heimildum má ráða að farísear hafi litið stórt á sig og talið sig standa vörð um þjóðarhag og almannaheill. Þeir voru ekki alls kostar sannfærðir um að lög Guðs væru skýr og auðskilin. Fyndust þeim lögin ónákvæm á einhverju sviði reyndu þeir að fylla í eyðurnar með skýringum og skilgreiningum til að ekki þyrfti að nota samviskuna. Trúarleiðtogarnir reyndu að upphugsa lífsreglur um hvert einasta mál, jafnvel um smáatriði. *
12. Hvernig litu farísearnir á sjálfa sig?
12 Gyðingasagnfræðingurinn Jósefus á fyrstu öld vekur athygli á því að farísearnir hafi álitið sig góðviljaða, nærgætna, réttláta og fullkomlega Jóhannes 3:1, 2; 7:50, 51) Sumir farísear tóku kristna trú þegar fram liðu stundir. (Postulasagan 15:5) Páll postuli skrifaði eftirfarandi um ákveðna Gyðinga, þeirra á meðal faríseana: „Þeir eru kappsfullir Guðs vegna, en ekki með réttum skilningi.“ (Rómverjabréfið 10:2) Guðspjöllin lýsa þeim hins vegar eins og þeir litu út í augum almennings — stoltir, hrokafullir, sjálfumglaðir, aðfinnslusamir, dómharðir og auðmýkjandi.
hæfa til að gegna hlutverki sínu. Eflaust hafa sumir þeirra nálgast það að vera þannig. Vera má að þér detti Nikódemus í hug. (Afstaða Jesú
13. Hvað sagði Jesús um faríseana?
13 Jesús ávítaði fræðimenn og farísea fyrir hræsnina. „Þeir binda þungar byrðar og leggja mönnum á herðar, en sjálfir vilja þeir ekki snerta þær einum fingri.“ Þeir lögðu þungar byrðar og illbærilegt ok á fólk. Jesús kallaði þá ‚heimskingja.‘ Heimskingi er hættulegur samfélaginu. Jesús kallaði fræðimenn og farísea einnig ‚blinda leiðtoga‘ og fullyrti að þeir ‚hirtu ekki um það sem mikilvægast er í lögmálinu, réttlæti, miskunn og trúfesti.‘ Hver myndi vilja láta Jesú líta á sig sem farísea? — Matteus 23:1-4, 16, 17, 23.
14, 15. (a) Hvað má ráða um háttalag faríseanna af samskiptum Jesú við Matteus Leví? (b) Hvaða dýrmætan lærdóm má draga af þessari frásögu?
14 Auðsætt er af guðspjöllunum hve gagnrýnir flestir farísear voru. Matteus Leví tollheimtumaður hélt Jesú mikla veislu eftir að Jesús bauð honum að gerast lærisveinn sinn. Frásagan segir: „Farísearnir og fræðimenn þeirra vönduðu um við lærisveina hans og sögðu: ‚Hvers vegna etið þér og drekkið með tollheimtumönnum og bersyndugum?‘ Og Jesús svaraði þeim: ‚ . . . Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara til iðrunar.‘“ — Lúkas 5:27-32.
15 Leví skildi mætavel annað sem Jesús sagði við þetta tækifæri: „Farið og nemið, hvað þetta merkir: ‚Miskunnsemi vil ég, ekki fórnir.‘“ (Matteus 9:13) Farísear sögðust trúa á rit hebresku spámannanna en þessi orð í Hósea 6:6 viðurkenndu þeir ekki. Þeim fannst betra að fylgja reglunum um of en vera miskunnsamir um of. Öll gætum við spurt okkur: ‚Er ég þekktur fyrir að ríghalda í vissar reglur, til dæmis byggðar á persónulegum skoðunum eða vanhugsuðum viðhorfum? Eða er ég fyrst og fremst álitinn vera miskunnsamur og góður?‘
16. Hvernig voru farísearnir og hvað þurfum við að varast?
16 Endalausar aðfinnslur og nöldur var siður faríseanna. Þeir voru síleitandi að göllum — raunverulegum eða ímynduðum. Þeir héldu fólki í sífelldri varnarstöðu og minntu það á mistök þess. Þeir lögðu metnað sinn í að gjalda tíund af smæstu kryddjurtum svo sem myntu, anís og kúmeni. Þeir auglýstu guðrækni sína með klæðaburði sínum og reyndu að stýra þjóðinni. Ef við ætlum okkur að líkja eftir Jesú þurfum við auðvitað að varast þá tilhneigingu að leita sífellt að göllum annarra og halda þeim á loft.
Hvernig tók Jesús á vandamálum?
17-19. (a) Hvernig tók Jesús á máli sem hefði getað haft mjög alvarlegar afleiðingar? (b) Af hverju var staða konunnar óþægileg og skelfandi fyrir hana? (c) Hvernig hefðir þú brugðist við ef þú hefðir verið á staðnum þegar konan kom til Jesú?
17 Jesús tók allt öðruvísi á vandamálum en farísearnir. Lítum á viðbrögð hans í máli sem hefði getað verið mjög alvarlegs eðlis. Það snerti konu sem hafði verið með blóðlát í 12 ár. Þú getur lesið frásöguna í Lúkasi 8:42-48.
18 Í frásögn Markúsar er þess getið að konan hafi verið „hrædd og skjálfandi.“ (Markús 5:33) Hvers vegna? Eflaust vegna þess að hún vissi að hún hafði brotið lög Guðs. Samkvæmt 3. Mósebók 15:25-28 var kona með óeðlilegar blæðingar óhrein meðan þær stóðu yfir og í viku til viðbótar. Allt sem hún kom við og allir sem hún komst í snertingu við urðu óhreinir. Til að nálgast Jesú þurfti umrædda konan að olnboga sig gegnum mannþröngina. Við finnum sárlega til með henni þegar við lesum þessa frásögu 2000 árum síðar.
19 Hvernig hefðir þú litið á málið ef þú hefðir verið á vettvangi þennan dag? Hvað hefðirðu sagt? Taktu eftir góðvild Jesú, kærleika og tillitssemi við þessa konu. Hann ýjar ekki einu sinni að þeim vanda sem hún kann að hafa valdið. — Markús 5:34.
20. Hvernig myndum við bregðast við ef ákvæðin í 3. Mósebók 15:25-27 væru í gildi nú á tímum?
20 Getum við dregið einhvern lærdóm af þessum atburði? Setjum sem svo að þú sért safnaðaröldungur. Og setjum líka sem svo að kristnum mönnum sé skylt að halda ákvæðin í 3. Mósebók 15:25-27 en að kristin kona hafi brotið gegn þeim og væri nú örvæntingarfull og fyndist hún hjálparvana. Hvernig brygðist þú við? Myndirðu auðmýkja hana opinberlega með aðfinnslusömum leiðbeiningum? „Nei, það myndi ég aldrei gera,“ segirðu eflaust. „Ég myndi líkja eftir Jesú og leggja mig fram um að vera góðviljaður, kærleiksríkur, nærgætinn og tillitssamur.“ Það er gott. En vandinn er sá að framkvæma þetta, að líkja eftir fordæmi Jesú.
21. Hvað kenndi Jesús fólki varðandi lögmálið?
21 Almennt séð var nærvera Jesú endurnærandi, örvandi og hvetjandi fyrir fólk. Þar sem lög Guðs voru afdráttarlaus bar að fylgja bókstafnum. Ef lagaákvæðin voru almennt orðuð kom meira til kasta samviskunnar og menn gátu sýnt Guði kærleika sinn með ákvörðunum sínum. Lögmálið gaf þeim olnbogarými. (Markús 2:27, 28) Guð elskaði þjóna sína og vann stöðugt að heill þeirra, og hann var fús til að miskunna þeim þegar þeim varð á. Jesús var líka þannig. — Jóhannes 14:9.
Árangurinn af kennslu Jesú
22. Hvaða viðhorf lærðu lærisveinar Jesú af honum?
22 Þeir sem hlýddu á Jesú og gerðust lærisveinar hans kunnu vel að meta sannleikann í orðum hans: „Mitt ok er ljúft og byrði mín létt.“ (Matteus 11:30) Aldrei fannst þeim hann íþyngja sér, áreita sig eða skamma. Þeir voru frjálsir, ánægðir og öruggir um samband sitt við Guð og hver við annan. (Matteus 7:1-5; Lúkas 9:49, 50) Þeir lærðu það af honum að andlegur forystumaður þarf að endurnæra aðra og vera lítillátur í huga og hjarta. — 1. Korintubréf 16:17, 18; Filippíbréfið 2:3.
23. Hvað lærðu lærisveinar Jesú af honum og hvað gátu þeir ályktað af því?
23 Margir gerðu sér líka betur grein fyrir því að þeir þyrftu að vera einhuga með Kristi og sýna sama hugarfar og hann. Hann sagði lærisveinunum: „Ég hef elskað yður, eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðugir í elsku minni. Ef þér haldið boðorð mín, verðið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hef haldið boðorð föður míns og er stöðugur í elsku hans.“ (Jóhannes 15:9, 10) Til að vera góðir þjónar Guðs þurftu þeir að fara dyggilega eftir því sem þeir höfðu lært af Jesú, bæði er þeir prédikuðu og kenndu fagnaðarerindi Guðs meðal almennings og einnig í samskiptum við fjölskyldu og vini. Er bræðrafélagið stækkaði og skiptist í söfnuði þyrftu þeir aftur og aftur að minna sig á að aðferðir hans væru þær réttu. Hann kenndi þeim sannleikann, og það líf, sem þeir höfðu séð hann lifa, var sannarlega þess virði að líkja eftir. — Jóhannes 14:6; Efesusbréfið 4:20, 21.
24. Hvaða lærdóm má draga af fordæmi Jesú?
24 Sérðu færi á að bæta þig eftir að hafa velt fyrir þér sumu af því sem hér hefur verið fjallað um? Fellst þú á að Jesús sé afbragðsfyrirmynd í réttri hugsun, góðri kennslu og viðeigandi framkomu? Hertu þá upp hugann því að hann hvetur okkur: „Þér vitið þetta, og þér eruð sælir, ef þér breytið eftir því.“ — Jóhannes 13:17.
[Neðanmáls]
^ gr. 11 „Grundvallarmunurinn [á Jesú og faríseunum] verður aðeins skýrður út frá þeirri forsendu að þeir hafi haft gerólíkan skilning á Guði. Í augum farísea gerir Guð fyrst og fremst kröfur; í augum Jesú er hann hjartagóður og miskunnsamur. Faríseinn afneitar auðvitað ekki gæsku Guðs og kærleika en í huga hans birtist þetta tvennt í því að Guð skyldi láta Tóruna [lögmálið] í té og í þeim möguleika að halda þær kröfur sem þar eru settar fram. . . . Farísear álitu að leiðin til að fylgja Tórunni væri sú að halda hinar munnlegu erfðavenjur ásamt meðfylgjandi túlkunarreglum laganna. . . . Með því að upphefja hið tvíþætta kærleiksboð (Matt. 22:34-40) . . . sem túlkunarviðmið og með því að hafna takmörkunareðli munnlegu erfðavenjanna . . . setti Jesús sig upp á móti tilfellasiðfræði faríseanna.“ — The New International Dictionary of New Testament Theology.
Hverju svarar þú?
• Hvað er fólgið í því að vera lærisveinn Jesú?
• Hvernig kom Jesús fram við fólk?
• Hvað getum við lært af kennsluaðferð Jesú?
• Hvernig var Jesús ólíkur faríseunum?
[Spurningar]
[Mynd á blaðsíðu 32]
Jesús hafði allt aðra afstöðu til fólks en farísear.